Feykir


Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 2

Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 2
2 Feykir 11/2011 Svínavatnsleið Akureyrarbær vill fund um málið Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur falið bæjarstjóra að óska eftir fundi með bæjar- stjóra Blönduósbæjar og sveitarstjóra Húnavatns- hrepps til þess að ræða mismunandi hagsmuni sveitarfélaganna varðandi styttingu hringvegarins með hinni svokölluðu Svínavatns- leið/Húnavallaleið. Í fundargerð bæjarráðs Akureyrarbæjar frá 10. mars síðastliðnum kemur fram að fulltrúar L-lista og D-lista fóru á fund umhverfisráðherra 8. mars síðastliðinn. Tilgangur fundarins var að koma sjón- armiðum Akureyrarbæjar á framfæri varðandi styttingu leiðarinnar á milli Akureyrar og Reykjavíkur, en umhverfis- ráðherra á eftir að úrskurða um málið. Rætt var um umhverfisleg- an ávinning sem og fjár- hagslegan ávinning íbúa Akureyrar í formi flutnings- kostnaðar, en ekki hvað síst um umferðaröryggi á um- ræddum köflum leiðarinnar, að því er fram kemur í fundar- gerðinni. Dægurlagakeppni í Sæluviku á Sauðárkróki Dægurlagakeppnin endurvakin Sæluvikan, árleg lista- og menningarhátíð í Skaga- firði verður haldin 1.-7.maí nk. Meðal stærstu við- burða þetta árið verður dægurlagakeppni Sæluviku sem fram fer á Sauðár- króki, föstudaginn 6. maí. Keppnin er öllum opin og eru allir lagahöfundar landsins hvattir til að senda inn lög. Dómnefnd mun velja 10 lög sem keppa á úrslitakvöldinu um titillinn Sæluvikulagið 2011. Dægurlagakeppni á sér ára- tuga langa hefð á Sauðárkróki og þá lengst af í tengslum við Sæluviku. Kvenfélag Sauðár- króks stóð lengst af fyrir keppninni, þeirri fyrstu árið 1956, en sigurlagið í þeirri keppni átti Eyþór Stefánsson, tónskáld og síðar heiðursborg- ari Sauðárkróks. Dægurlaga- keppnin varð smátt og smátt að heilmiklum viðburði í bæjar- lífinu og ýmis lög sem þar hafa komið fram hafa lifað. Meðal sigurvegara í keppnum fyrri ára má nefna Geirmund Valtýsson sem hefur sigrað fjórum sinnum, fyrst á sjötta áratugnum og síðast árið 1996. Meðal annarra þekktra flytjenda sem komið hafa fram í keppninni á síðustu árum og sumir stigið þar sín fyrstu skref má nefna Hreindísi Ylfu Garð- arsdóttur, Aðalheiði Ólafs- dóttur, Regínu Ósk, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Eyjólf Kristjánsson, Friðrik Ómar og marga fleiri. Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir – gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 317 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Feykir Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Sauðárkrókur Sjóveita í rækjuvinnsluna Í síðasta mánuði var Rækjuvinnslan Dögun tengd við sjóveitu og notar nú sjó úr bor- holum á sandfangaranum við Sauðárkróks- höfn við framleiðslu sína en rækjuvinnsla er mjög vatnsfrek framleiðsla og hefur valdið mörgu byggðalaginu höfuðverk við að út- vega það magn af köldu vatni til fram- leiðslunnar sem þarf, bæði hér á landi sem erlendis. Það er vel þekkt erlendis að nota sjó til plokkunar rækju þar sem vatn er ekki í boði og vegna þessa fóru Skagafjarðarveitur út í það að bora eftir sjó við höfnina á Sauðárkróki til að létta á kaldavatnsnotkuninni sem hefur verið höfuðverkur nú um nokkur ára skeið vegna sí minnkandi úrkomu á svæðinu. Á heimasíðu Skagafjarðaveitna segir að eftir ráðgjöf Þórólfs Hafstað jarðfræðings hjá ÍSOR voru boraðar tvær holur í Sandfangarann við höfnina á Sauðárkróki með nokkrum árangri. Holurnar eru fóðraðar með 14“ stálrörum og eru rúmlega 30 metra djúpar. Efst var fóðrað í gegnum ca. 8 metra þykkt malar- og sandlag þá tók við mjög þéttur leir næstu 20 metra síðan 1,5 – 2 metra lag af möl en síðan klöpp í um 30 metra dýpi. Stálfóðringin var síðan götuð þar sem malarlagið var. Dælum var komið fyrir í holunum og gefa þær hvor um sig um 8 l/sek af 22 ‰ söltum sjó. Rækjuvinnslan Dögun er að nota um 12 l/ sek þegar vinnslan er í gangi og munar það miklu í kaldavatnshallærinu. Sigurvegarar í Dægurlagakeppnni Kvenfélags Sauðárkróks árið 2005. Veiðisvæði Blöndu og Svartár Til leigu Heiðadeild Veiðifélags Blöndu og Svartár hefur óskað eftir tilboðum í silungsveiði á vatnasvæði veiðifélagsins sem er Blöndulón og þær þverár sem falla í lónið og Blöndu ofan Blöndustíflu. Meðal annars er netaveiði leyfð í Blöndulóni. Hægt er að gera tilboð í vatnasvæðið allt eða skipta því í tvennt, austara svæði sem er hluti af Blöndulóni ásamt Galtará, Haugakvísl og Herjólfslæk eða vestara svæði sem er hluti af Blöndulóni ásamt Kúlukvísl, Seyðisá og Stóralæk. Tilboðsfrestur er til 10. apríl 2011 og geta áhugasamir skila tilboðum til formanns félagsins, Jóhanns Guðmunds- sonar, Holti, sem veitir allar nánari upplýsingar. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföðurs og afa Halls Jónassonar, bifreiðastjóra Lindarbrekku, Varmahlíð Sérstakar þakkir til Álftagerðisbræðra. Guð blessi ykkur öll Aðalbjörg Anna Jónsdóttir Þ A K K I R Steinunn Helga Hallsdóttir Jónas Jón Hallsson Hafdís Hallsdóttir, Jónína Hallsdóttir Gunnar Randver Ágústsson Inga Hanna Dagbjartsdóttir Bjarni Ingvarsson Einar Einarsson og öll afabörnin Þessa dagana standa yfir æfingar á leikritinu Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan eftir Marc Camoletti en það er leik- félag Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði sem sér um að koma leikritinu á fjalirnar. Leikritið fjallar um Jónatan og konur sem hann umgengst ásamt Róberti vini sínum og eins og gerist í góðum försum þá má ætla að misskilnings gæti í samskiptum við kven- fólkið og skemmtilegar áætlanir vegna þeirra fari út um þúfur. Á Húnaþingsblogginu segir að frumsýnint verði föstudags- kvöldið 25. mars. Húnaþing vestra Einn koss enn... Gamlar kirkjur í Húnaþingi Fá styrki úr Húsfriðunarsjóði Blönduóskirkja eldri, Svína- vatnskirkja og Vesturhóps- hólakirkja eru á meðal verk- efna sem Húsfriðunarsjóður hefur styrkt fyrir árið 2011. Blönduóskirkja eldri sem byggð er árið 1894 og Svína- vatnskirkja sem byggð er árið 1882 fengu 500 þúsund króna styrk hvor og Vesturhópshóla- kirkja sem byggð er árið 1877 fékk 350 þúsund króna styrk. Hlutverk Húsafriðunarsjóðs er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Heimilt er að veita styrki til viðhalds annarra húsa en friðaðra sem að dómi Húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber að stuðla að byggingarsögulegum rann- sóknum og útgáfu rita um þær.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.