Feykir


Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 4

Feykir - 17.03.2011, Blaðsíða 4
4 Feykir 11/2011 Úttekt á Árskóla Samkvæmt 38. grein laga um grunnskóla frá 2008 gerir menntamálaráðu- neytið reglulega úttekt á grunnskólum landsins. Skoðað er hvernig grunnskólar framkvæma ákvæði grunnskólalaganna og reglugerða sem þeim fylgja og aðalnámskrár. Árskóli á Sauðárkróki var einn þriggja skóla á Íslandi sem menntamálaráðuneytið gerði úttekt á að þessu sinni. Auk þess að skoða skólann með tilliti til laga og reglugerða, er jafnframt lagt mat á ýmsa aðra þætti skólastarfs eins og stefnu og stjórnun, skipulag kennslu, innra mat, námskröfur, fyrir- komulag námsmats, sérfræði- þjónustu sveitarfélagsins og fleira. Ráðuneytið fól tveimur AÐSENT EFNI Bjarki Tryggvason skrifar tektaraðilar skólann tvisvar. Í þessum heimsóknum var húsnæði skoðað og fylgst með vinnu nemenda. Þá voru tekin viðtöl við fjölmarga aðila sem að skólastarfinu koma. Í þeim hópi voru fræðslunefnd og fræðslustjóri, kennarar, deild- arstjórar, annað starfsfólk en kennarar, nemendaráð, stjórn foreldrafélags o.fl. Niðurstöður úttektarinnar voru síðan birtar í skýrslu sem hægt er að nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, heimasíðu skólans og heimasíðu ráðu- neytisins. Í meginatriðum eru niðurstöður þær að tekist hafi á árangursríkan hátt að sam- eina Barna- og Gagnfræða- skólann á Sauðárkróki í eina stofnun, Árskóla, og að í Árskóla fari fram metnaðarfullt og árangursríkt skólastarf. Í samræmi við markmið skólans þá er niðurstaðan einnig sú að skólinn sé aðlaðandi og hlýlegur vinnustaður, þar sem nemendum líður vel og hafi þá tilfinningu að skólinn sé öruggur samastaður fyrir þá í leik og starfi. Í skýrslunni eru settar fram 10 tillögur til úrbóta. 9 af þeim tillögum lúta að innra starfi sem m.a. taka til aðlögunar skólahalds að lögum frá 2008 og nýjum reglugerðum en einnig að sjálfu skólastarfinu. Verið er að vinna að úrbótum á öllum þeim atriðum er varða innra starf. Veikasti hlekkurinn í skóla- starfinu, að mati skýrsluhöf- unda, er húsnæðismálin, sem þeir telja óviðunandi. Þessi ábending er ekki ný fyrir okkur sem vinnum að skólamálum. Úrbætur í húsnæðismálum Árskóla hafa verið og eru eitt brýnasta verkefnið í sveitar- félaginu. Eitt af stefnumálum þess meirihluta sem nú situr er að byggja við Árskóla við Skagfirðingabraut og sameina allt skólahaldið þar. Á síðasta kjörtímabili var unnið að hönnun og áætlunum og fyrir liggja teikningar að nýbyggingu og endurgerð á eldri álmu hússins. Á fundi byggðarráðs þann 24. febrúar s.l. var síðan samþykkt að skipa byggingar- nefnd sem ætlað er að hafa yfirumsjón með viðhaldi og nýframkvæmdum í skólanum á starfstíma hennar. Í nefndinni skulu sitja þrír sveitarstjórnar- fulltrúar, tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta. Auk þeirra skulu sitja fundi nefnd- arinnar, sveitarstjóri, fræðslu- stjóri, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og fulltrúi Árskóla. Þótt ekki liggi fyrir enn nákvæm áætlun um fram- kvæmdir við Árskóla er mikil- vægt að ítreka að fullur vilji er hjá meirihluta sveitarstjórnar að leita allra leiða til að koma framkvæmdum af stað sem allra fyrst og búa þannig um hnútana að því góða skólastarfi sem nú þegar er unnið í Árskóla sé í engu ógnað af ytri umgjörð þess. Bjarki Tryggvason sérfróðum aðilum, þeim Trausta Þorsteinssyni, lektor við Háskólann á Akureyri og Unnari Þór Böðvarssyni, fyrrverandi skólastjóra, að annast úttektina. Auk þess að safna saman og fara yfir þau skriflegu gögn sem til eru um starfsemina, heimsóttu út- Sönglög í Sæluviku Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi í Miðgarði Stórsöngvararnir Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi ásamt fjölda skagfirskra söngvara og hljóðfæraleikara munu koma fram á Sönglögum í Sæluviku sem fram fer í Menningarhúsinu Miðgarði föstudaginn 29. apríl nk. -Það verður vel í lagt að þessu sinni þar sem um 20 manns koma að herleg- heitunum, segir Stefán Gísla- son einn forsvarsmaður tón- leikanna í samtali við Feyki. -Sönglög í Sæluviku er orðin árlegur viðburður og er alltaf að festa betur rætur í menningu héraðsins. Nú að þessu sinni fáum við ein- faldlega tvo fremstu dægur- lagasöngvara landsins af yngri kynslóðinni til að syngja saman í fyrsta skipti opinberlega og með okkar frábæra tónlistarfólki, segir Stefán. Öllum þeim er á hlýddu, er í fersku minni heimsókn Eyþórs Inga í fyrra, en eigum við von á svipaðri dagskrá? -Ég held ég megi segja að í ár verði hún af lífi og sál í bókstaflegri merkingu, segir Stefán leyndardómsfullur á svip en gefur ekkert meira út á það að svo stöddu. En verður forsala? -Já það er ákveðið og þeir sem vilja tryggja sér miða geta það í Ábæ, KS Varmahlíð og KS Hofsósi og hefst forsalan þann 25. mars, segir Stefán að lokum. Feykir mælir með því að fólk taki daginn frá og upplifi þennan magnaða viðburð. Jóhanna Guðrún ásamt Evróvisjónfélögum vorið 2009, hér í menningarhúsi í Moskvu. Skagaströnd Háskóli unga fólksins Háskóli unga fólksins, HUF, hefur verið starfræktur á vegum Háskóla Íslands frá árinu 2004 og notið mikilla vinsælda. Í tilefni aldar- afmælis HÍ 2011 verður starfsemi HUF með hátíðar- sniði og skólinn á faralds- fæti. Þar ber hæst ferð Háskóla unga fólksins með svokallaðri Háskólalest sem heimsækir níu áfangastaði á landinu í samstarfi við Rannsóknarsetur HÍ á landsbyggðinni, grunn- skóla, sveitarfélög o.fl. Frá og með 29. apríl til 28. ágúst 2011 verða valin nám- skeið HUF, ætluð börnum frá 12 – 16 ára, haldin víðs vegar um landið undir formerkjum Háskólalestarinnar. Til við- bótar við námskeið fyrir unga fólkið verður fjölþætt dagskrá fyrir alla aldurshópa á hverjum áfangastað, viðburðir, uppá- komur, örfyrirlestrar og margt fleira. Háskólalestin verður stað- sett á Skagaströnd einhvern tímann á tímabilinu 23. – 27. maí í vor. Húnaþing vestra Hefurðu smakkað kanínukjöt? Gæludyr, gulrætur, Kalli kanína, fjölgun – þetta er bara sýnishorn af þeim svörum sem komu við spurningunni „Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar kanínur eru nefndar?“ Þessi spurning og fleiri voru lagðar í formi könnunar fyrir viðskiptavini Kringlunnar þann 5. mars s.l. en markmið með könnunni var að fá innsýn í viðhorf almennings gagnvart kanínukjöti. Uppi eru hugmyndir um stofnun fyrirtækis í Húnaþingi vestra með það að markmiði að rækta holdakanínur og selja afurðir þeirra, s.s. kanínukjöt, til veitingahúsa og neytenda. Stefnt er að uppbyggingu ræktunarstofns sem saman- stendur af 250 læðum viður- kenndrar ræktunartegundar, en fyrstu 23 dýrin munu væntanlega koma erlendis frá. Að baki viðskiptahugmyndinni stendur Birgit Kositzke, fædd í Þýskalandi en búsett á Hvammstanga. Kanínukjöt er ljóst kjöt, meyrt og hollt, enda fitusnautt, og því auðmeltanlegt. Það er mjög bragðgott, og hægt er að matreiða það á margvíslegan hátt. Sérstaklega fyrir þá sem hugsa um heilsuna eða kjósa létt fæði er kanínukjöt góður valkostur á móti svína-, nauta- og lambakjöti. Niðurstöður ofannefndrar könnunar munu hafa áhrif á stærð fyrirtækisins. Til stendur að safna fleiri svörum, m.a. í gegnum heimasíðu, sem þegar er í smíðum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.