Feykir


Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 5

Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 5
 11/2011 Feykir 5 Íþróttafréttir Feykis ( MITT LIÐ ) Nafn: Halldór Sigfússon. Heimili: Garðavegur 14, Hvamms- tanga. Starf: Þjónustufulltrúi í Landsbank- anum á Hvammstanga. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í Þýska boltanum og af hverju? Ég fylgist ekki grannt með þýska boltanum en vona alltaf að íslendingunum og þeirra liðum gangi vel, t.d. Stuttgart þegar Ásgeir var þar, Eyjólfur í Hertu Berlín og nú er það Gylfi og Hoffenheim. Fylgist þú með íslenska hand- boltanum? Ég er hálfgert íþrótta- nörd og fylgist með öllum íþróttum en íslenski handboltinn er nú ekki efstur á blaði hjá mér, hef samt stutt FH síðan á tímum Kristjáns Ara og Þorgils Óttars og einnig hafði ég smá taugar til Gróttu-KR meðan Hörður Gylfason stórvinur minn vermdi hjá þeim bekkinn í nokkur ár. Nú hefur þú áður svarað spurn- ingum í Liðinu mínu. Hefur það breytt þér á einhvern hátt að opin- bera þig svona? Eina breytingin er að ég er enn meira öfundaður af aðdáendum annarra liða að hafa fæðst með þessa náðargáfu að halda með Liverpool. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í Enska boltanum og hvenær varstu næst því að segja skilið við það? Það er að sjálfsögðu Liverpool og þetta er eilíft hjónaband þó vissulega hafi tíminn undir stjórn Hodgson reynt verulega á. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? Ég er auðvitað ekki sáttur en þó mun sáttari en t.d. fyrir nokkrum mánuðum síðan er við vorum með hræðilega eigendur og vanhæfan stjóra. Mér líst vel á nýju eigendurna og finnst allt annað að sjá liðið eftir að King Kenny tók við sem stjóri og er sannfærður um bjartari tíma. Hver er ömurlegasti leikmaður- inn fyrr og síðar í knattspyrnu- heiminum? Arsenal liðið á tímum George Graham var hreinasta sjónmengun og svo er stórslys að El Hadji Diouf hafi klæðst Liverpool treyjunni. Síðan finnst mér t.d. Nani, Gary Neville og Drogba algjör- lega óþolandi leikmenn enda með greinda- rvísitölu á við meðal stofuhita. Hefurðu sjálfur spilað fótbolta og þá með hvaða liði? Já ég gerði garðinn frægan með stórliði Kormáks frá Hvammstanga. Hvaða stöðu lékstu og þekkirðu einhvern sem myndi segja að þú hafir getað eitthvað? Ég spilaði yfirleitt sem framherji eða fremstur á miðjunni. Ég efa að elstu menn muni eftir hæfileikum mínum á vellinum þó miklir væru, en eftir að ég sleit háræð snemma á 10. áratugnum fóru skórnir svona að mestu upp í hilluna. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið Kormákur? Árni Skúlason netagerðamaður. Einhver góð saga úr boltanum? Fyrir nokkrum árum var lið Kormáks að keppa við Magna frá Grenivík og Kormákur að vinna leikinn með einu marki, það var lítið eftir af leiknum og Kormáksmenn gerðu hvað þeir gátu að halda fengnum hlut. Einn leikmaðurinn skaut boltanum út af og Ari Arason áhorfandi og dyggur stuðningsmaður Kormáks hljóp á eftir boltanum og í staðinn fyrir að skila honum aftur á völlinn þá hljóp hann með boltann inn í bíl og keyrði í burtu. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Ég er afar hrekklaus maður en „slysaðist“ einu sinni til að skrúfa vekjaraklukku inn í rafmagnsdós í herbergi vinar míns á heimavistinni á Sauðárkróki, stillti hana kl. 6:30 aðfaranótt sunnudags eftir árshátíð skólans. Hann var rúma tvo tíma að fatta hvaðan óhljóðin komu og aðra tvo að ná klukkunni út. Hann er nýfarinn að brosa að þessu. Spurning frá Tryggva Björnssyni. – Hvaða lið hefur unnið Staðar- skálamótið síðastliðin tvö ár? Það er sameiginlegt lið Skallagríms frá Borgarnesi og Hvatar frá Blönduósi, það dugir ekkert minna fyrir svona stórmót. Hvern viltu sjá svara þessum spurningum? Kjartan Sveinsson á Hvamms- tanga. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hvaða lið vinnur ensku deildina í vor? Sleit háræð snemma á 10. áratugnum Körfubolti Helgi Rafn útnefndur Dugnaðarforkurinn Á heimasíðu Tindastóls segir frá því að í uppgjöri á seinni hluta Iceland Express deildarinnar á dögunum, var tilkynnt að Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tinda- stóls, hefði verið valinn Dugnaðarforkurinn. Sú viðurkenning kemur engum stuðningsmanni Tindastóls á óvart. Sérstök valnefnd körfu- boltaspekinga velur úrvalslið bæði fyrri og seinni hluta Íslandsmótsins, besta leik- manninn og dugnaðarforkinn auk besta þjálfarann. Í úrvalsliðinu eru þeir Pavel Ermolinskij og Marcus Walker úr KR, Pálmi Freyr Sigur- geirsson og Jón Ólafur Jónsson úr Snæfelli og Sigurður Gunnar Þorsteinsson úr Keflavík. Besti leikmaður seinni hlutans var valinn Jón Ólafur Knattspyrna : Tindastóll/Hvöt Baráttusigur í Lengjubikarnum Tindastóll Hvöt vann baráttusigur á KF í Lengjubikarnum um helgina en eftir slakan fyrri hálfleik þar sem okkar menn voru undir 0 – 2 komu strákarnir dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik og voru lokatölur leiksins 4 – 2 fyrir Tindastól Hvöt. Á heimasíðu Tindastóls er skrifað um leikinn; „Fyrri hálfleikur okkar manna var afskaplega slakur, líkast til einn sá slakasti hálfleikur sem sést hefur hjá liðinu í vetur. Hinsvegar voru leikmenn KF býsna sprækir þó aldurinn hafi færst yfir nokkra þeirra en mikil reynsla er innan þeirra raða og þeir voru mun betri aðilinn fyrstu 45 mínúturnar. Þeir skoruðu tvö mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Eitthvað hefur Sigurður Halldórsson þjálfari sagt við leikmenn í hálfleik því annað lið með annað hugarfar kom inná völlinn. Af öllum ólöstuðum þá Jónsson Snæfelli og besti þjálfarinn Hrafn Kristjánsson KR. Þá var Helgi Rafn valinn Dugnaðarforkurinn eins og áður hefur komið fram og besti dómarinn var valinn Sig- mundur Már Herbertsson. Helgi Rafn komst ekki suður sjálfur til að taka við viður- kenningunni vegna veðurs en það var systir hans, Sigríður Inga Viggósdóttir, sem tók við viðurkenningunni fyrir stóra bróður. gjörbreytti Atli Arnarson gangi leiksins. Hann var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann skoraði laglegt mark eftir gott einstaklingsframtak og þetta kveikti í okkar mönnum þannig að ekki var aftur snúið. Kolbeinn Kárason skoraði næsta mark og jafnaði leikinn og það var svo Árni Einar Adolfsson sem skoraði með föstu skoti upp í þaknetið af stuttu færi og kom okkur í 3-2. Kolbeinn var ekki hættur og skoraði fjórða markið og þar við sat. Góður sigur á sterku liði KF. Gaman að sjá liðið koma svona sterkt til baka eftir afar slappan fyrri hálfleik. Siggi skipti mörgum leikmönnum inná sem komu gríðarlega frískir inn og stóðu sig mjög vel.“ Knattspyrna : Tindastóll/Hvöt Íslandsmeistari í hnefaleikum til liðs við Tindastól/Hvöt Fótbolti.net segir frá því að Tindastóll/Hvöt hefur fengið framherjann Kolbein Kárason til liðs við sig á láni frá Val. Gengið var frá lánssamningum í vikunni en við sama tækifæri skrifaði Kolbeinn undir nýjan samning við Val til ársins 2012. Kolbeinn, sem verður tvítugur á árinu, gekk upp úr öðrum flokki síðastliðið haust. Í vetur hefur hann komið við sögu hjá Val í Reykjavíkurmótinu og í Lengjubikarnum. Þessi hávaxni leikmaður hefur ekki einungis verið í fótboltanum því hann varð einnig Íslandsmeistari í yfirþungavigt pilta í hnefa- leikum í fyrra. ,,Ég hætti í fótbolta fyrir miðárið í 2. flokki og byrjaði að æfa box. Svo byrjaði ég aftur í fótbolta í ágúst í fyrra sumar. Ég varð Íslandsmeistari í boxi í apríl og keppti aðeins eftir það,” sagði Kolbeinn við Fótbolta.net. Helgi Rafn Viggósson, eða Skiltaskelfir, skellir í lás.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.