Feykir


Feykir - 19.11.2015, Page 6

Feykir - 19.11.2015, Page 6
6 44/2015 Mér líður vel með góða borvél og sandpappír í höndunum Hvað ertu með á prjónunum? Freyja Ólafsdóttir Hvammstanga Nú er maður bara að byrja að hugsa til jólanna og eins og svo oft áður þá ætla ég að búa til gjafirnar, en það vill stundum eitthvað fara út um þúfur þegar jólin eru alveg að koma og tíminn búinn. En ég er nýbúin að prjóna Frozen peysu og langt komin með peysu með fótboltamunstri sem ég á eftir að útfæra, spurning hvort þær fara í jólapakka. Hvernig færðu hugmyndirnar? -Ég fæ reyndar oft hinar furðulegustu hugmyndir og þykir gaman að grúska á síðum og breyta og bæta. Góðar vinkonur mínar eru líka ómetanlegar við svona grúsk. Ég er kannski ekki þessi týpíska handavinnu kona því það er svo margt skrítið sem heillar mig, t.d. ætla ég á næstunni að gera upp gamalt húdd af traktor og gera eitthvað skondið úr því, mér þykir svo gaman að reyna að gera eitthvað úr gömlum hlutum (drasli) og finna hlutunum nýtt hlutverk, það er eiginlega alveg sama hvað það er. Fólkinu mínu í Freyja smíðaði sér þetta sófaborð. MYNDIR: ÚR EINKASAFNI sem stendur upp úr hjá mér núna eru kindurnar mínar sem ég prjóna og þæfi, þær hafa þróast með tímanum og eru núna komnar með gæru. Mér finnast kindur svo skemmtilegar og þær eru miklir vinir mínir og þess vegna fór ég að reyna að búa þær til heima á eldhúsborði. Ég held mikið uppá töskuna með hvítu hrosshúðinni, hana gerði ég frá grunni, saumaði töskuna, sútaði skinn af fótunum af reiðhestinum mínum, sem varð að fella, og setti skinnið á töskuna. Ég var líka pínu montin þegar yngra banabarnið mitt var skírt í kjólnum sem ég gimbaði. Þetta eru svona þeir hlutir sem standa nálægt hjartanu á manni. Hina töskuna á myndinni saumaði ég ekki sjálf en húð af þremur höfðingjum sútaði ég og setti á hana og ég átti tvo þeirra. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? -Ég byrjaði eins og svo margir að gera handavinnu í grunnskóla, mér fannst alltaf voða gaman þegar kom að þeim tímum. Mamma var og er enn alltaf að gera eitthvað í höndunum og hún er mín fyrirmynd í því, var alltaf að gera eitthvað á okkur krakkana og síðar á barnabörnin. Hún og pabbi voru líka alltaf að smíða eitthvað og þaðan hlýtur spýtuáhuginn að vera kominn. Ilmur af timbri er besta lykt sem til er. Eitt sinn vantaði mig sófaborð, þá varð maður bara að smíða sér það, svo vantaði mig stofuskáp, þá bara gerði ég hann en fékk reyndar góða hjálp við hurðina, maður bara reddar sér ef eitthvað vantar. Þótt ég hafi gaman af að prjóna og geri talsvert af því þá er ekkert skemmtilegra en að hafa góða borvél og sandpappír í höndunum, þá líður mér vel. Ég ætla að skora á Jóhönnu Jósepsdóttur, en hún er mikil handverkskona. UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir TILBOÐ Á MÁLNINGU FRÁ FLUGGER Vorum að taka í notkun nýja málningarvél frá Flugger. Í tilefni af því verður tilboð á vörum frá Flugger fimmtudaginn 19., föstudaginn 20. og laugardaginn 21. Hættumatsnefnd Skagafjarðar Tillaga að hættumati vegna ofanflóða á Sauðárkróki var kynnt á íbúafundi þar síðastliðinn fimmtudag, 12. nóvember 2015, í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000. Tillagan liggur nú frammi til frekari kynningar í Ráðhúsinu að Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki til föstudags 18. desember 2015. Athugasemdir má senda á Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúa, tölvupóstfang jobygg@skagafjordur.is í síðasta lagi 18. desember 2015. Hættumat fyrir Sauðárkrók kringum mig finnst ég stundum mjög skrítin, en það bara verður að hafa það. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? -Það Gimbaður skírnarkjóll á barnabarnið. Freyja sútaði skinnið á töstkunum sjálf. Þessa tösku gerði Freyja frá grunni og notaði skinn af fótunum á reiðhestinum sínum. Freyja þæfir mikið ull. Feykir.is Smá í Feyki :: Síminn er 455 7171 smáAUGLÝSINGAR Íbúð óskast leigð Óska eftir 2-3 herberja íbúð til leigu á Sauðárkróki eða nágrenni. Upplýsingar í síma 862 5843.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.