Feykir


Feykir - 28.01.2016, Qupperneq 6

Feykir - 28.01.2016, Qupperneq 6
6 04/2016 og þá þurfum við bara að æfa okkur og gera betur næst.“ Umhverfi einfalt og allir hlutir hafa tilgang Hjallastefnan er heildstæð íslensk uppeldisstefna sem byggir á kenningum Margrétar Pálu Ólafsdóttur. María útskýrir að setningin: „Engin lausn er nógu góð ef hún virkar ekki frábærlega fyrir alla“ er eitt af opinberu markmiðum stefn- unnar sem menntafélags. „Við sjáum hversu vel orðin eiga við á hverjum degi á Barnabóli. Auðvitað erum við jafn misjöfn og við erum mörg og Hjalla- stefnan leggur mikið upp úr því að hvert barn fái að njóta sín sem einstaklingur. Unnið er mark- visst að því að öll börn finni fyrir öryggi og væntumþykju á hverjum degi.“ Skólaárið byggist á lotukerfi sem María segir auðvelda allt starf með börnunum og gefi kost á því að þjálfa alla þá eiginleika sem æskilegt er að börn tileinki sér sem samfélagsþegnar. „Við hefjum haustið á agalotu og rifjum þá upp þann ramma sem starfið okkar inniheldur á hverjum degi . Öll börn eiga sitt eigið merkta pláss, bæði í fataklefa, við matarborðið og svo í leikstofum þar sem hóparnir eiga sína valfundi og samverur. Þetta tryggir öllum jafn stórt pláss og hjálpar börnunum að hjálpa sér sjálf og að vera örugg í umhverfinu. Svo tekur sjálf- stæðilotan við, þá samskipta- lotan, jákvæðnilotan, vináttu- lotan og svo að lokum áræðnilotan. Hver lota spannar fjórar vikur og endar hver þeirra á uppskeruviku,“ útskýrir hún. „Umhverfið okkar er einfalt og allir hlutir hafa tilgang í hinu daglega starfi. Sjónmengun er í algeru lágmarki og veitir það kyrrð og ró í umhverfinu sem er börnum mikilvægt, og þá sér- staklega börnum sem glíma við einhverskonar raskanir. Allt er kjarnað og merkt og við nýtum allan okkar efnivið til hins ýtrasta, enginn óþarfi hér,“ útskýrir María og brosir. Hún segir nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að minni hávaði mælist í skólum Hjallastefnunnar. Því sé að miklu leiti að þakka að hópastærðum er haldið fá- mennum og allt rými leikskól- ans er nýtt, þannig að börnin dreifast vel um leikskólann í litlum hópum. „Við nýtum ávallt leikefni eða opinn-efnivið þar sem börnin hafa frjálsar hendur í sköpun og ímyndunaraflið leikur lausum hala. Börn eiga flest talsvert af dóti heima hjá sér og með því að bjóða upp á opinn-efnivið þá bjóðum við upp á aðra leikreynslu en heimilin, enda er hlutverk leikskólans að vera viðbót við heimili barnanna. Svo ef þið komið í heimsókn til okkar á Barnaból þá munuð þið ekki sjá neitt hefðbundið dót heldur fjölnota trékubba, dýr, risavaxna púða og dýnur og allskyns föndurefni,“ segir María og kímir. Með samskonar skólafatnaði styrkist liðsheild og samkeppni minnkar Á Barnabóli er unnið eftir Aðalnámskrá Leikskóla og einnig Kynjanámskrá Hjalla- stefnunnar. „Í Hjallastefnuskól- um er kynjaskipting notuð til að tryggja jafnræði stúlkna og drengja og gefa báðum kynjum uppbót á þeim sviðum sem ekki tilheyra hefðbundnum kynhlut- verkum. Kynjanámskráin er birtingarmynd á hugsjónum Hjallastefnunnar um jafnrétti stúlkna og drengja. Í hinu kynjaskipta skólastarfi er mark- miðið að gera báðum kynjum jafnhátt undir höfði og mæta ólíkum þörfum þeirra. Jafnframt er markmiðið að gefa þeim kost á að starfa og leika á eigin forsendum þar sem menning beggja kynja er virt og viður- kennd,“ útskýrir hún. Sem dæmi nefnir María að á miðvikudögum sjá drengirnir í Yndislegt að heyra litlar raddir kalla: Bíddu kæri vinur Miklar breytingar hafa átt sér stað á Leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd frá því að Hjallastefnan var innleidd fyrir rúmu ári síðan Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd hefur verið starfandi frá árinu 1977. Árið 2014 tók Hjallastefnan ehf. yfir rekstur skólans. „Innleiðingin gekk eins og í sögu og tók starfsfólkið, sem og foreldrar og börn, stefnunni og nýjum áherslum í starfinu með opnum örmum og gleði,“ sagði María Ösp Ómarsdóttir í samtali við Feyki. María er meðstýra og daglegur stjórnandi skólans og vinnur hún náið með Þorgerði Önnu Arnardóttur skólastýru, sem sá um að innleiða Hjallastefnuna á Barnabóli. Nú hefur Barnaból verið Hjalla- stefnuleikskóli í rúmt ár og miklar breytingar hafa verið gerðar bæði á húsakosti og starfsháttum. „Húsnæði leik- skólans var tekið í gegn, málað að innan og leikfangalager fjar- lægður. Einnig höfum við tekið niður rólurnar sem voru á útisvæðinu okkar og í staðinn fengum við risavaxinn reka- viðardrumb sem gaman er að klifra í,“ útskýrir María um þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Á Barnabóli eru 36 börn á tveimur svonefndum kjörnum, VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir yngri kjarna og eldri kjarna. María segir frá því þegar tíu starfskonur skólans fóru í starfskynningu og þjálfun á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði og voru þar í nokkra daga við leik og störf. „Það að tilheyra Hjallastefnunni er eins og að vera komin inn í risastóra mjög hamingjusama fjölskyldu og eru samskiptin okkar við Hjalla- systur og -bræður okkar með besta móti. Stjórnendur hittast reglulega og svo hittist stór- fjölskyldan öll á ráðstefnu einu sinni á ári að hausti.“ Í starfs- kvennahópnum segir María jákvæðnina ráða ríkjum og er mikið lagt upp úr því að ræða um uppbyggjandi og skemmti- lega hluti. Neikvæðni, slúður og pólitík sé ekki í boði og er gleðin nýtt í öllu starfi, bæði með börnum og í samskiptum við foreldra og fjölskyldur nemenda. „Við tölum okkar eigið tungumál og má oft heyra setningar eins og „nú skulum við kjarna okkur“ eða „gerist á bestu bæjum kæri vinur“. Það er okkur mjög mikilvægt að samskipti okkar við nemendur séu jákvæð og við reynum eftir fremsta megni að fara eftir þeirri frábæru reglu að ekki segja ekki. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og er yndislegt að heyra litlar raddir kalla „bíddu kæri vinur“ í leik á útisvæði,“ segir María og brosir. Hún bætir við að ávallt sé reynt að hafa hugfast að allir geti ruglast, bæði fullorðnir og börn. „Við erum líka alltaf að æfa okkur og segjum það statt og stöðugt að allir ruglast einhvern tímann, bæði börn og fullorðnir Líf og fjör í rennibrautinni á Barnabóli. MYNDIR: LEIKSKÓLINN BARNABÓL „Börnin hafa frjálsar hendur í sköpun og ímyndunaraflið leikur lausum hala. Börn eiga flest talsvert af dóti heima hjá sér og með því að bjóða upp á opinn-efnivið þá bjóðum við upp á aðra leikreynslu en heimilin,“ segir María.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.