Feykir


Feykir - 20.08.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 20.08.2015, Blaðsíða 5
31/2015 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS við Hesteyri 550 Sauðárkróki Sími 455 9200 www.tengillehf.is við Hesteyri 550 Sauðárkróki Sími 455 7900 www.fjolnet.is Borgarmýri 1 Sími 453 5433 www.stettarfelag.is Skagfirðingabraut 45 550 Sauðárkróki Sími 510 7716 www.momentum.is Eyrarvegi 21 550 Sauðárkróki Sími 455 4610 www.ks.is skagFIRÐINGAR! til hamingju með sveitasælu 2015 Austurvegur 69 800 Selfoss Sími 480 0400 www.jotunn.is Kjarnanum við Hesteyri Sími 455 4500 www.ks.is Verslunarmannafélag Skagafjarðar Verslun KS í Varmahlíð Sími 455 4680 www.ks.is VARMAHLÍÐ Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki Sími 455 6200 www.skv.is Eyrarvegi 20 550 Sauðárkróki Sími 455 4500 www.ks.is Aðalgötu 19 550 Sauðárkróki Sími 467 3133 Sláturhús KVH Hvammstanga Sími 455 2330 Aðalgötu 21 550 Sauðárkrókur Sími 453 5050 www.stodehf.is VERKFRÆÐISTOFA Hesteyri 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 4500 Aðalgötu 15 550 Sauðárkrókur Sími 453 6454 www.olafshus.is Ógleymanleg ferð Stúlkurnar í Tindastóli/Hvöt fóru á Gothia Cup Dagana 10. – 18. júlí fórum við stelpurnar í 3. flokki Tindastóls/Hvatar í langþráð fótboltaferðalag á Gothia Cup í Svíþjóð. Ýmislegt var brallað í ferðinni þó að fótboltinn hafi alltaf verið númer eitt. Við flugum út föstudaginn 10. júlí og gistum í Lyndby skóla sem var vel staðsettur því það var stutt í sporvagnana, búðir og skólann sem við borðuðum í. Í skólanum gistu fjögur íslensk lið og lið frá Indlandi, Tékklandi og Þýskalandi. Við spiluðum á móti liðum frá Svíþjóð, Eistlandi, Abu Dhabi og Noregi. Þetta voru allt mjög flott lið og allir leikir sem við spiluðum voru baráttuleikir. Það var mikil upplifum að spila á móti svona rosalega góðum liðum og við lærðum mjög mikið sem við munum taka með okkur í restina af leikjunum hérna heima. Yfir 50.000 manns lögðu svo leið sína á opnunarhátíðina sem var rosalega flott! Á opnunar- hátíðinni eru öll lönd sem taka þátt í mótinu kynnt og labbar eitt lið frá hverju landi inn á völlinn fyrir þeirra hönd. Fyrir Íslands hönd var það lið Stjörnunnar. Það var virkilega gaman að sjá alla þessa ólíku menningarheima koma saman á Ullevi því stemn- ingin var gríðarleg og maður var með gæsahúð allt kvöldið. Við nýttum hvert einasta tækifæri, þegar við vorum ekki að fara að spila, í að fara í verslunarmiðstöðina og versla eða fara í tívolíið í Liseberg sem við fengum sérstakan vikupassa í. Það sem gerði þessa ferð svona góða var skemmtilegt fólk, gott veður og síðast en ekki síst, skemmtilegur fótbolti og and- stæðingar. Þessi ferð verður alveg ógleymanleg og við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu okkur kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur þegar við vorum í fjáröflunum. TEXTI: Áróra Árnadóttir MYNDIR: Alexandra Guðjónsd. Farið yfir málin í Svíþjóð. Svekkelsi í Breiðholtinu 2. deild karla Tindastólsmenn fóru enga frægðarför í Breiðholtið þar sem þeir mættu toppliði ÍR í 2. deildinni sl. föstudag. Heimamenn voru snöggir upp á lagið og voru komnir yfir eftir fjórar mínútur en staðan í hálfleik var 3-0. Í síðari hálfleik gerði síðan fyrrum fyrirliði Stólanna, Björn Anton Guðmundsson, eina markið og sendi kveðju heim á Krók. Lokatölur 4-0 og staða Stólanna þyngdist þar sem önnur úrslit voru ekki hagstæð. Stólarnir eru í 10. sæti með 16 stig og óhagstæða markatölu. Næsti leikur er gegn Sindra á Króknum nk. laugardag. /ÓAB Stólastúlkur óheppnar á Húsavík 1. deild kvenna Tindastólsstúlkur heimsóttu Völsung Húsavík í síðustu viku en fyrirfram var reiknað með erfiðum leik þar sem Húsvíkingar höfðu unnið alla sína leiki það sem af var sumri. Heimastúlkur komust yfir á 21. mínútu með marki frá Hafrúnu Olgeirsdóttur en Kolbrún Ósk Hjaltadóttir jafnaði metin á 38. mínútu. Sunna Atladóttir kom Stólunum yfir snemma í síðari hálfleik og allt stefndi í frábæran Tindastólssigur. Það varð þó ekki því þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leik- tíma jafnaði Dagbjört Ingvarsdóttir metin fyrir Völsung. Lokatölur því 2-2 sem verða að teljast góð úrslit en engu að síður svekkjandi. Lið Tindastóls er nú í 3ja sæti C-riðils í 1. deild kvenna og á eftir að spila einn leik í sumar. Hann fer fram í Boganum á Akureyri á föstudaginn kl. 18:30 en þá mætir Tindastóll liði Hamr- anna sem getur með sigri skotist upp fyrir Stóla- stúlkur í riðlinum. Það verður því spilað upp á þriðja sætið á Akureyri. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.