Feykir


Feykir - 20.08.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 20.08.2015, Blaðsíða 6
6 31/2015 Íslendingadagur og heimsókn til Nýja-Íslands hápunktar ferðarinnar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á Íslendingaslóðum í Vesturheimi Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps, sem nýlega fagnaði 90 ára afmæli sínu, fór ásamt fríðu föruneyti til Vesturheims á dögunum til að heimsækja vestur-íslenskar byggðir og til að kynnast viðburðum og einnig afkomendum Vesturfara. Jóhanna Helga Halldórsdóttir skrásetti ferðasöguna og eftirlét Feyki hana til birtingar. Þann 29. júlí var lagt af stað og flogið til Minneapolis í Banda- ríkjunum, þar sem Almar Grímsson fararstjóri hjá Bænda- ferðum tók á móti okkur á flugvellinum með bílstjóranum Ron á feiknastórri rútu sem fékk strax viðurnefnið Gullvagninn. Þeir félagarnir drifu hópinn á hótel þar sem var gist fyrstu tvær næturnar. Konurnar í hópnum voru himinlifandi yfir staðsetn- ingu hótelsins, sem er í fimm mínútna göngufæri frá því fræga Mall of America. Þar sem fólk hafði ferðast langt þennan sólarhringinn sló það sér til almennra rólegheita um kvöldið. Daginn eftir var farið í skoð- unarferð um tvíburaborgirnar Minneapolis og St. Paul, en sú síðarnefnda er höfuðborg ríkisins. Þessar borgir eru mjög ólíkar og er virkilega gaman að skoða þær báðar. Mississippi áin var reyndar mikið skítugri en fólk hafði órað fyrir og karla- kórinn æfði sig aðeins að syngja á svölum nýlega byggðs menn- ingarhúss á meðan við horfðum út á Rauðána og Mississippi ána sem mætast þarna. Þegar skoðunarferðinni lauk lögðu flestir leið sína í Mall of America til að borða, skoða og versla og svo var hægt að fara í gönguferðir um næsta umhverfi. Á þriðja degi var ekið af stað í vestur frá Minneapolis, áð í bænum Clearwater og svo haldið áfram alla leið til Alexandria í hádegismat. Ekki er víst að ferðalangarnir frá Íslandi hafi gert sér grein fyrir vegalengd- unum vestra, en þennan dag fannst mörgum að klukku- stundirnar væru alltof margar í Gullvagninum en á endastöð komumst við til Grand Forks í Norður-Dakóta. Daginn eftir var ekið til UMSJÓN Þóra Kristín Þórarinsdóttir Mountain þar sem karlakórinn söng þjóðsöngvana þrjá í upp- hafi hátíðardagskrár Íslendinga- dagsins í Mountain og var einnig sungið á milli atriða. Í lokin slóst Kirkjukór Hólaneskirkju í hóp- inn og tók lög með karlakórnum. Eftir hátíðardagskrána var farið í skoðunarferð út í sveit og urðu margir glaðir þegar Þingvellir voru heimsóttir og leiði Káins kímniskálds, en þar var bæði hellt víni yfir legsteininn og sungið fyrir Káinn. Á fimmta degi var ekið til Winnipeg í Kanada og svo átti fólk frjálsan dag og margir fóru í gönguferðir, siglingu eða búðir og sumir gerðu allt saman. Þann 3. ágúst var svo komið að einum hápunkti ferðarinnar, Íslend- ingadeginum í Gimli. Norður- amerísk skrúðganga er engri lík og stemningin frábær, en þarna var bæði karlakórnum og kirkjukórnum komið fyrir á vagni með heyböggum aftan í GMC-jeppa og sungu þau svo fullum hálsi alla skrúðgönguna á meðan þeirra föruneyti skoðaði markaðsstemninguna í Gimli. Kórarnir sungu svo við hátíðar- dagskrána og alls staðar var fólk sem vildi hitta Íslendingana og spjalla, rekja ættir sínar saman við okkar og gestrisnin og hlýjan frá fólkinu vestra var einstök og ber sannarlega að þakka fyrir. Annar hápunktur ferðinnar var skoðunarferð til Nýja- Íslands. Þar voru hjónin Rósa- lind og Einar Vigfusson heimsótt og svo var farið á byggðasafnið í sveitinni og þar fengum við líklega besta matinn í ferðinni og vel útilátinn. Líka má segja að fjölgað hafi í hópnum í Árborg þegar fréttir komu að heiman um að Höskuldur formaður og þau Rögnvaldur undirleikari og Hrönn kona hans hefðu eignast ömmu – og afabarn. Frá Árborg var keyrt til Hecla Provincial Park, eða Mikleyjar, þar sem ýmislegt var skoðað og þar sungum við líka í kirkjunni. Áfram var ekið sem leið lá til Riverton við Íslendingafljót þar sem kórarnir héldu sameiginlega tónleika um kvöldið og húsfyllir var. Þarna gafst okkur kostur á að spjalla við heimamenn eins og í Gimli og fengum vel að borða og drekka áður en haldið var til baka á hótelið, þar sem var sungið áfram langt fram á nótt. Í dúr og moll Nokkrum sinnum í ferðinni kom upp sú umræða að karlar og konur væru ekki alltaf á sömu bylgjulengd og á meðan karlarnir voru að taka sig alvarlega og finna réttu tóntegundirnar og rétta dúrinn og jafnvel dúrana (leggja sig) þá væru konurnar meira í því að taka það alvarlega að finna moll og fara í moll. Líklega er þetta misskilningur á báða bóga en á leiðinni heim tókst öllum að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það var í dúr eða moll. Ferðin í heild gekk að öllu leyti vel og einstaklega vand- ræðalaust hjá þessum 50 manna hópi sem fór vestur um haf. Síðustu nóttina var gist í Fargo í Bandaríkjunum og flogið heim kvöldið eftir. Gestrisni og gott viðmót fengum við alls staðar og vandalaust var að leysa úr því sem þurfti. Við erum öll farin að hlakka til næstu ferðar! Dómur fallin í máli Sveitar- félagsins gegn Ríkissjóði Þjóðlendumál Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. ágúst síðastliðinn var lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012 sem Sveitarfélagið Skagafjörður höfðaði gegn Ríkissjóði Íslands. Sveitarfélagið krafðist þess að felldur yrði úr gildi að hluta úrskurður óbyggða- nefndar í málinu nr. 1/2009 og 2/2009. Niðurstaða dómsins er sú að úrskurðir óbyggða- nefndar um þjóðlendur er staðfestur að mestu, en þó er fallist á að sellöndin í Una- og Deildardal séu eignarlönd sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkti á fundinum að áfrýja ekki dómi héraðs- dóms til Hæstaréttar Íslands. /KSE Hópurinn við styttuna af Jóni Sigurðssyni fyrir utan þinghúsið í Winnipeg. Fjölskyldan frá Brandsstöðum í gönguferð á Nýja-Íslandi. Sauðkrækingar í sólinni. Páll og Margrét, Steinunn og Atli. Skrúðganga í Gimli, verið að leggja af stað á vagninum. MYNDIR: JÓHANNA HELGA Rakel Gígja knapi mótsins Gæðingamót Þyts Gæðingamót Þyts var haldið sl. laugardag. Knapi mótsins valinn af dómurum var Rakel Gígja Ragnars- dóttir og glæsilegasti hestur mótsins var Grágás frá Grafarkoti. Hæst dæmda hryssa mótsins var Brúney frá Grafarkoti, knapi Elvar Logi Friðriksson, en verðlaunin eru gefin af Hrossaræktar- samtökunum. Fjórðu aukaverðlaunin sem veitt eru á Gæðingamóti Þyts eru til elsta keppenda í áhugamannaflokki en það var Eva-Lena Lohi sem hreppti þau. Fjórar pollar á aldrinum 2ja til níu ára tóku þátt í mótinu og stálu þau eins og nærri má geta athygli allra á svæðinu meðan þau voru í braut. Sagt er frá mótinu á vef Þyts. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.