Feykir - 12.05.2010, Síða 11
18/2010 Feykir 11
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR )
Valdís og Rúnar kokka
Gott naut
á grillið
FORRÉTTUR
Tipparúllur
Tortilla kökur 2 pakkar.
Rjómaostur hálft box
Salsasósa 1 krukka medium
1 pakki af skinku
eða eftir smekk.
Hálfur fínt saxaður
rauðlaukur
1 rauð paprika
Rjómaosturinn og salsasósan
hrærð saman og smurt á hverja
köku. Skinkunni, lauknum og
paprikunni er svo dreift yfir.
Hverri köku er svo rúllað upp og
skorin í litla bita.
Einnig er þetta gott snakk í
partýium, en þetta er aðal snakkið
á Þjóðhátið í Eyjum.
AÐALRÉTTUR
Grillaður
nautavöðvi
Vöðvinn er látinn marinerast í
grillolíu og út á hann sett salt,
pipar og smá af kryddinu „Best
á kjúklinginn“. Hann er grillaður
þannig að hann er hafður á frekar
háum hita fyrst til að loka honum
og svo er hann látinn malla í smá
stund á lægri hita. Vöðvinn er svo
tekinn í hús og látinn standa á
borði í ca. 10 mín. til að láta hann
jafna sig og síðan er hann skorinn.
Með þessari aðferð helst allur
safinn í vöðvanum. Með þessu er
gott að vera með ferskt salat og
rífa piparost í það. Köld piparsósa,
grillaðar kartöflur og grillaður
rauðlaukur.
EFTIRRÉTTUR
Bomba
1 lítri af karmelluís
1 peli þeyttur rjómi
og vanillusykur settur í hann
Saxað Tromp
Uppskriftir vikunnar eru frá þeim Valdísi Brynju Hálfdánardóttur
og Rúnari Þór Númasyni á Hofsósi. Í forrétt eru tortillakökur,
grillaður nautavöðvi í aðalrétt og bomba í restina til að
fullkomna veisluna.
-Við skorum svo á stórbændurna Auði Björk Birgisdóttur og
Rúnar Pál Hreinsson búsett á Grindum í Deildardal að koma með
næstu uppskrift.
Saxað Rís
Saxaður Þristur
Skorin vínber
Skorin jarðarber
Skorin kíwi
Bláber
4 kókosbollur
Þessu er öllu hrært saman nema
kókosbollunum, en þær eru
kramdar og settar ofan á. Einnig
er tekið smá af öllu og sett ofan
á til skreytingar. Þetta er svo sett
í mót og inn í frysti og svo látið
aðeins taka sig áður en það er
borið fram.
Verði ykkur að góðu!
30
Áfram höldum við að glugga í
gamlan Feyki og berum fyrst
niður í Fljótunum þar sem
undarlegir atburðir áttu sér stað
árið 1990.
Fyrir 20 árum
Kviknað í út frá síma.
Dularfullt mál kom upp í
Fljótum í maí 1990 þegar
íbúðarhúsið á Gautastöðum,
eyðibýli fram í Stíflu brann til
kaldra kola. Frá þessu er greint
í 19. tölublaði Feykis sama ár.
Sagt er frá því að húsið hafi verið
notað sem sumarbústaður en
ekkert rafmagn verið á húsinu
og því útilokað að kviknað
hafi út frá því. En símalína lá
af staur og inn í húsið og var
hún tallin hafa komið við sögu.
Við rannsókn hölluðust menn
helst að því að kviknað hafi
í út frá eldingu er slegið hafi
niður í símastaurinn við upphaf
óveðurs sem geisaði á svæðinu.
Allir kvöddust sem vinir
á síðasta fundi bæjarstjórnar
Sauðárkróks sem haldinn var
um miðjan maí 1990. Sagt er að
umræður hafi ekki verið miklar
né heitar en fulltrúar hafi kvatt
hverjir aðra með vinsemd og
virðingu og þökkuðu samstarfið
á kjörtímabilinu. Á fundinn voru
mættir margir frambjóðenda,
verðandi fulltrúar í bæjarstjórn
Sauðárkróks. „Ég held þeir hafi
verið alveg steinhissa og orðið
allt að því fyrir vonbrigðum,
hvað menn skildu með
mikilli vinsemd“, sagði Snorri
Björn Sigurðsson þáverandi
bæjarstjóri. Eigum við ekki
að vona að þetta verði haft að
leiðarljósi í öllum sveitarfélögum
í ár.
Vatnavextir í Vatnsdal.
Mikil flóð voru í Vatnsdal
um miðjan maí fyrir 20 árum
og flæddi áin víða yfir bakka
sína.T.d. flæddi yfir báða bakka
neðan við Hnausabrú og allt var
á floti í vatni milli Gilsstaða og
Hvamms. Voru menn helst að
vona að þessi miklu vatnavextir
hefðu ekki áhrif á veiði í ánni en
Hvöt á góðri sigurstund. Frá vinstri efri röð: Ari Guðmundur Guðmundsson, Hermann Arason, Sig-
urður Örn Ágústsson og Valgeir Matthías Baldursson. Neðri röð frá vinstri: Axel Rúnar Guðmunds-
son, Ragnar Zophonías Guðjónsson, Ásgeir Valgarðsson og Hörður Guðbjörnsson.
Feykir á þrítugasta aldursárinu
Sími orsakaði
íkveikju í Fljótum
hún átti að hefjast mánuði síðar
eða 15. júní.
Hagnaður á fjármagnslið
er fyrirsögn á frétt um afkomu
Kaupfélags V. Hún. en
hagnaður var á öllum deildum
kaupfélagsins árið 1989.
Veltuaukning milli ára varð
rúmlega 20%. Í fréttinni segir
að fjármagnskostnaður plagi
ekki KVH eins og mörg önnur
fyrirtæki. Hins vegar segir að
staða viðskiptamanna hafi
versnað nokkuð á árinu, skuldir
umfram innistæður jukust um
10 milljónir.
Feyki fyrir 10 árum
Slítur tengslum við
Búmenn segir í fyrirsögn í 18.
tbl. Feykis árið 2000 en þar er
um að ræða Búhöldur sem er
nýtt húsnæðissamvinnufélag
á Sauðárkróki og ætlar
að sjá um byggingar fyrir
eldri borgara í Skagafirði.
Byggingafélagið Búmenn
var stofnað á landsgrundvelli
til sömu verka en Þórður
Eyjólfsson forsvarsmaður
nýja félagsins sagði að menn
hefðu fengið sig fullsadda á
samskiptum við móðurfélagið
Búmenn syðra og hér sjá menn
sínum málum betur borgið
með því að taka þau í sínar
hendur. Reynir Ingibjartsson
framkvæmdastjóri Búmanna
var hins vegar ekki sáttur
hvernig málin þróuðust og
vildi ná sáttum. Hann sagði
aðila í Skagafirði ekki hafa sýnt
nægjanlega þolinmæði og vilji
flýta sér um of áður en málin
séu komin í viðunandi horf.
Búhöldur hélt sínu striki og
fagnaði 10 ára afmæli sínu fyrr
á árinu.
Innbrot í Árvirkni. Á
Blönduósi var brotist inn
í Árvirkni og nokkru af
rafmagnsverkfærum var
stolið og einhverju af lager
fyrirtækisins. Peninga höfðu
þjófarnir ekki upp úr krafsinu
þó þeir gerðu, eftir verks-
ummerkjum að dæma,
ítarlegar tilraunir til að brjóta
upp peningaskáp.