Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 6
6 Feykir 11/2011
Atli Már Traustason,
sauðfjárbóndi á Syðri-Hofdölum,
hefur verið formaður Félags
sauðfjárbænda í Skagafirði
frá árinu 2009 en Atli tók
við formennsku í félaginu af
Halldóru Björnsdóttur á Ketu
á Skaga. Sauðfjárbændur
funduðu á dögunum um
alvarlega stöðu meðal
sauðfjárbænda en á meðan
allur kostnaður hefur rokið
upp milli ára hefur afurðarverð
dregist afturúr og lækkaði á
liðnu hausti.
Atli og eiginkona hans
Klara Helgadóttir hafa verið
sauðfjárbændur á Syðri-Hof-
dölum frá árinu 1996 en í dag
búa þau með rúmlega 800
kindur og í vor er von á um
1400 lömbum. Tvíbýlt er á Syðri
Hofdölum því þar reka foreldr-
ar Atla einnig kúabú. Búið er
með stærri sauðfjárbúum í
Skagafirði. Engu að síður þarf
Atli að vinna utan heimilis
en hann hefur það virðulega
starfsheiti að vera frjótæknir
hjá Leiðbeiningamiðstöðinni.
Ég hitti Atla heima við á Syðri-
Hofdölum en þegar blaðamann
bar að garði höfðu þau hjón
nýlokið morgunverkunum og
Atli að gera sig kláran til að fara
í „vinnuna“. Eftir að hafa komið
okkur fyrir við eldhúsborðið
spyr ég Atla hvað sé að klikka í
sauðfjárbúskapnum sem verði
til þess að æ fleiri bændur nái
ekki endum saman. „Hvað er
að klikka já,“ spyr Atli á móti og
svarar síðan; „ Fyrst og fremst
eru það hækkanir á aðföngum
sem eru að fara illa með okkur,
áburður, olía, rúlluplast og
lyfjakostnaður, allt hefur þetta
hækkað gríðarlega síðustu
ár á meðan afurðaverð hefur
ekki haldið í við þá þróun og
lækkaði meira að segja heldur
síðasta haust.“
Aðspurður um ástæðu
þess að afurðaverð fylgi ekki
verðlagsþróun segist Atli í
raun ekki skilja af hverju það
geti ekki gengið. „Það er í raun
merkilegt þegar litið er til þess
að útflutningur á lambakjöti
gengur vel. Síðan er eins og
sláturleyfishafar nái ekki að
hækka verð til smásalanna
innanlands. Engu að síður
hafa sláturleyfishafar hagrætt
gríðarlega í sínum rekstri á
síðustu árum sem ætti auðvitað
að skila sér í hærri verðum til
bænda.
Við erum einfaldlega
ekki að fá nógu hátt
verð fyrir vöruna
okkar
En hvað skyldi vera til ráða.
Atli segir að kjötverð á alifluga-,
svína- og nautakjöti sé að
hækka útúr búð og lambakjötið
verði að fylgja þeirri þróun eftir.
„Við erum auðvitað ekki að
selja smásölunum beint heldur
gera sláturleyfishafar það og
þegar afurðarverð til bænda
fylgir ekki almennri verðþróun
heldur er langt undir þá getur
þetta ekki gengið vel. Við erum
að fá á okkur miklar hækkanir
á aðföngum á milli ára og til
að halda í við þær hækkanir
þyrfti vöruverð á lambakjöti og
afurðaverð að hækka í samræmi
við það. Best væri að bændur
gætu fengið verðstefnu nokkur
ár fram í tímann og gert áætlanir.
Við erum oft ekki að fá verðin
frá afurðastöðinni fyrr en viku
áður en við ætlum að leggja inn
lömbin. Fjárhagsáætlanagerð
er því pakki sem við hreinlega
getum ekki tekið þátt í. En miðað
við fréttir af matvælaskorti
í heiminum og síhækkandi
heimsmarkaðsverði ættu ísl-
enskir sauðfjárbændur að eiga
von á því að það gæti skilað sér
til þeirra.“
Á meðan sauðfjárbændur
berjast í bökkum og fá bú nema
þau skuldlausu standa undir
rekstri heimilis, er eftirspurn
eftir vörunni jafnvel meiri en
framboðið og í sumar gæti orðið
skortur á lambakjöti innanlands.
„Sláturleyfishafar eru sennilega
að fá betri verð með því að flytja
vöruna úr landi og því má gera
ráð fyrir að lítið verði eftir að
lambakjöti í landinu þegar líða
fer á sumar. Sláturleyfishafar
eru því uppfullir af bjartsýni
og vilja bara að við framleiðum
meira en það er ekki nóg
að auka framleiðsluna bara
til að auka hana heldur þarf
hún einnig að skila sér í betri
afkomu fjárbúanna. Það er
búið að hagræða í botn heima
á fjárbúunum og við komumst
ekki mikið lengra að óbreyttu.“
Hvernig fer hagræðing á fjárbúi
fram? „Það er í raun þannig
að þú kaupir ekki meira en þú
nauðsynlega þarft, áburðarkaup
eru spöruð eins og hægt er, en
það getur komið niður á gæðum
heyja og rækt í túnum til lengri
tíma litið. Fóðurbætir er orðinn
algjör lúxus, það er í mesta lagi
að menn séu að gefa steinefni
með heyinu. Lausnin útúr
vandanum er því oft sú að menn
eru nauðbeygðir til að fara að
vinna meira utan búsins.“
Á Syðri-Hofdölum hafa þau
Atli og Klara byggt sér fjárhús
þar sem þau geta gefið með
hlaupaketti í gjafagrindur
þannig að vinnan við fóðrunina
er mun minni. Á degi þar sem
ekki þarf að gera annað en að
gefa taka verkin tvo til þrjá tíma
en fleira þarf að gera á fjárbúi.
Það þarf að rýja, klaufsnyrta,
sjá um fjárbókhald og bókhald
búsins auk þess sem á vorin og
haustin eru miklir annatímar í
búskapnum svo ekki sé talað um
jarðvinnslu og heyskap. „Í fjórar
vikur á vorin er sólarhringsvakt
í fjárhúsunum en þá reynum við
alltaf að ráða einhvern til okkar
auk þess sem við níðumst á
vinum og ættingjum. Búið í dag
dekkar eitt starf en mér finnst
að bú með 800 fjár ætti að geta
framfleytt fjölskyldu. Kannski
gæti það gert það ef maður væri
skuldlaus en þetta er staðan hjá
yngri bændum sem hafa þurft
að byggja yfir sig bæði heimili
og fjárhús, tala nú ekki um ef
einnig hefur þurft að festa kaup
á jörð.“
Atli segir að ætli ungt fólk
að kaupa sér jörð og hefja
sauðfjárbúskap við núverandi
aðstæður þurfi það hreinlega
að hafa fullar hendur fjár til
þess að það dæmi geti gengið
upp. „Endurnýjunin er því
ekki mikil. Á árinu 2008 var
meðalaldur sauðfjárbænda á
Íslandi 58 ár og hefur hann síðan
þá farið hækkandi. Það hefur
reyndar veri drjúg endurnýjun í
Skagafirði en það hlýtur að fara
að koma stopp í það. Fólk lætur
ekki bjóða sér hvað sem er.“
Eins og áður sagði vinnur
Atli fulla vinnu utan bús.
Hefðbundinn dagur byrjar
klukkan sjö en þá fer hann
og aðstoðar foreldra sína
við morgunmjaltir. Að þeim
loknum um níu leytið er Klara
að ljúka við gjafir í fjárhúsunum.
Þá þarf að gefa geldneytum á
búinu sem eru um 70 talsins og
sinna hrossunum en 14 hross
eru á húsi á Syðri-Hofdölum.
„Við erum búin að þessu svona
rétt um 10 og þá fer ég að
huga að því hvað er að gera í
vinnunni,“ segir Atli og glottir.
„Ég fer síðan af stað um hálf
ellefu flesta daga og er komin
heim milli tvö og þrjú en þá
mæti ég í hádegismatinn." Þá
taka við almenn bústörf sem
þarf að sinna þann daginn
ásamt tamningum með elsta
syni þeirra hjóna. Börn þeirra
Atla og Klöru taka virkan þátt
Maður á ekki að þurfa að
borga með vinnunni sinni
Atli Már Traustason sauðfjárbóndi í Feykisviðtali