Feykir


Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 10

Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 10
10 Feykir 11/2011 Kvöldsöngur að enskri fyrirmynd Menning Sunnudaginn 6. mars sl. var haldinn Kvöldsöngur að enskri fyrirmynd í Hvammstangakirkju. Það voru kirkjukórar Blönduóss, Hvammstanga-, Melstaðar- og Staðarbakka- sókna í Miðfirði, sem fluttu undir stjórn organista sinna, en þær eru Pálína F. Skúladóttir Í Menningarhúsinu Hofi Laugardaginn 26. mars kl: 20.30 The Beatles Queen Karlakór Dalvíkur ásamt Matta Matt og rokkhljómsveit flytja lög Bítlanna og Queen í rokkuðum útsetningum Guðmundar Óla Gunnarssonar stjórnanda kórsins. Hljómsveitna skipa: Gunnlaugur Helgason bassi, Hallgrímur Ingvarsson gítar, Halli Gulli trommur, Daníel Þorsteinsson píanó Miðasala á www.menningarhus.is og Solveig S. Einarsdóttir. Höfðu kórarnir æft tónlistina hver í sínu lagi en hittust á sunnudag til að leggja lokahönd á undirbúning og eiga góða stund saman. Kvöldverður var á Vertinum á Hvammstanga, en tónlistarflutningur kl. 20.30 í Hvammstangakirkju sem fyrr sagði. Flutningurinn tókst vel og var hátíðlegur. Sóknarprestarnir sr. Guðni Þór Ólafsson, sr. Magnús Magnússon og sr. Sveinbjörn R. Einarsson tóku einnig þátt í flutningnum og leiddu helgistund. Þetta er í annað sinn sem þessir kórar koma saman í þessu verkefni. Í fyrra fluttu þeir svipaða tónlist í Blönduósskirkju. Söngur þessi og formið er að enskri fyrirmynd, þar sem slíkur kvöldsöngur (stundum nefnd- ur Vesper) er orðin löng og vinsæl hefð. Hann fer yfirleitt að miklu leyti fram á latínu, engin predikun er flutt og alls stendur flutningur yfir í um 40 mínútur. Hér hefur hann verið lagaður að íslenskum aðstæðum og er allur á íslensku. Texti og myndir: Guðni Þór Ólafsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.