Feykir - 28.01.2016, Side 7
04/2016 7
Ég heiti Harpa Sif, er
dóttir Jóns Eðvalds og
Lindu Nínu, 26 ára,
búsett í Gautaborg og
2015 var árið mitt.
Árið sem ég sagði upp
vinnunni, pakkaði öllu
(eða þið vitið aldrei öllu
en eins nálægt því og
ég komst) ofan í einn
bakpoka og fór í fjögurra
mánaða reisu um allan
heim. Stoppaði svo á
Íslandi í nokkrar vikur
áður en ég byrjaði aftur
að pakka til að flytja til
Gautaborgar og byrjaði
þar í meistaranámi í
fjármálum. En ég er
ekkert að fara ljúga
hérna og segja að þetta
hafi alltaf allt verið
frábært. En svo heilt yfir
var þetta alveg hreint
magnað ár.
Ég ferðaðist með Söndru
Björk vinkonu minni, sem
ég mun líklega aldrei geta
þakkað almennilega fyrir
að hafa þolað mig allan
þennan tíma. Ég get verið
svo fjandi dramatísk,
sjáiði til. En við byrjuðum í
Bandaríkjunum og settum
staðalinn á öryggismálum
í ferðinni. Sandra gleymdi
nefnilega vegabréfinu
sínu í fyrstu flugvélinni og
ég gleymdi síðan veskinu
mínu á bar í LA en þetta
fattaðist allt tiltölulega
snemma og það var bara
búið að ræna dollurunum
úr veskinu en engu sem
skipti máli. Fyrirgefðu
elsku mamma að ég
sagði þér aldrei frá þessu.
En svona til að fara létt
yfir aðalatriðin þá var
Fiji fallegasta landið
og hugtakið „Fiji time“,
sem þýðir í rauninni að
ekkert gerist á settum
tíma heldur bara þegar
það hentar, hentar mér
sérstaklega vel. Á Nýja
Sjálandi fórum við í
fallhlífarstökk, sem var
best í heimi og mér leið
eins og ég gæti sigrað
heiminn. Þangað til
að ég ákvað að fara í
teygjustökk eða þegar
ég stóð á sillunni, horfði
niður í 134 m hæð og
var beðin um að stinga
mér tignarlega. Ég get sko
lofað ykkur því að það var
ekkert tignarlegt við þetta
stökk mitt, ég var meira
svona eins og mjög tauga-
veikluð rækja.
Svo keyrðum við um
3.000 km á vitlausum
vegarhelming og til að
bæta gráu ofan á svart
þá þekki ég ekki muninn
á hægri og vinstri, sem
orsakaði eitt öskur eða tvö
– en við lifðum þetta allt
saman af. Á Balí lærðum
við á brimbretti, klifum
eldfjall og vorum viku í
jóga og hugleiðsluslökun.
Það var alltof gott og svo
fór maður í hraðbankann
og tók út einhverjar
milljónir, í rúbíum reyndar,
en það var samt ágætis
tilfinning ef ég á að segja
eins og er.
Við tókum svo
kafararéttindin á Tælandi
sem var algjör snilld, ég
kafnaði reyndar næstum
því þar sem ég varð
vitni af fisk bíta ítrekað
í rassinn á Söndru. Get
ekki útskýrt hvað það er
erfitt að springa úr hlátri
í kafi. Tubing í Laos var
svo skemmtilegasta
djammið sem við tókum.
Það byrjaði á bar, þú
færð slöngu, ferð í ánna
fyrir neðan og lætur þig
fljóta niður á næsta bar
og svo er þetta endurtekið
nokkrum sinnum. Bestu
vinkonur okkar þennan
daginn, týndu öllu sem
þær tóku með sér en við
Sandra, orðnar nokkuð
sjóaðar þarna, týndum
engu. Nema ég týndi
sólgleraugunum mínum
og sandölunum, en ég
meina síminn, kortið og
peningarnir komu með
mér alla leið niður ánna.
Geri aðrir betur!
Víetnam var uppáhalds
landið mitt, get ekki
útskýrt nákvæmlega
hvað það var en ég
ætla pottþétt aftur
þangað. Indland var svo
áhugaverðasta landið sem
við fórum til, ég bjóst við
engu nema viðbjóði og
langaði satt besta segja
ekkert þangað. En það
kom mér sko aldeilis á
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJÓN berglind@feykir.is
svokölluðum rauðum hópi um
þvottahúsið. Þeir ná í þvottinn
og brjóta hann saman og ganga
svo frá. „Með þessari æfingu
þjálfa þeir liðsheildina og að
hjálpast að og gera þeir þetta af
mikilli alúð og áhuga. Stúlkurnar
í bláa hópnum fóru á haust-
dögum í vettvangsferð á smíða-
verkstæði Skagastrandar og
fengu að skoða sig um þar. Þær
fengu gefins timbur til þess að
nýta í hópatíma og báru þær
plankana alveg sjálfar alla leið
aftur í leikskólann, vaskar stúlkur
með krafta í kögglum,“ segir
María og hlær.
Stúlkurnar og drengirnir
hittast svo á sameiginlegum
söngfundi á föstudögum og í
sameiginlegu vali einu sinni á
dag, einnig deila þau útisvæðinu
saman. „Því hefur verið haldið
fram að markmið Hjallastefn-
unnar sé það að gera alla eins, en
vitanlega fer því fjarri. Við
viðurkennum bæði menningu
drengja og stúlkna en auðgum
reynslu beggja með uppbótar-
vinnunni. Þegar við tölum um
uppbótarvinnu þá er átt við að
við kennum og æfum hlutverk
og athafnir sem samfélagið hefur
eignað einu kyninu fram yfir
hitt, t.d. að ganga frá þvotti eða
smíða. Drengir æfa nánd og að
orða tilfinningar sínar, að
hjálpast að og skiptast á. Stúlkur
æfa hins vegar leiðtogahæfnina,
kjarkinn og sjálfstæðið. Bæði
kynin fá auðvitað tækifæri til
þess að æfa alla þessa hluti en
lögð er áhersla á að vinna upp
hæfni á þeim sviðum sem kynin
gætu farið á mis við í hinu
daglega lífi.“
María segir frá táknum
leikskólans, bæði inn á við og út
á við. Eitt táknið er fáni og merki
Hjallastefnunnar sem myndar H
með þaki en það er alþjóðlegt
tákn Bliss-kerfisins svonefnda
fyrir skjól, stúlka og drengur eru
í sitt hvorum hlutanum og er
skírskotun í kynjauppeldi Hjalla-
stefnunnar. Börnin leiðast sem
er tákn fyrir þjálfun kynjanna í
samskiptum og vináttu. Blómið
milli þeirra er tákn fyrir tengsl
stefnunnar við náttúruna og þá
áherslu sem lögð er á að rækta
virðingu fyrir umhverfi og
samfélagi.
Annað táknið er notkun
skólabúninga barna og starfs-
fólks skólans. „Markmiðið með
notkun skólafatnaðar er marg-
þætt en sem dæmi má nefna að
með samskonar skólafatnaði
styrkist liðsheild meðal barn-
anna, samkeppni minnkar og öll
börn mæta í þægilegum og
slitsterkum vinnufatnaði á degi
hverjum. Við fengum heim-
sóknir frá nokkrum nemendum
unglingastigs Höfðaskóla síðast-
liðið vor og tóku þau þátt í
starfinu okkar í hálfan dag. Þeir
nemendur komu í sínum eigin
fötum en börnin á leikskólanum
tóku ekki í mál að vinir þeirra
væru ekki í skólafötum og allir
unglingarnir fengu lánaða boli á
meðan á heimsóknunum stóð,“
segir hún og hlær. „Svo er líka
svo yndislegt að sleppa við það
að ákveða í hverju kona á að fara
í vinnuna á hverjum degi og
skella sér bara í vinnufötin.
Einnig er það frábært þegar
kemur að börnunum og ég sem
Hjallastefnu-mamma er mjög
ánægð með skólafötin.“
„Framtíðin er björt á Barna-
bóli og hlakkar okkur til þess að
takast á við áskoranir hvers dags
með gleði í hjarta,“ segir María
að lokum.
Harpa Sif Jónsdóttir frá Sauðárkróki – búsett í Gautaborg
Hvernig toppa ég árið 2015?
óvart, ótrúlega fallegt en
samt svo óhreint, með
svakalega sögu og langt frá
öllu sem maður er vanur
og svo var maturinn líka
ólýsanlega góður. Í Úganda
fórum við svo í fjallgöngu
til að eyða klukkutíma með
villtum górillum. Ég er sko
hrædd við hunda, trúi að
þeir geti étið mig, en nei,
nei, það er frábær hugmynd
að eyða klukkutíma af lífi
mínu, mögulega síðasta
klukkutímanum, með villtum
górillum einhverstaðar lengst
upp í fjalli. Svo var ég líka í
versta formi lífs míns, búin
að vera troða í mig Naan
brauði á Indlandi eins og ég
ætti lífið að leysa og var svo
fárveik í Abu Dhabi vikuna
áður og því engan veginn
tilbúin í einhverja 4-8 tíma
fjallgöngu. En ég lifði þetta
af, náði sjálfsmynd með
górillu og „brunaði“ svo til
baka. Allt í einu voru fjórir
mánuðir liðnir og ég mætt
heim í góðar þrjár vikur áður
en næsta ævintýri byrjaði.
Gautaborg var allt öðruvísi
ævintýri og krafðist þess
ekki af mér að vera með
bakpoka (sem ég innilega
hata enn þann daginn í
dag) né að vera endalaust
á flandri úti um allt. Hér er
ég búin að kynnast frábæru
fólki, líkar vel við námið og
get alveg séð það fyrir mér
að vera hérna í nokkurn
tíma. En samt sem áður
situr aðeins í mér hvað þurfi
til svo ég geti toppað
árið 2015.
- - - - -
Ég skora á Ásu Maríu H.
Guðmundsdóttir frænku
mína að taka við pennanum.
„Unnið er markvisst að því að öll börn finni fyrir öryggi og væntumþykju á hverjum
degi,“ segir María.
Kjarnakonur frá Barnabóli á Skagaströnd.