Feykir


Feykir - 20.08.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 20.08.2015, Blaðsíða 8
8 31/2015 Ættforeldrar ábúenda á Reykjavöllum Hér er farið stutt yfir sögu og byrjað á að kynna ættforeldra þeirra sem settust að á Reykjavöllum. Upprunann má rekja til Valadals í Víðimýrar- sókn. Hjónin Björn Ólafsson (1791-1864), frá Valadal og Margrét ,,yngri“ Björnsdóttir (1791-1863) frá Auðólfsstöðum í Langadal, keyptu jörðina Valabjörg á Skörðum og bjuggu þar af miklum myndarskap. Björn fékk viðurnefnið hinn SAMANTEKT Þórunn Erla Sighvats Reykjavellir í Lýtingsstaðahreppi - til minningar um búsetu sömu fjölskyldunnar þar í 127 ár Eftirfarandi söguágrip er tekið saman af tvennu tilefni. Annað er afmælisdagurinn 19. ágúst 2015, en þá hefði Andrés Pétur Pálmason, bóndi á Reykjavöllum orðið 85 ára hefði honum enst aldur, en hann andaðist í janúar sl. Hitt tilefnið er að minnast þess að lokið er samfelldri búsetu sömu fjölskyldunnar á Reykjavöllum, frá 1885 til 2012. ríki, varð fjárríkur vel og einn af fimm sjálfseignarbændum Seyluhrepps á sínum blómatíma. Hjónin í Valabjörgum eignuðust fimm syni, þrír komust upp, elstur var Björn (1821-1877), forfaðir fjölskyldunnar á Reykjavöllum. Björn Björnsson fékk ungur titilinn vefari. Hann kvæntist árið 1844 Halldóru Jónsdóttur (1815-1887), frá Leifsstöðum í Svartárdal. Krókótt leið að Reykjavöllum Ungu hjónin, Björn og Halldóra settust fyrst að í Valadal og bjuggu þar til 1849. Þar fæddust þrír elstu synirnir af fimm, Lárus Þórarinn (1844-1924), Magnús (f. og d. 1846) og Björn Jón (1847-1931). Á árunum 1849 til 1852 bjuggu þau í Syðra-Vallholti, Stokkhólma og Valabjörgum með þrjá syni, því að fæddur var og skírður enn einn Björn (1851-1920). Í Skyttudal í Bólstaðarhlíðarsókn bjuggu þau 1852-1858 og þar fyrir vestan fæddist yngsti sonurinn, Jón Andrés (1857- 1905), síðar bóndi á Reykja- völlum. Enn lá leiðin að Vala- björgum og bjuggu þau þar 1858-1867. Systkinin frá Reykjavöllum, börn Guðrúnar A. Valberg og Pálma Sveinssonar: f.v. Pétur, Sveinn, Rósa, Herdís og Hólmfríður. MYND: ÚR EINKASAFNI Ættliðir og ábúendur á Reykjavöllum 1885-2012: 1. ættl.: (Björn Björnsson 1821-1877) Halldóra Jónsdóttir (1815-1887) = 2 ár 2. ættl.: Jón Andrés Björnsson (1857-1905) = 20 ár Guðrún J. Reykdal (1855-1929) = 33 ár 3. ættl.: Pálmi Sigurður Sveinsson (1883-1967) = 32 ár Guðrún A. Valberg (1889-1955) = 34 ár 4. ættl.: Andrés Pétur Pálmason (1930-2015) = 60 ár þó fannst laglegur lykill af víkingaaldar gerð. Beinagrind- urnar voru í ágætu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera grafnar ofan í leirkennda jökulmöl. „Góð varð- veisla mannabeina er mikilvæg fyrir rannsóknargildi kirkju- garðsins. Greining mannabeina- safnsins gefur einstaka sýn inn í tilvist þessa fólks; hvaðan það kom, hvernig heimili voru samansett, hvað fólk borðaði, hvort það leið skort eða lifði við ofbeldi, hver meðalaldurinn var, hvaða sjúkdóma menn glímdu við og hvaða lífslíkur fólk hafði almennt. Auk þess getur rannsókn á greftrunarsiðum og hvar fólk fékk leg innan garðs gefið til kynna félagsstöðu einstaklinga. Garðurinn og túlkun minja í honum draga upp mynd af því hvernig venjuleg heimili brugðust við nýjum trúarbrögðum og hvernig þróun kristni og kirkjuvalds speglast í tilvist heimilisgrafreitanna og ekki síst í hvenær og hvernig þeir voru aflagðir.“ Rannsókninni er nýlokið og því ekki byrjað að vinna úr niðurstöðum nema að litlu leyti en að sögn Guðnýjar er veturinn notaður til úrvinnslu, grein- inga og samantekt- ar ýmissa rann- sóknarniðurstaða. Næsta sumar er svo annar þriggja áfanga rannsókn- arinnar en þá segir Guðný að farið verði í rannsóknir á jörðum sem ekki voru teknar fyrir í sumar, auk þess sem haldið verður áfram í Keflavík. Að lokum vill Guðný koma á framfæri þökkum til íbúa Hegraness fyrir góðar við- tökur og mikla hjálpsemi. „Við höfum átt frábært samstarf við Þór- eyju Jónsdóttur og Jóhann Jóhannsson í Keflavík en það var einmitt glöggskyggni Þóreyjar sem varð í upphafi til þess grafreiturinn þar fannst. Sveitarfélagið hefur einnig styrkt verkefnið dyggilega sem og margir einstaklingar sem of langt mál væri að telja upp hér.“ Hægt verður að fylgjast með rannsókninni á heimasíðu Byggðasafnsins og á Fésbókarsíðu verkefnisins www.facebook.com/icelandscass þar sem birtar verða rannsóknarniðurstöður. Tökulið frá sjónvarpstöðinni BBC var statt hér á landi í sumar til að taka upp heimildaþátt sem ber vinnuheitið „Leyndarmál víkinganna“. Þættirnir fjalla um bandaríska fornleifafræðinginn Söru Parcak sem sérhæfir sig í notkun gervihnattamynda til greiningar á fornleifum sem ekki eru greinanlegar ofanjarðar. Þættir um Söru, frá því þegar hún var á ferð um Egyptaland og Grikkland, hafa m.a. verið sýndir í Ríkissjónvarpinu. Nú skoðar hún staði á norðurslóðum og hvort hægt sé að greina minjar frá Víkingaöld með sömu tækni. Að sögn Guðnýjar Zoëga fréttu þáttagerðarmenn BBC af byggðasögurannsókn byggðasafnsins í Hegranesi og höfðu samband. Upptökur fóru fram í Keflavík og Ási í Hegranesi, Hofi í Hjaltadal og Kringlumýri í Akrahreppi. Ekki liggur fyrir hvenær þátturinn verður til sýningar ytra. Byggðasafnið í BBC Leyndarmál víkinganna Varðveisla beinagrindanna var ágæt þrátt fyrir að þær hefðu verið grafnar ofan í leirkennda jökulmöl.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.