Feykir - 23.07.2015, Blaðsíða 6
6 28/2015
Liðakeppni í fullum gangi.
Rætt við Garðar Jónsson á Melstað í Óslandshlíð
um raforkuverð í dreifbýli
VIÐTAL
Þóra Kristín Þórarinsdóttir
Verið velkomin á Eld í Húnaþingi
Dagana 22.-26. júlí fer fram Eldur í Húnaþingi, sem er
bæjarhátíð í Húnaþingi vestra. Hátíðin var fyrst haldin
árið 2003 og hefur síðan farið fram í lok júlí ár hvert. Eldur
í Húnaþingi er „Unglistar- og menningarhátíð“ í sínum
víðasta skilningi, þar sem stiklað er á stóru í menningu
og listum. Sigurvald Ívar Helgason er framkvæmdastjóri
hátíðarinnar í ár og blaðamaður Feykis náði af honum tali
og fékk að forvitnast um hann, Hvammstanga og síðast en
ekki síst þessa skemmtilegu hátíð.
„Ég er borinn, barnfæddur
og tilraunir til uppeldis fóru
líka að mestu fram hér á
Hvammstanga,” segir Sigur-
vald þegar blaðamaður
spyr um tenginu hans við
Hvammstanga. Sigurvald er
sonur hjónanna Helga Ólafs-
sonar, rafvirkjameistara og
fyrrverandi organista, og Dóru
Eðvaldsdóttur, fyrrverandi
verslunarmanns og þúsund-
þjalasmiðs. Hann á þrjú systkini;
Gunnar Smára sem er elstur,
þá Áróru Hlín, svo Ingibjörgu
Rebekku og Sigurvald er svo
örverpið í hópnum.
„Ég er einstæður faðir með
pjakk sem getur ekki beðið eftir
því að verða 7 og heitir Ísak
Hólmar. Hann á svo tvo eldri
hálfbræður – þá Eðvald Atla
og Eyþór Alexander sem búa
í Reykjavík.“ Hvammstangi
er hans heimaslóð og þar ólst
Sigurvald upp og gekk í skóla,
en hann er nýlega fluttur heim
aftur. „Eftir um það bil tveggja
áratuga „útlegð”, að mestu í
Reykjavík, flutti ég aftur heim
fyrir ári síðan.“
Sigurvald minnist á að
margt misgáfulegt hafi verið
brallað á hans æskuárum á
Hvammstanga. „Þó stendur
upp úr upphafið að hljóm-
sveitabrasinu, sem hefur fylgt
mér síðan í ýmsum myndum.
Þannig var að fyrir margt
löngu að Pétur núverandi
slökkviliðsstjóri (hann var nú
ekki beinlínis í því að slökkva
elda þá), Gassi [Garðar Smári
Arnarson] og ég vorum í
plathljómsveit með tilheyrandi
heimagerðum hljóðfærum, eins
og voða flottum útsöguðum
gíturum, hljómborði með
ámáluðum nótum og
trommusetti sem var sambland
af barnatrommusetti og máln-
ingarfötum. Þessi hljómsveit
hélt nokkra Kiss og Iron Maiden
tónleika í bílskúrnum hjá Gassa
að Hvammstangabraut 23
við nokkurn orðstír, þar sem
kassettutæki var sett af stað og
við spiluðum með. Okkur fannst
við frábærir allavega.“
Sigurvald hefur af ýmsu að
taka þessa dagana, en í dag og
í nokkrar vikur til viðbótar er
hann framkvæmdastjóri Elds í
Húnaþingi, og hefur lítið annað
komist að að undanförnu, fyrir
utan „nokkur hljóðverkefni
hér og þar fyrir tónlistarfólk
og aðra sem þurfa að hafa
hátt“, eins og hann segir sjálfur.
Hans fyrri störf eru nokkur.
„Ef frá er talin saltfiskverkun
og liðléttingar unglingsáranna
í fjölskyldufyrirtækinu, hef ég
undanfarin ár að mestu lokað
mig af inni í leikhúsum og
brallað þar við hljóðmyndir,
ásamt einstaka hljóðvinnslu
á tónleikum og hverskonar
viðburðum.”
Tók strax á sig
sterka mynd
Eins og áður kom fram var
bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi
fyrst haldin árið 2003 og hefur
verið haldið árlega síðan þá.
„Ég var svo heppinn að fá að
vera með í að halda utan um
fyrstu hátíðina árið 2003 og svo
af og til reynt að hjálpa til við
undirbúning með einhverjum
hætti, og þá helst er varðar
tæknimálin. Ég get ekki gert
að því að mér finnst ég eiga
pínulítið í henni ef svo má segja.
Þegar ég sá svo auglýsingu þar
sem auglýst var eftir manni í
stöðuna, stóðst ég ekki mátið,”
segir Sigurvald þegar blaðmaður
spyr hann af hverju hann hafi
tekið að sér framkvæmdastjórn
hátíðarinnar.
„Eldur í Húnaþingi er
unglista- og menningarhátíð í
sínum víðasta skilningi þar sem
stiklað er á stóru í menningu
og listum. Alla tíð hefur verið
lagt upp með að búa til hátíð
af heimafólki fyrir heimafólk.
Við erum svo heppin hér að
eiga ógrynni af hæfilekaríku
og dugmiklu fólki sem hefur
metnað fyrir að gera hátíðina
okkar að því sem hún er og
flestir ættu að geta fundið sér
eitthvað við hæfi.
Við erum með námskeið og
smiðjur fyrir börn og unglinga,
þar sem til stendur að örva sköp-
unarkraftinn hjá krökkunum.
Melló Músíka er notaleg
kvöldstund þar sem heimafólk
– óflutt jafnt sem brottflutt –
kemur fram og flytur ljúfa tóna
á meðan unglingarnir skemmta
sér á unglingaballi.
Tónleikarnir í Borgarvirki
eru fyrir marga hápunktur
hátíðarinnar, enda stemningin
þar yfirleitt mögnuð undir
seiðandi tónlist, í faðmi nokkur
hundruð kerta allt um kring
á þessum ótrúlega stað. Þó
hafa aðkeyptir lista-menn og
skemmtikraftar hafa verið
fengnir til liðs í einstaka viðburði
til að auka á fjölbreytileikann
eins og t.d. tónleikana á
Sigurvald Ívar Helgason er framkvæmdastjóri Elds í Húnaþingi
föstudagskvöldi, eftir Borgar-
virki, sem að þessu sinni
verða í höndum snillinganna í
Skálmöld. Fjölskyldudagurinn
er einnig ómissandi hluti af
hátíðinni. Hoppikastalar, tónlist,
sápuboltar, sápurennibraut,
fyrirtækja-/liðakeppni, and-
litsmálning og alls kyns
fleira fjör sem lýkur svo með
fjölskylduballi fyrir alla í boði
styrktaraðila, áður en blásið er
svo til alvöru sveitaballs.“
Sigurvald minnist á að
hátíðin hafi strax í upphafi
tekið á sig sterka mynd. „Með
viðburðum sem enn eru fastir
punktar og myndi einhver
fá illt auga ef hróflað yrði
mikið við þeim. Þar að auki
hafa fyrri skipuleggjendur
unnið gríðarlega gott starf í
að þróa og móta hátíðina. Því
eru ekki miklar breytingar
frá s.l. árum. Þó með tilkomu
Sjávarborgar, hins nýja og
glæsilega veitingastaðar, jukust
möguleikarnir og því verðum við
þar með Melló Músíka, Pub Quiz
og sitthvað fleira. Eins bætum
við eiginlega sunnudeginum
við en Sniglabandið ætlar að
heimsækja okkur og senda út
þáttinn sinn „Sniglabandið í
beinni“ einmitt frá Sjávarborg.
Þar að auki verður opið
hús í húsdýragarðinum að
Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, auk
héraðsmóts við Reykjaskóla í
Hrútafirði.“
Að halda utan um svona
hátíð getur verið mikill haus-
verkur, en Sigurvald telur
það líklega vera ógjörning að
svara hvað sé erfiðast við það
fyrr en hátíðin er afstaðin.
Undirbúningshópurinn sé það
Fallegt á Hvammstanga.
Frá Eldi í Húnaþingi. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI