Feykir - 12.05.2010, Page 7
18/2010 Feykir 7
eru jafnframt allar stór frænkur
frá Stóru-Reykjum í Fljótum.
Það má enginn missa af því.
Nýjasta verkefnið er síðan
tónlistarhátíðin Gæran, segðu
okkur aðeins meira frá þessu
verkefni? -Já við erum nokkur
sem tókum okkur saman,
ég, Ragnar Pétur Pétursson,
Stefán Friðrik Friðriksson,
Helgi Sæmundur Kaldalón
Guðmundsson og Sigfús
Arnar Benediktsson um að
koma á laggirnar tónlistarhátíð
í Skagafirði. Gæran verður
haldin í Loðskinn, einu
sútunarvinnslunni á Íslandi,
fullt af glimrandi glæsilegu
tónlistarfólki mætir á svæðið
til að rokka með okkur,
flottir tæknimenn og fullt
af sjálfboðaliðum munu sjá
Silla og Árni Gísli samstarfsmaður hennar í Húsi frítímans.
( MITT LIÐ )
Nafn: Þorsteinn Frímann
Guðmundsson.
Heimili: Smáragrund 9.
Starf: Sérfræðingur hjá
Vörumiðlun ehf.
Hvert er uppáhaldsliðið þitt í
enska boltanum og af hverju?
Liverpool og hefur alltaf verið frá
því að hann afi minn lét mig alltaf
horfa á boltann þegar ég fékk að
fara í heimsókn þangað.
Hefur þú einhvern tímann lent í
deilum vegna aðdáunar þinnar
á umræddu liði? Já og það
nánast á hverjum degi , þar sem
mínir bestu vinir eru aðdáendur
MAN UTD og þá verða oftast
handalögmál en þeir eiga eftir að
þroskast greyin.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn
fyrr og síðar? Ég verð að segja
Steven Gerrard þessa stundina
en Owen var uppáhald hjá mér
þangað til að hann fór til MAN UTD
og þar var hann eyðilagður... Svo
er erfitt að gera uppá milli Heskey,
Fowler, Barnes, Hyypia, Torres og
Ian Rush.
Hefur þú farið á leik með liðinu
þínu? Nei ekki enn og það er
hálfgerð skömm að segja frá því..
Stefndi á að fara nú í vetur á LIV-
MAN og sjá LIV rassskella þá eins
og tíðskast hefur.
Áttu einhvern hlut sem tengist
liðinu? Bara þetta týpíska, bolla,
boli, húfur og fl.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í
stuðningi við liðið?
Ekki vel, konan hörð
Arsenal aðdáandi
eins og flestir úr
hennar fjölskyldu.
Dóttirin er
yfirleitt Liverpool
aðdáðandi og
segist stundum
halda með Man
Utd.
Hefur þú einhvern tímann skipt
um uppáhalds félag? Nei og
mund aldrei gera það... Nema ef
þeir fara á hausinn.....
Uppáhalds málsháttur? Aldrei er
góðum liðsmanni ofaukið.
Einhver góð saga úr boltanum?
Ætli að það hafi ekki verið þegar
við vorum 3-0 undirá móti AC-
Milan og þá fór ég út að bóna
bílinn.. Heyrði svo að þetta væri
komið í jafntefli og vítaspyrnu
keppni. Hljóp þá inn og sá það
ruglað á Stöð2 sport. Vissi aldrei
hver væri að skora.... en fagnaði
samt...
Einhver góður hrekkur sem þú
hefur framkvæmt eða orðið
fyrir? Ég hrekki aldrei neinn en
á hinn veginn þá þurfti ég að
klæðast UTD-treyju í heilan dag
og syngja einhver UTD-lög sem ég
kann ekki niður á Ölveri, það var
skrítin stund. Var þetta þegar ég
var steggaður.
Spurning frá Óla Aadnegard. –
Hvor hefur komist næst Enska
deildarbikarnum, Raul sem er
10 ára gutti í fátækrahverfi í
Úganda eða Steven Gerrard
fyrirliði Liverpool?
Svar... Það er Gerrard sem á
vinninginn þar og þetta var síðast
árið 2003 og þá unnum við UTD í
úrslitaleik 2-0 og það voru Gerrard
og Owen sem skoruðu mörkin. En
ég man eftir þessum brandara
og þá var það eitthvað annað en
deilarbikarinn.....
Hvern viltu sjá
svara þessum
s p u r n i n g u m ?
Sævar Örn
Hafsteinsson
Hvaða spurningu
viltu lauma að
viðkomandi? Er
MAN UTD að fara á
hausinn ?
Vissi aldrei
hver væri að
skora
um að þetta verði glæsileg
tónlistarhátíð. Við erum með
facebook síðu, tónlistarhátíðin
Gæran, þar sem við tilkynnum
alltaf listamenn vikunnar sem
munu síðan koma og spila
á Gærunni. Áætlað er að
miðar verði seldir á midi.is og
munum við halda miðaverði í
lágmarki, við erum í samstarfi
við Sveitarfélagið Skagafjörð og
munu afar sennilega einhver
skemmtileg tilboð og fríðindi
fylgja hverjum miða. Einnig
erum við í samstarfi við Sigga
Dodda og Kristínu sem munu
halda dansleiki með flottum
númerum bæði kvöldin.
Vonumst við einnig til að sem
flest fyrirtæki sjái hag sinn í
flottri tónlistarhátíð á svæðinu
og munum við á næstunni
leita eftir stuðningi þeirra.
Við erum engar skinkur, bara
rokk gærur, segir Silla og hlær
ógurlega. Fyrir eldri lesendur
skal útskýrt að skinkur eru
ungar konur og menn sem eru
afar upptekin af útliti sínu og
nýjustu tískustraumum.
Af hverju tónlistarhátíð? –Af
hverju ekki? Okkur fannst
bara fáránlegt að Norðurland
væri ekki að halda neina
tónlistarhátíð sambærilega við
Aldrei fór ég suður sem haldin
er á Ísafirði og Bræðsluna á
Borgarfirði eystri. Það er fullt af
flottu tónlistarfólki á Norður-
landi sem á svo sannarlega
skilið þann stökkpall sem
tónlistarhátíð sem þessi skapar.
Einnig vonumst við til þess
að þetta verði góð kynning
á því flotta samfélagi sem
Skagafjörður er. Nú svo er þetta
bara svo "rock awesome".
Eru margir tónlistarmenn
búnir að staðfesta komu sína?
–Já, 11 hljómsveitir eru búnar
að staðfesta komu sína og
fjöldinn allur af hljómsveitum
hafa óskað eftir því að spila á
Gærunni og erum við að fara
í gegnum umsóknir þessa
dagana. Áætlað er að um 20
bönd stígi á stokk og rokki
botninn úr buxunum.
Er Gæran komin til að vera?
-Já er það ekki? Við vonumst
allavega til þess að þetta verði
árlegur viðburður og ef við
horfum á viðbrögð fólks og
velvilja þess gagnvart Gærunni
2010 þá held ég að það sé ekki
spurning.
Eitthvað að lokum? -Já ég vil
bara þakka allan stuðninginn
frá íbúum Skagafjarðar, það
er yndislegt að búa hérna og
þess vegna er það mér hjartans
mál að vinna að verkefnum
í þágu samfélagsins míns.
Skagafjörður rokkar.
Sungið af innlifun.
Miklum önnum fylgja margir lyklar.
Stórfjölskyldan saman komin.