Feykir


Feykir - 28.01.2016, Qupperneq 2

Feykir - 28.01.2016, Qupperneq 2
2 04/2016 Það er alltaf gaman að gera góð kaup, kíkja á útsölur eða flóamarkaði og sjá hvort maður rekist ekki á einhverjar gersemar. Ég hef heyrt um fólk sem hefur aldeilis dottið þar í lukkupottinn, rekist á fágætar bækur, einstaka hönnunar- mublur eða listaverk á slíkum mörkuðum. Þá hef ég heyrt um aðra sem hafa fengið aukasendingar þegar pantað hefur verið í gegnum netversl- anir, stundum er það með vilja gert til að gleðja viðskipta- vininn og hvetja hann til fram- tíðarviðskipta. Ég hef einmitt verslað við netverslun sem seldi taubleiur og stundaði slíkt. Eigandinn stakk alltaf einhverju aukalega í pakk- ann, ég var alltaf hæstánægð og stóð mig að því að verða spennt fyrir næstu kaupum og sjá hvað leyndist í pakkanum næst. Veit ekki hvort sama „sálfræðitrixið“ var hugsunin á bakvið síðustu kaup mín í gegnum netverslun á dögunum, sem í það skiptið var frá Quepec í Kanada. Ég keypti mér þennan gasalega flotta notaða mokkajakka og beið spennt eftir sendingunni í heila tvo mánuði. Um leið og tilkynningin kom brunaði ég á pósthúsið og sótti jakkann. Mér þótti hann flottari en ég átti von á, svartur, hlýr og dásamlega mjúkur. Ég smeygði mér í jakkann og stakk höndunum í vasann - „hvað finn ég hér,“ hugsa ég með mér og tek höndina upp úr vasanum og held á litlum glærum poka með hvítu dufti. Ég varð ein augu, þessu átti ég ekki von á… Best er að taka fram að umræddum poka var þegar í stað komið til lögreglunnar á Sauðárkróki. Annað hvort hefur seljandi jakkans ætlað að gera svona rosa vel við mig í von um að gera mig að fastakúnna. Eða þá að þetta hafi verið „stass“ fyrrum eiganda jakkans. Jakkinn er líklega frá því milli 1980-90, hann leit út eins og ónotaður þegar ég fékk hann í hendurnar þannig að fyrri eigandi hlýtur að hafa átt nóg af peningum og ekki viljað láta sjá sig oftar en einu sinni í hverri flík. Það að „stassið“ hafi gleymst í jakkanum styrkir þá tilgátu. Þá gaus upp megn lykt af permanenti þegar jakkinn var tekinn úr umbúðakassanum. Þannig að það er dagljóst að jakkinn hefur verið í eigu skemmtanaglaðrar 80´s poppstjörnu með permó! Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Alltaf að græða…eða hvað? Rætt um samfélagsleg áhrif virkjanakosta Íbúafundur í Skagafirði Íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi er boðið til opins íbúafundar á Kaffi Krók Sauðárkróki laugardaginn 30. janúar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði. Til fundarins boðar faghópur 3, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orku- nýtingaráætlunar, í samvinnu við við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. „Markmið íbúafundarins er að fá fram sem gleggsta mynd af ólíkum viðhorfum íbúa í Skaga- firði til mögulegra samfélags- áhrifa þeirra virkjunarkosta í Skagafirði sem nú eru til umfjöllunar í rammaáætlun. Fundurinn er einn af þremur íbúafundum sem faghópur 3 og Félagsvísinda-stofnun efna til í þessum tilgangi; sambærilegir íbúafundir voru haldnir á Selfossi 12. desember sl., en sá fundur fjallaði einkum um virkj- anakosti í neðri hluta Þjórsár, og á Kirkjubæjarklaustri 23. janúar þar sem viðfangsefnið var við- horf íbúa í Skaftárhreppi til virkjanakosta í sveitarfélaginu,“ sagði Jón Ásgeir Kalmansson, nýdoktor við Háskóla Ísland og formaður faghópsins við Feyki. Auk Jóns Ásgeirs skipa fag- hópinn; Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur og lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Dóra Guðrún Guð- mundsdóttir sálfræðingur og sviðsstjóri Embættis landlæknis, Magnfríður Júlíusdóttir, land- fræðingur og lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur og ný- doktor við Háskólann í Reykjavík. Faghópnum er ætlað að leggja mat á samfélagsleg áhrif þeirra virkjunarkosta sem eru til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar, sem nú stendur yfir (frekari upplýsingar um rammaáætlun má finna á http:// www.ramma.is/). „Íbúafundirnir eru meðal annars hugsaðir sem áfangi í rannsóknum á áhrifum virkj- anakosta á íbúa og sveitarfélög. Þeir fela í sér vissa nýjung þar eð fundir um þetta efni hafa ekki verið haldnir áður með sam- bærilegum hætti hér á landi. Það er von faghóps 3 að fundirnir geti verið jákvætt innlegg í málefnalega umræðu um virkjanakosti og samfélag í þeim sveitarfélögum sem þeir eru haldnir,“ sagði Jón Ásgeir ennfremur. Félagsvísindastofn- un mun gera grein fyrir niður- stöðum þessarar íbúafunda í skýrslum sem gerðar verða opinberar á vef rammaáætlunar. Fundurinn verður frá kl. 13:00-16:00 á Kaffi Krók og er opinn öllum íbúum sveitar- félagsins á meðan húsrúm leyfir. Þátttakendum verður skipt í minni hópa til að ræða áhrif fyrirhugaðra virkjana á sam- félagið. Boðið verður upp á veitingar. /BÞ „Langar helst að knúsa alla“ Róbert Daníel er maður ársins 2015 í Austur-Húnavatnssýslu Lesendur Húnahornsins hafa valið Róbert Daníel Jónsson, forstöðumann í Íþrótta- miðstöðinni á Blönduósi, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2015. Róbert hefur verið iðinn við að taka myndir af húnvetnskri náttúru og mannlífi og deilt þeim á veraldarvefinn þar sem þær hafa vakið athygli margra á fegurð svæðisins og áhugaverðum stöðum í sýslunni. Tilkynnt var um valið á þorrablóti Vökukvenna sem haldið var í Félagsheimilinu á Blönduósi sl. laugardagskvöld. „Ég var ótrúlega ánægður og stoltur að fá þessa viðurkenningu. Ég vona að ég eigi hana skilið og ég geti haldið áfram á þessari braut að hjálpa til við að kynna Austur-Húnavatnssýslu,“ sagði Róbert í samtali við Feyki. Þegar hann er spurður hvort að tilnefningin hafi komið honum á óvart viðurkennir Róbert að hann hafi ekki alveg komið að fjöllum. „Ég væri að ljúga ef ég segði nei því margir höfðu komið til mín, frá því í desember og fram að þorrablóti Vökukvenna þar sem niðurstaðan í valinu var kynnt, og sagst ætla að Róbert og fjölskylda. MYND: ÚR EINKASAFNI kjósa mig því það væri þakklátt fyrir mitt framlag til samfélagsins. Þannig að mig var farið að gruna að þetta gæti gerst. Það var samt svo skrítið, öllum þykir gaman að fá hrós og að fólk segi fallega hluti um það, en ég var farinn að verða smá stressaður þegar fólk nefndi það að ég ætti að vera valinn maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Það fannst mér svo stór og mikil viðurkenning,“ segir Róbert og bætir við að fullt af fólki í Austur- Húnavatnssýslu hafi verið að gera flotta hluti á árinu 2015. „Því bjóst ég alls ekki við þessu fyrr en margir fóru að koma til mín og segja mér að þau hefðu kosið mig.“ Að lokum segist Róbert vera þakklátur og hamingjusamur. „Mér finnst að ég eigi heima á besta stað í heimi og langar helst að knúsa alla.“ Feykir óskar Róberti til hamingju. Lesendur Feykis hafa í gegnum tíðina fengið að njóta myndasnilli Róberts í blaðinu en þess má geta að mynd eftir hann prýðir forsíðu blaðsins. /BÞ Jesus Christ Superstar frumsýnt um páskana Æfa rokkóperu í Miðfirði Ungmennafélagið Grettir í Miðfirði ætlar að frumsýna rokkóperuna Jesus Christ Superstar í Félagsheimli Hvammstanga um páskana en æfingar standa nú yfir. Leikstjóri er Sigurður Líndal. Öll tónlistin er í höndum heimamanna. Daníel Geir Sigurðsson er tónlistarstjóri og Ingibjörg Jónsdóttir heldur utan um skipulag sýningarinnar. Alls munu tuttugu og fimm manns taka þátt í sýningunni og að auki verða tíu manns baksviðs. /HÚNI.IS Opið fyrir umsóknir Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og eru starfsmenn SSNV með vinnustofur fyrir umsækj- endur til að aðstoða umsækjendur við gerð umsókna. Þessa vikuna eru vinnustofur opnar í Húnaþingi, Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd en í Skagafirði í næstu viku. Sjóðurinn veitir styrki til menningarstarfs, atvinnuþróunar og nýsköpunar og verður ein aðalúthlutun á þessu ári. Umsóknar- frestur er til og með 15. febrúar. Sjá auglýsingu bls. 3. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.