Feykir


Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 7
28/2015 7 Sungið fyrir gesti. samstilltur að erfiðleikarnir staldra yfirleitt stutt við. En hvað er það skemmtilegasta við þetta? „Að finna meðbyr og metnað íbúa okkar litla samfélags í garð hátíðarinnar, sem er jú að lang stærstum parti unnin í sjálfboðavinnu. Að fá tækifæri til að kynnast fleira fólki betur og að starfa með öllu þessu ótrúlega duglega og metnaðarfullu einstaklingum hér á öllum aldri.“ Fjöldi gesta fullkominn Árið 2012 var undirritaður samningur til fjögurra ára milli hátíðarinnar, Húnaþings vestra, Landsbankans Hvammstanga, Forsvar, KVH og Sláturhúss KVH um árlegan styrk árin 2012-2015 svo hægt væri að ráða framkvæmdastjóra við hátíðina. Öll önnur vinna við undirbúning hátíðarinnar er unnin í sjálfboðavinnu af íbúum í héraðinu. „Húnaþing Vestra einhverju inn í samfélagið segir hann það vera tvímælalaust. „Margir upprennandi og jafnvel lengra komnir listamenn troða upp, sýna sig og sjá aðra. Ég veit líka um býsna marga sem höfðu ekki komið hingað áður eða mjög lengi fyrr en einmitt á Eld í Húnaþingi auk allra þeirra brottfluttu sem koma hingað árlega til að samgleðjast. Þó ekki væri nema fyrir samvinnu og sameiginlegt áhugamál okkar flestra hér í Húnaþingi Vestra; að halda flotta hátíð.“ Sigurvald segist ekki hafa leitt hugann að því hvort hann gefi kost á sér aftur, en að þetta sé búið að vera ákaflega lærdómsríkt ferli og næringarríkt. „Það er alltaf hægt að gera betur og eins og ég sagði áður; er viljinn svo sannarlega til staðar hjá íbúum og aðstandendum. „Aldrei að segja aldrei“ á ágætlega við í þessu samhengi. Við erum ákaflega heppin hér í sveit hvað varðar menningarlega fræðslu og kynningu. Tónlistarmenntun er t.a.m. algengari en víðast hvar auk þess sem almennur skilningur á mikilvægi lista- og menningarlífi er víðtækur í samfélaginu okkar. Einmitt vegna þátttöku og virðingar almennings í Húnaþingi Vestra á mikilvægi viðburða sem þessum, getum við tendrað Eldinn með stolti ár eftir ár.“ „Verið velkomin á Eld í Húnaþingi,“ segir Sigurvald að lokum. Fjölmenni fylgist með dagskrá Elds í Húnaþingi. ALLS STAÐAR GAS Sauðárkrókur: Byggingavörudeild KS, s. 455 4610. Varmahlíð: N1 söluskáli, s. 455 4680. Hofsós: N1 söluskáli, s. 455 4692. Ketilás: Kaupfélag Skagfirðinga, s. 467 1000. Siglufjörður: Verslun Samkaupa, s. 467 1201. Hvammstangi: Orkuskálinn, s. 451 2465. R áð an di - au gl ýs in ga st of a eh f ÞÚ GETUR SLAKAÐ Á OG UPPLIFAÐ ÖRYGGI VIÐ GRILLIÐ MEÐ AGA GAS ásamt fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum hér á svæðinu styðja vel við bakið á Eldinum enda væri ógjörningur að halda slíka hátíð án stuðnings og velvilja allra þeirra er styðja verkefnið, hvort sem er með peningum eða aðgengi að tólum og tækjum, láni á húsnæði o.s.frv. Auðvitað má alltaf gera betur, alveg sama að hverju það snýr en við erum býsna ánægð með þann stuðning sem við fáum,“ segir Sigurvald. Aðsóknin hefur verið mjög góð, og margir stilla fríin sín og ferðalög til Hvammstanga síðustu helgina í júlí, ár hvert. „Satt að segja höfum við haldið aftur af okkur í kynningu og auglýsingum, því að fjöldi gesta hefur verið nánast fullkominn ef svo má segja. Aðgangur er ókeypis að flestu af því sem í boði er og aðsókn á viðburði sem kostar inn á hefur verið mjög góð. Þar fyrir utan myndi veruleg fjölgun gesta auka á álag íbúa og hvers kyns þjónustu, sem er þó nokkuð þessa daga. Við viljum halda litlu hátíðinni okkar lítilli áfram.“ Þegar blaðamaður spyr Sigurvald hvort hátíðin skili

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.