Feykir


Feykir - 20.08.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 20.08.2015, Blaðsíða 4
4 31/2015 Körfubolti : 1. deild kvenna Dagana 9.–15. ágúst var rúmum 758 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var landað tæpum 29 tonnum á Hofsósi, rúmum 2,5 tonnum á Hvammstanga og rúmum 407 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta tæplega 1000 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 9.–15. ágúst á Norðurlandi vestra Nærri 1000 tonn að landi SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 2.512 Alls á Hvammstanga 2.512 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landbeitt lína 4.380 Arnar HU 1 Flotvarpa 314.750 Auður SH 94 Handfæri 1.683 Ásdís HU 24 Handfæri 1.731 Bergur sterki HU Landb.lína 628 Bjartur í Vík Handfæri 1.360 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.774 Diddi GK 56 Handfæri 928 Dúddi Gísla GK Lína 5.391 Eiður EA 13 Handfæri 2.533 Elín ÞH 82 Handfæri 1.847 Félaginn KÓ 25 Handfæri 1.995 Fjöður HU 90 Handfæri 1.769 Garpur ST 44 Grásleppunet 2.748 Geiri HU 69 Handfæri 2.592 Guðbjörg GK 666 Landb.lína 15.255 Guðmundur á Hópi Landb.lína 16.934 Guðrún R. HU 162 Handfæri 3.012 Gyðjan EA 44 Handfæri 718 Hafdís HU 85 Handfæri 2.539 Hafrún HU Dragnót 9.461 Hjördís HU 16 Grásleppunet 804 Húni HU 62 Handfæri 840 Jenný HU 36 Handfæri 1.570 Katrín GK 266 Landb.lína 20.674 Kristbjörg SH 112 Lína 20.633 Kristborg SH 108 Handfæri 2.421 Kristinn SH 812 Landb.lína 10.239 Muggur Hu 57 Landb.lína 8.077 Nonni HU 9 Handfæri 3.288 Ólafur Magnússon Net 199 Óli á Stað GK 99 Lína 43.761 Slyngur EA 74 Handfæri 2.747 Smári HU 7 Handfæri 1.716 Stefanía HU 136 Handfæri 3.180 Steini GK 34 Handfæri 256 Stella GK 23 Landb.lína 8.529 Sveinbjörg HU 49 Handfæri 2.229 Sæborg HU 80 Handfæri 2.027 Sæunn HU 30 Handfæri 3.275 Alls á Skagaströnd 530.493 HOFSÓS Álborg SK 88 Handfæri 2.953 Ásmundur SK 123 Landb.lína 5.836 Hafbjörg SK 58 Handfæri 2.452 Skáley SK 32 Handfæri 2.455 Von SK 21 Handfæri 2.010 Þorgrímur SK 27 Handfæri 2.447 Þorleifur EA 88 Dragnót 10.735 Alls á Hofsósi 28.888 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Handfæri 2.534 Fannar SK 11 Lína 2.422 Hafey SK 10 Handfæri 1.703 Helga Guðm. SK 23 Handfæri 1.587 Klakkur SK 5 Flotvarpa 81.754 Kristín SK 77 Handfæri 1.552 Málmey SK 1 Botnvarpa 306.563 Maró SK 33 Handfæri 869 Már SK 90 Handfæri 2.964 Nona SK 141 Handfæri 1.689 Óskar SK 13 Handfæri 387 Vinur SK 22 Handfæri 1.831 Þytur SK 18 Grásleppunet 1.218 Alls á Sauðárkróki 407.073 NLM Open í skotfimi lokið Skotfimi ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS NLM open mótið í skotfimi var haldið á skotsvæði Ósmann í Skagafirði um helgina en mótshald var í höndum Skotfélagsins Markviss. Heppnaðist það vel og veðrið lék við keppendur og mótsgesti, þrátt fyrir stöku skúr, vindhviðu og haglél, eins og segir á fés- bókarsíðu Skotfélagsins Mark- viss. Úrslit mótsins urðu eftirfarandi: B-flokkur Brynjar Þ Guðmundsson MAV Hörður Sigurðsson SÍH Helga Jóhannsdóttir SÍH A-flokkur Grétar Mar Axelsson SA G. Bragi Magnússon SA Guðmann Jónasson MAV Í fyrsta skipti í ár var krýndur Norðurlandsmeistari kvenna. Ekki var háð hörð barátta um titilinn þar sem að Snjólaug M. Jónsdóttir MAV var eini kvenkyns keppandinn. Baráttan var hins vegar aðeins meiri í karlaflokki en fór svo að Grétar Mar Axelsson var hæstur að fimm hringjum loknum, G. Bragi Magnússon í öðru sæti og Guðmann Jónasson í þriðja sæti. /KSE Keppendur á mótinu. MYND: FÉSBÓKARSÍÐA MARKVISS SveitaSælu- mót Hestamannafélögin í Skagafirði SveitaSælu-mót verður haldið laugardaginn 22. ágúst nk. á félagssvæði Léttfeta. Keppnisfyrir- komulag er á þann veg að þrír eru inná í einu. Keppt verður í eftirtöld- um flokkum: A-flokkur = Tölt, Brokk, Skeið. B-flokkur = Hægt tölt, Brokk, Yfirferðar- tölt. C flokkur – Nýr flokkur = Tölt eða Brokk, Stökk 100m Skeið. Veðurspáin fyrir laugar- daginn er ekki amaleg en reikna má með skýjuðu en stilltu veðri og hitastigi eitthvað á annan tuginn. Það ætti því ekki að væsa um keppendur og áhorfendur á SveitaSælunni. /BÞ og ÓAB „Lífsins skák“ komin út Minningar Önnu P. Þórðardóttur Út er komin bókin Lífsins skák, sem inniheldur minningar Önnu P. Þórðardóttur á Sauðárkróki. „Mig langar að til að segja sögu mína sem er að mörgu leyti all sérstæð,“ er haft eftir Önnu sjálfri á bókarkápu. Auk minninga Önnu segja nokkrir samferðamenn frá kynnum sínum af henni í sérstökum bókarköflum. Anna, sem fagnaði áttatíu ára afmæli sínu síðastliðið vor, hefur unnið að ritun bókarinnar og notið til þess aðstoðar Þóru Kristjánsdóttur og Ingibjargar Hafstað, auk þess sem Krist- mundur Bjarnason hvatti hana mjög til að færa sögu sína í letur. Í tilefni af útgáfu bókarinnar taka Anna, og aðrir sem að út- gáfunni standa, á móti gestum í sal Dvalaheimilis aldraðra á Sauðárkróki á morgun, föstu- daginn 21. ágúst, kl. 16-18. Þar verða fyrstu eintök bókarinnar til sölu og kostar hún 3.500 krónur. Bókin verður síðan til sölu hjá Önnu Þórðardóttur í síma 892 4619, Þóru Kristjánsdóttur í síma 453 5405 og Ingibjörgu Hafstað í síma 453 5531. /KSE Fjórir Íslandsmeist- arar frá UMSS Meistaramót Íslands 15–22 ára á Sauðárkróki Fjölmennt Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum fór fram í góðu veðri á Sauðárkróki um helgina. Um 200 keppendur tóku þátt í mótinu og þar af voru nokkrir skagfirskir keppendur sem áttu gott mót. Í hóp keppenda frá UMSS voru fjórir Íslandmeistarar; þau Gunnar Freyr Þórarinsson sem var í 1. sæti í sleggjukasti 16-17 ára, Ísak Óli Traustason sigraði í 110m grindarhlaupi 20-22 ára, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki 18-19 ára og 100m grindahlaupi 18–19 ára en hún stökk 1,63 m í hástökk sem er mótsmet. Laufey Rún Harðar- dóttir varð Íslandsmeistari í kúluvarpi 20-22 ára. Úrslit keppenda UMSS voru eftirfarandi: Gísli Laufeyjarson Höskuldsson var í 10. sæti í langstökki pilta 15 ára og í 5. sæti í kúluvarpi 15 ára. Gunnar Freyr Þórarinsson sigr- aði í sleggjukasti 16-17 ára, Vésteinn Karl Vésteinsson varð í 3. sæti í þeim flokki og Rúnar Ingi Stefánsson í fimmta. Gunnar hafnaði einnig í 4. sæti í kúluvarpi 16-17 ára og Rúnar Ingi í 5. sæti. Gunnar Freyr keppti einnig í kringlukasti 16- 17 ára og varð í 7. sæti og Rúnar Ingi í því 9. Drengirnir kepptu jafnframt í spjótkasti 16-17 ára, þar varð Rúnar Ingi í 6. sæti og Gunnar í því sjöunda. Kristinn Freyr Briem Pálsson var í 6. sæti í 200m hlaupi pilta 16-17 ára. Þá varð Sveinbjörn Óli Svavarsson í 2. sæti bæði í 100m og 200m hlaupi 18-19 ára. Hákon Ingi Stefánsson varð í 4. sæti í spjótkasti 18-19 ára og 6. sæti í kringlukasti 18-19 ára. Sem fyrr segir varð Ísak Óli Traustason Íslandsmeistari í 110m grindarhlaupi 20-22 ára en þar að auki var hann í 3. sæti í 100m og 400m hlaupi 20-22 ára, í 4. sæti í langstökki pilta og 5. sæti í kringlukasti. Jóhann Björn Sigurbjörnsson hreppti 2. sætið í 100m og 200m hlaupi 20-22 ára. Hrafnhildur Gunnarsdóttir var í 2. sæti í kúluvarpi stúlkna 16-17 ára, 4. sæti í kringlukasti og 3. sæti í sleggjukasti. Vala Rún Stefánsdóttir var í 4. sæti í spjótkasti 16-17 ára. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir var í 5. sæti 100m hlaupi 18-19 ára, 7. sæti í kúluvarpi 18-19 ára, 7. sæti í kringlukasti, 4. sæti í spjótkasti og í 3. sæti í sleggjukasti. Þá varð Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari í hástökki 18-19 ára, 100m grindahlaupi, 2. sæti í þrístökki 18-19 ára, 5. sæti í kúluvarpi og í kringlu. Laufey Rún Harðardóttir varð Íslands- meistari í kúluvarpi 20-22 ára, 3. sæti í kringlukasti og 2. sæti í spjótkasti. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.