Feykir


Feykir - 08.06.2016, Síða 4

Feykir - 08.06.2016, Síða 4
4 22/2016 Auglýsing um skipan í kjördeildir í Sveitarfélaginu Skagafirði Við forsetakosningar sem fram fara laugardaginn 25. júní n.k. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Félagsheimilinu Skagaseli, þar kjósa íbúar fyrrum Skefilstaðahrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs- og Rípurhrepps – kjörfundur hefst kl. 09:00 Kjördeild í Grunnskólanum að Hólum, þar kjósa íbúar fyrrum Hóla- og Viðvíkurhrepps – kjörfundur hefst kl. 12:00 Kjördeild í Grunnskólanum á Hofsósi, þar kjósa íbúar fyrrum Hofshrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Grunnskólanum á Sólgörðum, þar kjósa íbúar fyrrum Fljótahrepps – kjörfundur hefst kl 12:00 Kjördeild í Varmahlíðarskóla, þar kjósa íbúar fyrrum Lýtingsstaða – Staðar – og Seyluhrepps – kjörfundur hefst kl. 10:00 Kjördeild í Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, kjörfundur hefst kl. 13:00 Kjörfundi má slíta 8 klst. eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00 Unnt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni Norðurlands vestra á Sauðárkróki til kl. 15:00 virka daga fram að kjördag og kl. 16:00-18:00 á kjördag þ. 25. júní 2016 Yfirkjörstjórn verður með aðstöðu í Bóknámshúsi FNV. Yfirkjörstjórn. ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Feðgar spiluðu saman í sigurleik Stólanna Íslandsmótið í knattspyrnu : 3. deild : Tindastóll - KFR 4-0 Lið Tindastóls tók á móti Knattspyrnufélagi Rangæinga (KFR) á Hofsósi á sunnudaginn. Tindastólsmenn höfðu unnið síðustu tvo leiki sína í 3. deildinni og bættu þeim þriðja við með góðum leik en lokatölur urðu 4-0. Ragnar Þór Gunnarsson gerði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu og hann bætti öðru marki við á sjálfri markamínútunni, þeirri 43. Ragnar fullkomnaði síðan þrennuna á 60. mínútu. Lokaorðið átti síðan Benjamín Gunnlaugarson með marki á 75. mínútu. Tindastóll er nú í öðru sæti í 3. deild. Stólarnir sækja Vopnfirðinga heim næstkomandi laugardag en síðan kemur EM-hvíld á Íslandsmótinu. Gísli og Jón Gísli Feðgarnir Gísli Eyland Sveinsson og Jón Gísli Eyland Gíslason tóku báðir þátt í leiknum í gær. Gísli, sem er 42 ára og hefur spilað yfir 200 deildarleiki með liði Tindastóls, stóð í markinu. Hann hefur hvað eftir annað bjargað Stólunum fyrir horn síðustu árin og smellt á sig hönskunum eftir að hann lagði þá á hilluna. Jón Gísli, sem er 14 ára, og á eldra ári í 4. flokki, er yngsti leikmaðurinn í sögu Tindastóls til að spila með meistaraflokki félagsins, en hann bætti met landsliðsmannsins Rúnars Más Sigurjónssonar sem var áður yngsti leikmaður félagsins. Jón Gísli kom inná sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var eftir. /ÓABFeðgarnir kátir að leik loknum. MYND: ÓBS Þátttaka góð Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á Sauðárkróki Konur á öllum aldri lét þokuna á laugardaginn ekkert á sig fá, heldur fjölmenntu í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á Sauðárkróki. Þegar þátttakendur höfðu nælt sér í í einkennisboli hlaupsins hófst upphitun við Sundlaug Sauðárkróks, undir stjórn Árna Stefánssonar. Var síðan hlaupið af stað, og vegalengdir og hraði eftir getu hvers og eins. Að sögn Völu Hrannar Margeirsdóttur, sem sér um hlaupið annað árið í röð, ásamt þeim Margréti Helgu Hallsdóttur og Önnu Hlín Jónsdóttur, voru um 120 þátttakendur á Sauðárkróki. Hlaupnir voru 3, 5 og 7 km og að hlaupinu loknu fengu allir þátttakendur verðlaunapening, hressingu og frítt í sund. Einnig verða veitt útdráttarverðlaun sem gefin voru af Skrautmen, Ólafshúsi, Líkama og lífsstíl og Sundlaug Sauðár- króks. Dregið verður út á næstu dögum og vinn- ingshafar kynntir á fésbókarsíðu hlaupsins. /KSE Framkvæmdir við sundlaug hefjast í haust Frumdrög af teikningum Sundlaugar Sauðárkróks Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks hefur samþykkt að farið verði í hönnun byggingar- nefndarteikninga og kostnaðargreiningu á breytingum á Sundlaug Sauðárkróks samkvæmt fyrirliggjandi drögum frá Úti og inni arkitektum, sömu og teiknuðu viðbyggingu Árskóla. „Þetta erU ekki fullmótaðar tillögur en þetta er hugmyndafræðin sem við erum að vinna eftir,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Feyki. Það er verkfræðistofan Stoð ehf. sem mun annast verkfræðiþátt framkvæmdarinnar. Framkvæmd- um við breytingu og nýbyggingu vegna sund- laugarinnar verður skipt upp í A og B áfanga. Í áfanga A verður unnið við að breyta högun innanhúss og þess háttar og felur áfangi B í sér nýbyggingu útisvæða. Stefnt er að því að hefjast handa við áfanga A í haust. Markmiðið er að halda lauginni opinni eins mikið og kostur er á meðan framkvæmdum stendur. „Við stefnum á að gera ekki neitt hlé á þessu, við ætlum að halda áfram og klára dæmið. Það hefur lengi verið hávær krafa um þetta, komið fram alls konar hugmyndir og útfærslur en flestar þeirra voru svo dýrar og umfangsmiklar að það var ekki nokkur leið fyrir Frá Kvennahlaupinu. MYND: KRISTÍN LIND SIGMUNDSDÓTTIR

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.