Feykir - 01.06.2011, Blaðsíða 9
21/2011 Feykir 9
( ÁSKORENDAPENNINN )
Sigríður Tryggvadóttir skrifar úr Húnaþingi vestra
Mennt er máttur
Mennt er máttur.
Hvað er átt við með
þessum orðum?
Gefur menntun aukin
lífsgæði og jafnvel
andlega næringu?
Orð Aristótelesar voru
einhvern tímann þau
að ,,þekkingarþrá væri
öllum mönnum í blóð
borin.“
Sem bókavörður
og umsjónarmaður
fjarnámsstofu í
Húnaþingi vestra s.l. ár
hef ég velt þessu oft á
tíðum fyrir mér. Ég er
þeirrar skoðunar miðað
við þá ásókn að ýmiss
konar menntun hér í
héraði að fólki finnist
menntun ákjósanlegur
kostur fyrir margar sakir.
Hér í héraði hefur orðið
mikil aukning skólafólks
á öllum aldri. Fólk er í
framhaldsskólanámi,
háskólanámi,
endurmenntun og
að taka allavega
námskeið. Fólk tekur
námið héðan úr
heimabyggð eða fer
tímabundið í burtu
til náms. Þeir sem
taka námið hér í
heimabyggð leita
hingað í fjarnámsstofu
til fjarfunda og í próf og
einnig er nokkuð um
að þeir sem fara í burtu
til náms leiti hingað
til að taka prófin og á
bókasafn til að læra
og leita upplýsinga.
Ég sé í starfi mínu að
áhugi fullorðins fólks
á því að bæta við sig
hefur aukist til muna
og oftast sé ég síðan
sama fólk, að öðrum
ólöstuðum, hafa áhrif
á jákvæðan hátt innan
okkar litla samfélags.
Hvað varðar áhrif
möguleikans á
framhaldsnámi í
heimabyggð á samfélag
eins og okkar hér í
Húnaþingi vestra þá
gefur þetta þeim sem
búsettir eru á svæðinu
möguleika á aukinni
menntun og vexti á
margan hátt. Þekking
og kunnátta er farsælt
vopn í lífsbaráttu
einstaklingsins og hvers
samfélags í þeim opna
heimi og aukna hraða
sem við búum við. Það
er því svo að menntun
er veigamikill þáttur.
Ég sé fullorðið fólk,
sem lengi hefur langað
til að læra en hefur
ekki getað það vegna
búsetu sinnar, skrá
sig til náms og klára
með miklum sóma. Ég
sé líka ungt fólk, sem
sveitarfélagið getur
verið stolt af, ljúka
námi. Þetta er ungt
fólk sem er að koma
undir sig fótunum
og leggur mikið á sig
til að geta stundað
nám samhliða vinnu
og ungum börnum.
Þetta er fólk sem vill
búa í sveitarfélaginu
og er tilbúið til að
leggja mikið á sig til
að öðlast menntun
þrátt fyrir búsetu fjarri
menntastofnun.
Menntun er
fjárhagslega hagkvæm,
bæði fyrir einstaklinga
og samfélagið.
Menntun hefur jákvæð
áhrif bæði hvað
varðar skatttekjur til
samfélagsins og einnig
til annarra þátta sem
ekki er hægt að mæla í
hreinum tekjum.
Það er skoðun mín,
eftir að hafa búið hér
í sveitarfélaginu í tugi
ára, að samfélagið
hafi aldrei verið eins
blómlegt og nú hvað
varðar menningarlíf og
fjölbreytni. Vissulega
höfum við ekki farið
varhluta af kreppunni
en þrátt fyrir það er
hér bæði fullorðið
og ungt, áhugasamt
og vel menntað fólk
sem áhuga hefur
á að byggja upp
sveitarfélagið og
menningu þess. Hér í
okkar litla samfélagi
eru starfrækt hverskyns
félagasamtök,
blómlegt félagslíf og
haldnir eru fjölbreyttir
menningarviðburðir
af margvíslegum
toga. Auk þessa eru
íþróttahús á svæðinu,
reiðhöll, veitingastaðir,
kaffihús, handverkshús,
Selasetur, félagsheimili
og fleira og fleira. Hér
er áhugasamt, duglegt
og framsýnt fólk sem
gerir sveitarfélagið að
því sem það er. Fólk
sem stendur saman
að uppbyggingu og
hverskyns viðburðum
og horfir bjartsýnum
augum fram á veginn.
Við getum verið stolt
af fólkinu okkar
sem byggir upp það
samfélag sem við
búum í.
- - - - -
Ég skora á Magnús
Freyr Jónsson,
sláturhússtjóra á
Hvammstanga, að
koma með pistil
í Feyki.
Fyrirtæki vikunnar : Ljón Norðursins
Skemmtilegt kaffihús
á bökkum Blöndu
Á bökkum Blöndu í gamla
hluta Blönduóssbæjar er
gamlt en snyrtilegt hús sem
á stendur Ljón Norðursins og
hýsir kaffihús og bar en fyrir
utan standa þrjú smáhýsi
sem leigð eru út til gistingar.
Sá sem ræður í ríki Ljónsins
heitir Jónas Skaftason en
hann rekur ættir sínar til
listamannsins sem bar þetta
virðulega nafn og fannst það
hljóma vel á kaffihúsinu.
Feykir átti gott spjall við
Jónas í síðustu viku þar sem
hann segir frá því sem hann
er að aðhafast.
-Kaffihúsið heitir Ljón Norð-
ursins, sem er kaffihús og
bar og svo er ég líka með
gistiheimili, þrjú hús hérna
fyrir utan. Ég hef verið með
gistiheimili alveg síðan 1991
og byrjaði þá í gamla Póst og
símahúsinu hér skammt frá.
Svo var ég líka með rútur og
hópferðir á hálendinu og hef
verið í því síðan 1986 segir
Jónas sem ætlar einnig að
skreppa í ferðir í sumar. Mér
datt það í hug fyrir þremur
árum að breyta þessari aðstöðu
í kaffihús. Gistingin var áður í
þessu húsi en þetta var á árum
áður gistiheimili og greiðasala
og ég endurvakti það.
Ljón Norðursins og gist-
ingin er einungis opið yfir
sumarmánuðina og opnaði
núna fyrsta apríl og verður
opið eitthvað fram á haustið
en þá fer Jónas suður og
Smáhýsin eru vinaleg og kjörið að dvelja í þeim.
keyrir þar sinn leigubíl en það
hefur hann gert undanfarin
ár. Að sögn Jónasar er
ferðamannatímabilið byrjað
og fyrstu erlendu gestirnir
búnir að láta sjá sig og koma
þeir alls staðar að úr heiminum
og aðspurður segir hann
að fólkið sé í mismunandi
erindagjörðum þar sem sumir
eru í fuglaskoðun, veiði eða
öðru náttúrutengdu meðan
aðrir eru bara á ferðinni
eins og flestir Íslendingarnir.
Greinilegt er að listamenn
hafa komið við á kaffihúsinu
því alþjóðlegt verkefni í
formi listaverks er í annari
setustofunni þar sem fólk
hefur verið að mála og bæta
við myndum sem eru á
veggjunum. Jónas segist hafa
byrjað með þessi ósköp en
svo hafi þetta undið upp á sig.
Um daginn hafi komið þýsk
kona og málað fallega mynd
af grænhöfða og seinna kom
kona frá Ástralíu og málaði
mynd af æðarkollu með
unga og svona mætti áfram
telja því einn veggurinn er
þakinn fallegum myndum úr
náttúrunni og ekki endilega
allt íslenskt.
Jónas flutti frá Skagaströnd
á Blönduós 1982 en segist
aldrei hafa ætlað sér það
sérstaklega.
-Þegar ég kem hingað var
ég vörubílstjóri og búinn að
vera það í mörg ár. Ég fór að
vinna við Blönduvirkjun bæði
við vegargerð og við mokstur
úr göngunum, svo byrja ég í
rútubransanum 1985 þegar
ég kaupi gamla rútu sem var
árgerð 1942. Ég var á henni í
þrjú sumur og tókst vel þó hún
væri orðin þetta gömul. Það
var algjör tilviljun að Jónas
fór út í gistiheimilisrekstur
en þegar Póst og símahúsið
var auglýst til sölu 1991 segist
Jónas hafa hringt og spurt út í
það hver hefði fengið húsið og
þá er honum boðið að ganga
inn í tilboðið sem honum
þótti athugandi. –Þetta var á
fimmtudegi og ég þurfti að
vera tilbúinn með upphæðina
á mánudegi og það tókst, segir
Jónas og með því byrjaði hann
gistiheimilisrekstur þar. Síðar
keypti hann það hús sem hann
er nú í og opnaði fyrir þremur
árum. Fyrst var gistingin
inni í húsinu en síðar var
hún færð út í smáhýsin sem
eru vel útbúin með heitt og
kalt vatn og salernisaðstöðu
og er svefnpláss fyrir fjóra í
tvíbreiðu rúmi og koju. Jónasi
líst vel á komandi ferðasumar,
segir að þónokkuð sé nú þegar
búið að bóka í gistingu hjá sér.
Þá er tilvalið fyrir einstaklinga
og hópa að koma og kíkja í við
í kaffi eða öl en þegar vel liggur
á Jónasi segist hann grípa í
gítarinn og spila og syngja fyri
gesti.
Á barnum er Jónas heimilislegur.