Feykir


Feykir - 07.01.2016, Side 8

Feykir - 07.01.2016, Side 8
8 01/2016 Biður um góðviðrasamt sumar Hvað finnst þér eftirminnilegast sem gerðist á þínu svæði á nýliðnu ári? -Það er nú erfitt að nefna eitthvað eitt, mér fannst auðvitað framganga Tindastóls í körfuboltanum sl. vor mjög skemmtileg og margir skemmtilegir viðburðir sem hér fóru fram. Ég ætla líka að nefna framkvæmdir vegna fyrirhugaðs Landsmóts hestamanna á Hólum sem fram fóru sl. haust, það var mjög gaman að fylgjast með þeim og þeirri jákvæðni sem byggst hefur upp hér og annars staðar gagnvart þessu móti. Hver var skemmtilegasta uppákoman að þínu mati? -Nú verð ég að vera mjög sjálflægur og segja að Drangey Music Festival á Reykjum á Reykjaströnd 27. júní hafi verið eftir- minnilegasta uppákoman! Frábær tónlist, æðislegt veður og yndislegir gestir bjuggu til einhvern galdur sem mjög gaman var að upplifa. Hvernig voru jólin og áramótin hjá þér? -Þau voru ósköp róleg og ljúf, hefðbundin bókalestur, góður matur og samvera með góðu fólki. Hvernig spáir þú nýju ári? -Ég hef nokkuð góða tilfinningu fyrir þessu ári, ég bið um góðviðrasamt sumar og góða heilsu fyrir mitt fólk, ef það gengur sæmilega eftir verð ég sáttur! Eitthvað að lokum? -Gleðilegt ár til þeirra sem þetta lesa, vona að það verði farsælt til sjávar og sveita. /BÞ Litið um öxl á nýju ári Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Viðburðarríkt ehf. og Landsmóts hestamanna 2016, Sauðárkróki 15/16 Áskell Heiðar (lengst til hægri) á DMF ásamt Aldísi Fjólu systur sinni, Sigtryggi Baldurs og Emiliönu Torrini. MYND: BÞ Góð veiði í húnvetnsku ánum er eftirminnileg Hvað finnst þér eftir- minnilegast sem gerðist á þínu svæði á nýliðnu ári? -Það sem mér fannst eftir- minnilegast var mjög góð veiði í húnvetnsku ánum. Ég naut góðs af því ásamt góðum félögum m.a. við veiðar í Svartá, Blöndu og Hrúta- fjarðará. Hver var skemmtilegasta uppákoman að þínu mati? -Skemmtilegasta uppákoman var formleg opnun hjá Pacta lögmönnum á Sauðárkróki. Þar mætti mikið af góðu fólki og ætlun okkar hjá Pacta er að veita góða og trausta lögfræðiþjónustu í Skagafirði. Vonandi verða Skagfirðingar duglegir að nýta sér þessa þjónustu því það er auðvitað forsendan fyrir því að þetta gangi. Önnur mjög skemmti- leg uppákoma voru tónleikar Litið um öxl á nýju ári Stefán Ólafsson hæstaréttarlögmaður hjá Pacta á Blönduósi 15/16 Sæmdur fálkaorðunni Tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson Tónlistarmaðurinn Geirmund- ur Valtýsson var á nýársdag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíð- lega athöfn á Bessastöðum. Orðuna hlaut Geirmundur fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar. Sem kunnugt er hefur Geirmundur verið vinsæll tónlistarmaður í áratugi og gefið út fjölmargar plötur, sungið á tónleikum og dansleikjum. Nú síðast gaf hann út plötuna Skagfirðingar syngja, þar sem fjöldi skagfirskra tónlistarmanna syngur ásamt honum sjálfum. Allt þetta hefur hann gert meðfram búskap og starfi sínu sem fjármálastjóri Kaupfélags Skagfirðinga, en hann lét þar af störfum nú um áramótin. /KSE Forsetahjónin ásamt þeim sem sæmdir voru heiðursmerki. MYND: Forseti.is áramótin voru hefðbundin. Um jólin höfðum við systur mína og hennar fjölskyldu hjá okkur en þau búa í Örebro í Svíþjóð. Síðan voru þarna tvær ömmur og einn afi að auki. Um áramótin er venjulega opið hús hjá okkur Erlu eftir miðnætti og fengum við nokkra góða gesti sem fóru þó óvenjulega snemma heim að þessu sinni. Hvernig spáir þú nýju ári? -Það er aðallega undir okkur sjálfum komið hvernig nýtt ár verður, þó svo að við fáum ekki öllu ráðið. Ég held að árið 2016 verði mjög gott ár og að svæðið okkar fari að komast betur í gang. Þar verða allir að leggjast á eitt, einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. Samstarf og samvinna skiptir miklu máli og auðvitað væri einfaldast að Norðurland vestra væri eitt sveitarfélag. Eitthvað að lokum? -Að lokum er það bara gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á liðnum árum. /BÞ Leit að húsnæði fyrsta verkefnið Menningarfélag Húnaþing vestra stofnað Rétt fyrir áramót var stofnað Menningarfélag Húnaþings vestra. Vilhelm Vilhelmsson og Sigurvaldi Ívar Helgason stóðu fyrir stofnun félagsins og boðuðu til fundar þriðjudaginn 29. desember sl. Tilgangur félagsins er að hlúa að og styðja við hvers kyns menningarstarfsemi í Húnaþingi vestra og þá einkum með rekstri húsnæðis undir slíka starfsemi. Hugmyndin hafði verið alllengi í gerjun áður en henni var hrint í framkvæmd. Í samtali við Feyki rétt fyrir áramót sagði Vilhelm að næsta skref væri að leita eftir hentugu húsnæði, sem til dæmis gæti hýst tónlistarsköpun, Áhugasamir gestir á stofnfundinum. MYND: Norðanátt.is myndlist og aðra menningar- starfsemi. Hann sagði mikinn áhuga og grósku í menningarlífi Vestur-Húnvetninga og bindur miklar vonir við stofnun hins nýja félags. Þeir sem vilja bætast í hóp þeirra ellefu sem tóku þátt í stofnun félagsins geta sent tölvupóst á netfangið menhunvest@gmail.com. /KSE hjá okkur í hljómsveitinni Demó milli jóla og nýárs sem tókust mjög vel og voru vel sóttir. Fyrir mig persónulega var stærsta uppákoman að verða afi í fyrsta skiptið og að spila og syngja eitt lag í kirkjunni á Sauðárkróki við skýrn afastelpunnar minnar. Hvernig voru jólin og áramótin hjá þér? -Jólin og Breytt fyrirkomulag Laxveiði í Blöndu næsta sumar Á vef Lax-á eru kynntar breytingar á veiðireglum í Blöndu í sumar. Þar segir að Blanda fóstri ákaflega sterkan sjálfbæran stofn og vilji sé til að tryggja að svo verði áfram. Sem hluti af veiðistjórnun verði settur sanngjarn en ríflegur kvóti á öll svæði. Ekki verður heimilt að færa kvóta á milli vakta. Metveiði var í Blöndu síðastliðið sumar en þá voru færðir til bókar 4.829 laxar, sem er rúmlega tvöföldun á fyrra meti en það var 2.777 laxar. Nánar er greint frá breyttum reglum á hverju svæði fyrir sig á vefnum Lax-á.is. /KSE

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.