Feykir


Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 7

Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 7
11/2011 Feykir 7 og er það ánægjulegt að geta öll verið saman í búskapnum. Sóknarfærin eru til staðar Á fundi sauðfjárbænda á dögunum komu fulltrúar þriggja búa í Skagafirði með rauntölur úr sínum rekstri og segir Atli ljóst að ef bændur fái ekki talsvert betra verð fyrir lömbin í haust þurfi þeir að hugsa framhaldið gaumgæfilega. „Þegar jafnvel eldri bændur eru farnir að ganga á eigin sjóði til þess að láta enda ná saman þá hljóta menn að hugsa sinn gang. Nú þegar hefur verið mikil fækkun í greininni en innleggjendum á landinu fækkaði um 564 á árunum 2000-2009. Við gerum okkur grein fyrir að afurðastöðin getur aldrei borgað hærra verð en svo að þeir geti rekið sína stöð líka. En miðað við stöðuna á mörkuðum og gengi krónunnar eins og það er þá getur ekki orðið öllu hagstæðara að flytja út kjöt en það er í dag. Ef það er ekki hægt að borga þokkalegt afurðaverð til bænda þegar 40% af framleiðslunni fer á erlendan markað á þessu gengi, hvenær verður það þá hægt? Sláturleyfishafar eru bjartsýnir og vilja að við aukum framleiðsluna um 20%, segja markað fyrir því en við getum bara ekki staðið undir því endalaust að stækka búin og auka vinnuna heimavið samhliða því að þurfa að vinna utan heimilis til að hafa efni á að stækka við okkur. Við erum í raun að borga með því sem ætti að geta verið atvinnan okkar.“ Þrátt fyrir allt segist Atli hafa trú á því að framtíðin geti verið björt. „Mikill árangur hefur náðst í sauðfjárrækt undanfarin ár og menn að bæta afurðir sínar. Flokkun lambanna hefur einnig verið á uppleið og allt þetta skilar betri afkomu búanna. Aukið svigrúm er á heimsmarkaði vegna samdráttar í framleiðslu stærstu útflutningsþjóða sauð- fjárafurða frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það eru klárlega sóknarfæri með hækkandi heimsmarkaðsverði, auk þess sem flest allir eru sammála um að það stefni í matvælaskort í heiminum. Þá ætti að vera sóknarfæri fyrir okkur að koma afurðunum á erlenda markaði á góðum verðum og einnig er svigrúm til hækkana innanlands. Það þarf hinsvegar eitthvað að fara að gerast fljótt áður en við missum móðinn og bregðum búi.“ Húnvetnska liðakeppnin Glæsileg fimmgangskeppni Stórglæsilegri fimmgangs- keppni í Sparisjóðs- liðakeppninni, lauk á Hvammstanga s.l. föstu- dagskvöld, með rosalegum úrslitum í 1. flokki þar sem 5 stóðhestar öttu kappi. Magnús Bragi Magnússon á gæðingnum Vafa frá Ysta- Mói sigraði með einkunnina 7,14, í öðru sæti varð Tryggvi Björnsson á Kaftein frá Kommu með einkunnina 7,07, en hann kom upp úr B-úrslitum. Lið 3 sigraði kvöldið með 39,5 stig. Liðakeppnin stendur þannig að lið 3 er enn efst með 129,5 stig, í öðru sæti er lið 1 með 113 stig, í þriðja sæti er lið 2 með 103 stig og Hestaumfjöllun Feykis Sjá fleiri hestafréttir á www.feykir.is/hestar í fjórða sæti kemur lið 4 með 65,5 stig. Úrslit urðu eftirfarandi í A-flokki og 2. flokki og segir fyrri talan um einkunn úr for- keppni en sú seinni í úrslitum: A – flokkur 1. Magnús Bragi Magnússon og Vafi frá Ysta-Mó 6,67 / 7,14 2. Tryggvi Björnsson og Kafteinn frá Kommu 6,47 / 7,07 3. Ísólfur Líndal Þórisson og Kraftur frá Efri-Þverá 6,57 / 6,83 2. flokkur 1. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glaumur frá Varmalæk I 6,13 / 6.90 2. Patrik Snær Bjarnason og Sváfnir frá Söguey 6,10 / 6,62 3. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum 6,10 / 6,33 Verðlaunahafar vígreifir eftir spennandi keppni. Mynd: Þytur HROSSARÆKTARSAMBAND SKAGFIRÐINGA Geiri á Landi í stjórn Aðalfundur HSS var haldinn 8. mars s.l. í anddyri reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Þær breytingar urðu á stjórn að Sigurgeir Þorsteinsson á Varmalandi tók sæti Eysteins Steingrímssonar sem vék úr stjórn. Auk Sigurgeirs eru í stjórn þeir Ingimar Ingimarsson formaður, Eymundur Þórarinsson, Magnús B. Magnússon og Ólafur Sigurgeirsson. Halli varð á rekstri HSS árið 2010 upp á rúm 398 þúsund krónur og munar þar lækkun vaxtatekna sem lækkuðu milli ára um tæpar 475 þúsund krónur. HSS er nú að hefja sitt 41. starfsár og telur nú um 180 félagsmenn. Á vegum sambandsins munu þrír stóðhestar verða í boði fyrir félagsmenn; þeir Galsi frá Sauðárkróki, Sólon frá Skáney og Álmur frá Skjálg. Frekari upplýsingar er á heimasíðu HS, horse.is/hss LÉTTFETI Guðmundur hættir sem formaður Á stjórnarfundi Léttfeta fyrir skömmu var ákveðið að aðalfundur félagsins skyldi haldinn fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 20.30 í Tjarnarbæ. Á fundinum tilkynnti Guðmundur Sveinsson formaður félagsins að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi setu á formannsstóli í Léttfeta. Guðmundur hefur starfað sem formaður félagsins um árabil og telur komið gott að sinni. Áhugasamir formannskandídatar ættu að dusta rykið af framtakshugsjónum sín- um og mæta á aðalfundinn vel undirbúnir. GRUNNSKÓLAMÓTIÐ Þriðja mótið á Sauðárkróki 20. mars Sunnudaginn 20. mars nk. verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki og hefst mótið klukkan 13:00. Keppt verður í: 1. – 3. bekkur: fegurðarreið 4. – 7. bekkur: tví- eða þrígangur (sjá grein nr. 6. í reglum) 8. – 10. bekkur: fjórgangur 8. – 10. bekkur: skeið Eftir tvær keppnir leiðir Húnavallaskóli með 29 stig. Áskorendamót Riddara Norðursins Narfastaðir unnu Áskorendamótið Vel heppnað Áskorendamót Riddara Norðursins fór fram s.l. laugardagskvöld í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki þar sem fimm úrvalslið mættu og reyndu með sér í hörku keppni. Úrslit í annað sæti fjórgangs náðust fram með keppni í krók. Riddari Friðrik Steinsson og Hríshrímari Elvar Logi Friðriksson stóðu jafnir í öðru til þriðja sæti í fjórgangi með einkunnina 6.53. Hluti áhorfenda vildu að þeir reyndu með sér í söng til að knýja fram úrslit en Riddarar harðneituðu þeirri bón og beittu króki á móti bragði og settu á keppni í krók. Það er styst frá því að segja að Riddari Friðrik reyndist sterkari í þeirri viðureign og hlaut því annað sætið að launum. Það var lið Narfastaða sem fór heim með hinn eftirsótta Riddarabikar. Hinn ómþýði Riddarakór steig á stokk í þau skipti er þótti henta og söng hann afspyrnu fallega og var óhemju góður að sögn eins kórfélaga. Riddarakórinn að störfum. Mynd: riddarar.123.is SKAGFIRSKA MÓTARÖÐIN Silvía Sigurbjörns- dóttir sigraði kennara sína Spennandi og skemmtilegt 5 gangsmót fór fram í Skagfirsku mótaröðinni í liðinni viku. Keppt var í 1. og 2. flokki og varð Húnvetningurinn Greta B. Karlsdóttir sigurvegari í 2. flokki á Kátínu frá Efri- Fitjum. Í B-úrslitum í 1. flokki reið Ísólfur Líndal Þórisson á Ræl frá Gauksmýri sig upp í A-úrslitin. Harður slagur var í A-úr- slitum í 1. flokki, en svo skemmtilega vildi til að þar voru tveir kennarar við Hóla- skóla og þrír nemendur af reið- kennarabraut Hólaskóla sem öttu kappi. Þeirri rimmu lauk með því að nemandinn Silvía Sigurbjörnsdóttir á Þresti frá Hólum hafði sigur á kennurum sínum með glæsisýningu. Úrslit í 2. flokki: 1. Greta B Karlsdóttir – Kátína frá -Fitjum 5,57 2. Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir – Lyfting frá Hjaltastöðum 5,43 3. Herdís Rútsdóttir – Vornótt frá Ásgeirsbrekku 4,43 4. Ásdís Ósk Elvarsdóttir – Hrappur frá Sauðárkróki 3,80 A-úrslit 1. flokkur: 1. Silvía Sigurbjörnsdóttir – Þröstur frá Hólum 6,80 2. Mette Mannseth – Hnokki frá Þúfum 6,73 3. Eyrún Ýr Pálsdóttir – Hreimur frá Flugumýri 6,67 4. Ísólfur Líndal Þórisson – Ræll frá Gauksmýri 6,43

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.