Feykir


Feykir - 28.01.2016, Side 4

Feykir - 28.01.2016, Side 4
4 04/2016 Lumarðu á frétt? Hafðu samband við Feyki í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Vikuna 17.–23. janúar var tæpum 117 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var landað tæpum fimm tonnum á Hofsósi, rúmum 300 tonnum á Sauðárkróki og tæpum fjórum tonnum á Hvammstanga lágu. Alls gera þetta tæp 427 tonn á Norðurlandi vestra. /BÞ Aflatölur 17.–23. janúar 2016 á Norðurlandi vestra Málmeyjan með tæp 190 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Alls á Skagaströnd 116.823 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Lína 4.535 Alls á Hofsósi 4.535 SAUÐÁRKRÓKUR Þytur SK 18 Lína 160 Klakkur SK 5 Botnvarpa 111.190 Málmey SK 1 Botnvarpa 189.842 Hafey SK 10 389 Alls á Sauðárkróki 301.581 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 3.955 Alls á Hvammstanga 3.955 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landb. lína 20.254 Alda HU 112 Landb. lína 24.983 Dagrún HU 121 Þorskanet 4.141 Guðmundur á Hópi Landb. lína 26.778 Hjördís HU 16 Landb. lína 5.410 Stella GK 23 Landb.lína 22.831 Sæfari HU 200 Landb. lína 2.439 Ölli Krókur GK 211 Landb. lína 9.987 Áhyggjur af fjölgun umferðaslysa Húnaþing vestra Morgunblaðið fjallaði á vef sínum Mbl.is um að aukin tíðni umferðaslysa í Húnaþingi vestra valdi miklum áhyggjum. Rætt VAr við Kristján Þorbjörnsson, yfirlögreglu- þjónn á Blönduósi, og Svein Karlsson, bifvélavirkja á Borðeyri við Hrútafjörð sem hefur þjónustað lögregluna á Blönduósi undanfarin 20 ár með dráttarbíl á svæðinu frá Víðidalsá upp á miðja Holtavörðuheiði. Báðir segja þeir sl. ár hafa verið sérstaklega annasamt. „Ég hef orðið miklar áhyggjur af aukinni tíðni umferðarslysa hérna á svæðinu. Oft hefur þetta verið slæmt en ég hef aldrei verið kallaður út oftar en á síðasta ári,“ segir Sveinn en hann hefur verið kallaður út vegna 60 óhappa á svæðinu, langflest á hringveginum. Í þessum óhöppum dró Sveinn burtu um 40 ónýtar bifreiðir og í sumum tilvikum urðu alvarleg slys á fólki. Rætt er um mögu- legar skýringar á þessari aukn- ingu umferðaslysa og Sveinn vill ekki meina að skýringin liggi í slæmum vegum. Þjóð- vegurinn sé yfirleitt beinn og sléttur, lítið er um brattar brekkur og að þjónustan á vegunum sé jafnframt mjög góð. Hann segir einn kafla þó verri en aðra, þ.e. í kringum brúna yfir Miklagil á norðan- verðri Holtavörðuheiði. Þar safnist saman snjór í suðvestan- átt sem geti gert ökumönnum lífið leitt. Þá segir Sveinn einnig nokkur óhöpp hafa orðið á malarvegunum á Vatnsnesi og á Laxárdalsheiði. Ein möguleg skýring er sögð vera aukning ferðamanna á svæðinu og þátt þeirra í um- ferðarslysum. Sveinn segir er- lenda ferðamenn nokkuð áber- andi í seinni tíð, helst sé það í minniháttar óhöppum þegar þeir aka út af eða lenda í öðrum vandræðum, t.d. á Vatnsnesinu. Útköll af því tagi hafi verið sérlega áberandi núna yfir hátíðarnar en þrjú slík voru á síðasta aðfangadag jóla. Tveimur þeirra sinntu björg- unarsveitirnar og hefur einnig verið mikið að gera hjá þeim, sérstaklega vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. Þá segir Sveinn aksturslag ökumanna ekki gott og að hann verði mikið var við aukið tillitsleysi á vettvangi óhappa, ekið sé framhjá á fleygiferð og án tillits til aðstæðna. „Maður er í rauninni í stórhættu þegar maður er að athafna sig á vettvangi og draga bíla upp á veg. Þá þarf helst að hafa lögregluna á staðnum með blikkandi ljós til að vekja athygli á okkur,“ segir Sveinn. Samanburður á fjölda slysa erfiður Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi til margra ára, álagið vera meira í vestursýslunni, enda tilheyri Holtavörðuheiðin henni. Hann segist vel geta tekið undir áhyggjur Sveins á Borðeyri af fjölgun umferða-slysa á svæðinu. Kristján segir samanburð á milli ára erfiðan þar sem allra minnstu óhöppin séu ekki alltaf skráð og fari lögreglan því ekki í öll útköll. Á þessu stigi sé því ekki hægt að fullyrða að fleiri slys hafi orðið í Húnaþingi vestra á síðasta ári en undanfarin ár. Með fjölgun erlendra ferðamanna í umferðinni segir Kristján erindum og beiðnum hins vegar hafa fjölgað. Nú sé kallað á aðstoð í hvert sinn sem ferðamenn festa sig í skafli eða lenda í öðrum vanda, sama hversu smávægileg atvikin eru. Lögreglan taki ekki lengur að sér að draga bíla upp á veg og því sé oftar beðið um þjónustu dráttarbíls eða björgunarsveita en áður. Einnig tekur Kristján undir með Sveini að ökumenn sýni litla tillitssemi á vettvangi slysa, þeir hægi þó eitthvað á þegar þeir sjái blikkandi ljós lögreglu. /BÞ Var fjarverandi eina almennilega sumardaginn í Skagafirði almennilegi sumardagurinn var í Skagafirði (sagt með beiskju í röddinni). Það sem ég man helst eftir í fljótu bragði er sennilega mest eitthvað tengt mér og mínum, þá kemst upp um hvað ég er sjálfhverf manneskja. Ekki hægt að síga eftir eggjum í Drangey vegna veðurs. Bókasafnið og sund- laugin lokuð lengi vegna viðgerða, jarlinn faðir minn sem vanur er að synda á hverjum degi var svo heppinn að eiga tvær einkalaugar til að nota á meðan. RÚV sýndi beint frá sauðburði hjá Klöru „systur systur“ minni og Atla á Syðri- Hofdölum, frábært framtak og skemmtilegt. Björgunarsveitin mín, Skagfirðingasveit, hélt upp á 50 ára afmæli, Motocrossbraut Vél- hjólaklúbbs Skagafjarðar var grafin í sundur vegna virkjunarframkvæmda í Gönguskarðsá, ruslahaugunum á Reykjaströnd loksins lokað og þótt ótrúlegt megi virðast urðu til nýjar holur í Reykjastrandaveginum! Samruni Arion banka og Afls Sparisjóðs. Geirmundur hætti hjá Kaupfélaginu... og fékk loksins fálkaorð- una. Segið svo að það gerist aldrei neitt í Skagafirði! Hver var skemmtilegasta uppákoman að þínu mati? -Það er ótrúlega margt sem kemur upp á hjá mér, en sem betur fer yfirleitt ekkert alvarlegt heldur eitthvað sem hægt er að gera grín að eftirá og þá deili ég því stundum með öðrum. Hér er eitt dæmi frá síðasta ári sem ég tók af Facebook veggnum mínum: „Getur verið að ég sé kannski ekki klaufsk heldur frekar ótrúlega lagin? Í gær tókst mér að húkka bílbeltinu óvart utan um sætisstillinguna þannig að þegar ég tók beygjuna frá sjoppunni þá sturtaði ég sjálfri mér í aftursætið á imprezunni... ég er ekki viss um að margir leiki þetta eftir! Verst að pylsan var ekki eins lagin að halda sér í brauðinu og rúllaði yfir mig alla remolaði og tómatsósu þegar ég lá þarna af- velta og ósjálfbjarga.... og ég var að fara á fund. Hvernig voru jólin og áramótin hjá þér? -Þegar ég var búin að koma upp öllum útiseríunum án þess að slasa mig alvarlega þá gekk allt eins og í sögu. Ég átti frábær jól og áramót með mínum nánustu. Hvernig spáir þú nýju ári? -Ég er nú enginn spámaður, en ég ætla að trúa því að þetta verði gott og skemmtilegt ár. Eitthvað að lokum? -Vil bara nota tækifærið og óska öllum gleðilegs árs og þakka þeim, sem eiga það skilið, fyrir það liðna. /BÞ MYND: ÍRIS BJÖRK HLÖÐVERSDÓTTIR Litið um öxl á nýju ári Ásta Birna Jónsdóttir bankastarfsmaður, björgunarsveitarkona og margt margt fleira 15/16 Hvað finnst þér eftirminni- legast sem gerðist á þínu svæði á nýliðnu ári? -Eftirminnilegast á svæðinu? Það að ég var afskap- lega lítið á svæðinu! Elti kær- astann á allar mótorhjólaspyrnur og viðburði sem hann fann. Það var reyndar eftirminnilegt að hann sló Íslandsmet í öllum fjórum greinunum sem hann keppti í, sennilega er ég lukku- gripur! Ég var meira að segja fjarverandi þegar Drangey Music Festival var haldið nánast í hlað- varpanum hjá mér, þegar eini

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.