Feykir


Feykir - 01.06.2011, Blaðsíða 2

Feykir - 01.06.2011, Blaðsíða 2
2 Feykir 21/2011 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir – gudny@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 861 9842 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: Karl Jónsson Áskriftarverð: 317 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Feykir Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Glaður hvalur, glaðar konur og fallega Hrísey Ég fór í frábæra óvissuferð um helgina en einn áfangi óvissunnar var ferð út í Hrísey þar sem við fórum í ferð með dráttarvél og snæddum dýrindis nautasteik. Þessi ferð væri svo sem ekki í frásögur færandi fyrir utan að hafa verið bráðskemmtileg, þá heillaði Hrísey mig upp úr skónum. Þangað hafði ég ekki komið síðan ég var stelpa og mundi lítið eftir þeirri för annað en að hafa af Hríseyjarbörnum verið ásamt félögum mínum í sumarbúðum UMSE, grýtt með fiskhausum. Minningin var því neikvæð og mig hafði aldrei langað aftur. Nema hvað. Ég held að mér sé óætt að fullyrða að ég hef aldrei komið í snyrtilegra samfélag en einmitt úti í Hrísey. Hvergi var rusl að sjá, garðar snyrtilegir og í fallegri rækt. Það fallegri að það var virkilega gaman að skoða þá, húsin gömul og vel við haldið og dráttarvélar eyjabúa með farþegakössum aftan á krydduðu mannlífið. Bráðfjörugur leiðsögumaður tók á móti okkur við hafnarbakkann og sat með okkur aftan á kerrunni og fengum við leiðsögn um það sem fyrir augu bar. Einangrunarstöðin, Galloway naut, falleg hús og fallegir garðar, fiskhjallar, fuglalíf og náttúrufegurð var til að heilla ferðalangana upp úr skónum. Brekka er kapítuli út af fyrir sig og maturinn algjörlega frábær. Og svo til þess að toppa ferðina þá veifaði glaðlega til okkar hvalur á leiðinni til baka. (Við vorum alla vega svo glaðar að við ákváðum að hann væri það líka blessaður hvalurinn.) Mig langar að nota þetta tækifæri nú eða misnota eftir því sem við á til þess að hrósa Hríseyingum fyrir fallegan bæjarbrag og frábærar móttökur því allir sem við mættum buðu okkur glaðlega góðan daginn enda einstaklega glaðar konur á ferð. Guðný Jóhannesdóttir ritstjóri Kristín Lilja Friðriksdóttir, verkefnisstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ hefur sent Sveitarfélaginu Skagafirði erindi þar sem í tilefni átaksins “Hjólað í vinnuna”, stjórnendur sveitarfélagsins eru hvattir til að gera umhverfi hjólreiðamanna í sveitarfélaginu sem best. Í erindi hennar kemur fram að verkefnastjóra hafi borist ábendingar frá þátt- takendum átaksins um að víða þurfi að betrumbæta í umhverfi hjólreiðamannsins. Sauðárkrókur Hjólreiða- menn vilja úrbætur 51. árgangur Húnavökunn- ar er kominn út og er nú hægt að nálgast ritið í Samkaup á Blönduósi og Skagaströnd. Ritið er að venju stútfullt af kveðskap, æviminningum, viðtölum, smásögum og öðru sem auðgar manninn. Að þessu sinni er aðalvið- tal ritsins við þau hjón Magnús Ólafsson og Björgu Þorgilsdóttur oftast kennd við Sveinsstaði. Í ávarpi ritstjóra segir m.a. „Án menningar væri mannlífið mun fábreyttara og fátækara. Orðið menning hefur svipaða merkingu og orðið menntun, þ.e. að verða að manni. Menning veitir þeim lífsfyllingu sem hana stunda og njóta.“ Húnavakan kostar 4.000,- kr. Það er Ungmennasamband Austur-Húnvetninga sem gefur ritið út eins og alltaf. Húnaþing Ný Húna- vaka komin í verslanir Úr bloggheimum „Farfuglarnir” komnir Á Húnaþingsblogginu segir að „Þá fer þetta allt að byrja aftur“ og er þá verið að vísa til þeirra umferðar- óhappa sem erlendir ferðamenn rata stundum í á slæmum vegum landsins. Tilefni þessarar færslu er að á Vatnsnesinu við bæinn Tjörn var bíll á hvolfi þegar tíðinda- maður bloggsins var á ferðinni þar. Ekki er vitað um slys á fólki í þessari veltu en leiða má að því líkum að fólk hafi ekki slasast því í flestum tilfellum er lögreglan kvödd á staðinn ef slys verður á fólki. Mynd: Hunathing.123.is Hofsós Slökkviliðið flytur út fyrir verslun Til þess að hægt verði að opna bráðabirgðaverslun á Hofsósi þurfti slökkviliðið í Skagafirði að flytja út úr sínum helmingi í húsnæði sem er í eigu slökkviliðsins og björgunarsveitarinnar Grettis. Að sögn Vernharðs Guðna- sonar slökkviliðsstjóra var það þeim í slökkviliðinu ljúft og skylt að geta lagt eitthvað af mörkum svo hægt verði að opna verslun með nauðsynjar fyrir Hofsósinga og nær- sveitir. „Slökkviliðið flytur því tímabundið úr slökkvistöðinni svo af þessu geti orðið. Slökkviliðið hefur komið sér fyrir í gamla frystihúsinu á meðan að verslun KS verður endurbyggð eftir brunann,“ segir Vernharður. Fyrstu fjórir mánuðir ársins á Blönduósi Farið yfir reksturinn Á fundi bæjarráðs Blöndu- ósbæjar fyrir helgi kynnti fjármálastjóri bæjarins rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu 4 mánuði ársins. Þar kom fram að bókaðar tekjur fyrstu 4 mánuði ársins námu alls 255.6 millj. kr. en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir tekjum að upphæð 640 millj. kr. allt árið 2011. Bókuð útgjöld fyrstu 4 mánuði ársins eru 231,8 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir útgjöldum upp á 580,6 millj. kr. allt árið. Niðurstaða úr rekstri fyrstu 4 mánuði er 23,7 millj. kr. tekjur umfram gjöld en fjárhagsáætlun án afskrifta, verðbóta og söluhagnaðar gerir ráð fyrir 59,4 millj. kr. tekjum umfram útgjöld. Fjárfestingar fyrstu 4 mánuði ársins eru engar, en gert er ráð fyrir 7 millj. kr. í fjárfestingar árið 2011. Lögreglan á Sauðárkróki Í mörg horn að líta Það var nóg að gera hjá lögreglunni á Sauðárkróki um helgina en við skulum líta í dagbók lögreglu „Á laugardagsmorguninn var tilkynnt um umferðar- óhapp á Sauðárkróksbraut við Geitagerði. Í ljós kom að ökumaður bílsins var 16 ára og þar af leiðandi ökurétt- indalaus. Hann er jafnframt grun- aður um ölvun við akstur og að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi úr iðnaðar- húsnæði á Sauðárkróki fyrr um nóttina. Hinn ungi ökumaður slapp með minniháttar meiðsl en var fluttur á FSA til skoðunar. bifreiðin er töluvert skemmd Rétt fyrir eitt á laugar- deginum barst lögreglu tilkynning um að maður hafi fallið af bifhjóli á Þverár- fjallsvegi. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofn- unina á Sauðárkróki til aðhlynningar. Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Ástæður óhappsins má rekja til þess að hross hljóp yfir veginn og í veg fyrir bifhjóla- mennina. Tilkynnt var um rúðubrot á reiðhöllinni og af um- merkjum mátti sjá að einhver hafði farið inn. Ekki var sjáanlegt að neinu hafi verið stolið en rótað hafði verið í dóti. Á sunnudaginn barst lögreglu tilkynning um að maður væri í farangursrými bifreiðar sem ekið væri innanbæjar á Sauðárkróki. Við skoðun kom í ljós að maðurinn var farinn úr farangursrýminu en viður- kenndi ökumaðurinn að farþeginn hafi farið þangað í fíflagangi. Var brýnt fyrir ökumanninum og farþeg- anum að slíkt uppátæki væri ólöglegt og stórhættulegt.“ Það er gaman að hjóla.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.