Feykir - 01.06.2011, Blaðsíða 4
4 Feykir 21/2011
Smá í Feyki ::
Síminn er 455 7171
smá
AUGLÝSINGAR
Til leigu
Góð tún til leigu.
Sími 453 6524.
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR )
Gísli og Sísa kokka
„Big mamas“ súpa og besti og
fljótlegasti eftirrétturinn
rifnum osti ofan á allt saman og
brúnað undir grillinu í ofninum.
Huggulegt er að strá paprikudufti
hæversklega yfir ostinn.
Mangó-kókós-
kjúklingur
Vatn er sett í pott, kannski 1
lítri, grænmetisteningur, 1
tsk. wasabi paste fer saman við
vatnið og suðan kemur upp.
Takið frá einn dl. af soði,
setjið hrísgrjónin, u.þ.b. 400 gr.
í vatnið og sjóðið. Hálfur poki
af spínati er settur í blandara
ásamt frátekna desilítranum af
soðinu og gert að mauki.
Í lok suðutíma grjónanna er
maukið hrært saman við grjónin.
Bein- og skinnlaus kjúklingur
(4-8 bringur gætu passað við
fyrrgreint magn af grjónum) er
skorin í bita og brúnaður í olíu.
Tandorikrydd og sojasósa er sett
samanvið. Miklu af sveppum og
a.m.k. einni litfagurri papriku
er bætt á pönnuna.
Kryddið með svörtum pipar
og hvítlaukspipar. Mangó-
chutney (1-3 msk, eftir magni
og smekk) er bætt við og
kókósmjólk (u.þ.b. ½ dl á
móti hverri bringu). Lækkið
hitann og setjið í lokin væna
klípu af rjómaosti sem bráðnar
samanvið meðan hrært er í.
Spínatblönduðu grjónunum
er hrært saman við kjúklinga-
réttinn, allt sett í mót, ostur yfir
og brúnað undir grilli í ofni.
Spínat, tómatar í bátum, svartar
ólífur og fetaostur er sett
smekklega í fallega glerskál og
borið með ásamt góðu brauði
og drykkjarföngum sem henta
hverjum og einum.
Chilikakan góða
400 gr. suðusúkkulaði, brætt
1-2 dl. (frekar gróft)
hakkaðar pistasíuhnetur
1-2 dl. hakkaðar möndlur
1-2 dl. hakkaðar heslihnetur
7 dl. uppáhaldsmorgun-
kornið ykkar (kornflex,
speltmusli, cheerios ..)(ein
tegund eða bland..)
¼ - 1 tsk. chiliduft
(má ekki sleppa)
Kakan verður mýkri ef rjómi er
settur í súkkulaðið, það má líka
sjóða saman smjör, sýróp og
rjóma og bæta í súkkulaðið til
að hún harðni ekki um of. Öllu
er hrært saman og formað að
vild. Skreyta má kökuna með
söxuðum hnetum, möndlum,
blá - og/eða jarðarberjum.
Þeyttur rjómi skemmir ekki
þessa köku og ekki er heldur
verra að borða hana í góðum
félagsskap úti á palli, - í mildu
veðri og drekka rótsterkt og
gott kaffi með.
Besti og fljótlegasti
eftirrétturinn
Bræðið saman eitt Snickers
á móti einni plötu af
suðusúkkulaði og 2-4 msk
af rjóma (margfaldið eftir
þörfum). Setjið eina kókósbollu
á hvern meðdisk, stóra kókós-
ískúlu, rjómatopp, jarðarber,
bláber eða aðra ávexti sem eru
í uppáhaldi þar hjá og hellið
heitu súkkulaðisósunni yfir allt
saman.
Verði ykkur að góðu og hafið
það gott í sumar!
„Big mamas“ súpa
með kjúklingi eða fiski
Magnið fer eftir þörfum og
hlutföllin eftir smekk. Ef þið
notið kjúkling, þarf hann
að vera bein- og skinnlaus.
Kjúklingurinn skorinn í frekar
smáa bita og brúnaður í curry-
paste, sem er: Kókósolía (hún
verður fljótandi ef krukkan er
sett í heitt vatn), engifer, chili
(rautt, ekki fræ) og hvítlaukur,
rifið og/eða saxað smátt
saman við olíuna. (Öll þessi
efni eru bragðsterk og því
er æskilegt að fara með gát).
Karrí, turmerik og svörtum
pipar er bætt við kókósolíuna
og ferska kryddið, - hrært
saman. Kjúklingurinn er sem
sagt steiktur upp úr þessu og
ef afgangur verður af hrærunni
má bæta honum í súpuna í
lokin - ef þurfa þykir.
Auðvitað má líka kaupa
tilbúið curry-paste í krukku
en þá er gott að hafa svolitla
olíu á pönnunni að auki.
Í stóran pott setur maður
vatn,- á suðu og saman við
það, saxað í teninga, - flest það
grænmeti sem viðkomandi
hugnast að leggja sér til munns.
Má þar nefna: Sætar kartöflur,
kartöflur, rófur, gulrætur,
púrrulauk, hvítlauk, eggaldin,
sellerí, hvítkál, brokkólí,
blómkál o.fl.
Þrjár til fjórar tegundir af
grænmeti er nóg en því fleiri
því betra. Þegar grænmetið
nálgast að vera soðið, má setja
steiktu kjúklingabitana út í, líka
mangó-chutney og afganginn
af karrýmaukinu, ferskan
ananas og papriku í einum eða
fleiri litum. Það fer vel að setja
kókósmjólk eða tómatpúrru,
jafnvel hakkaða tómata úr dós.
Það má líka sleppa því eða
velja eitt af þessum atriðum.
Súpan er líka góð með fiski,
allur hvítur fiskur fer vel með
þessu. Fiskinum er þá bætt í
súpuna í litlum bitum, í lokin
og þá er kjúklingnum að
sjálfsögðu sleppt en stinnasta
grænmetið gjarnan brúnað í
„kókósolíukarrýmaukinu“, ef
ekki er notað krukkumauk.
Borðið endilega
uppáhaldsbrauðið ykkar með
þessu og hvítvínstár skemmir
ekki.
Sauðburðarragú
5-700 gr. kinda-
eða lambahakk
Haugur af sveppum
Púrrulaukur (allur ljósi
hlutinn og rúmlega það)
1 eða 2 hálfar paprikur
(tveir litir)
2-4 ferskir tómatar
eða ½ dós niðursoðnir
2-4 hvítlauksgeirar
½ dós maísbaunir
U.þ.b. 2 msk. sweet chili sósa
½ - 1 pk. fajitas eða taco duft
1-2 msk. rautt pestó
1-2 msk. tómatpúrra
Uppáhaldshrísgrjónin soðin
samkvæmt leiðbeiningum
og notuð sem meðlæti
. Hakkið
er brúnað, grænmetið líka, -
með hakkinu og sósurnar og
kryddin sett saman við. Tilbúið.
Soðin hrísgrjónin mega alveg
fara saman við réttinn en þá er
allt sett í eldfast mót, mikið af
Gísli Hólm Geirsson og Sólveig Sigríður
Einarsdóttir frá Mosfelli í Austur-
Húnavatnssýslu eru matgæðingar
Feykis þessa vikuna og bjóða upp á
glæsilegan matseðil.
-Það er merkilegt með matargerð,
sennilega svipað og með tónlist, - maður
fær dellu fyrir einu eða öðru og sér hvorki
né heyrir neitt annað um hríð. Um þessar
mundir er stemning fyrir að gumsa hinu
og þessu saman og prófa nýja samsetningu
á ólíklegustu efnum. Kókósmjólk, engifer,
chili, mangó og tandorikrydd eru ofarlega í
huga og maga þessa dagana, auk ómissandi
grundvallarþátta sem aldrei verður hægt
að vera án. Í meðfylgjandi uppskriftum er
ekki stuðst við nákvæmar mælingar, tiltekin
efni eru ekki endilega ómissandi í réttinn
og kannski passa önnur krydd og bragðefni
alveg jafn vel með hráefnunum. Aðalatriðið
er að prófa og láta hugmyndaflugið endilega
hlaupa með sig „áleiðis.“ Passa bara að
smakka oft og meta fyrir sinn eigin smekk,
- og sinna. Munið svo bara að grilla í sumar
óendanlegt magn af lambakjöti, notið
ómældan rjóma, smjör og ost í meðlætið,
brosið mikið, knúsið hvort annað og finnið
ykkur alltaf eitthvað til að hlakka til, segir Sísa
og Gísli sem skora á Birgittu og Sigurð Inga
á Syðri-Löngumýri að vera matgæðingar að
þremur vikum liðnum.
Atkvæðagreiðslu vegna
nýgerðra kjarasamninga
aðildarfélaga Alþýðusam-
bands Íslands við Samtök
atvinnulífsins er lokið og
úrslit liggja nú fyrir.
Hjá Verslunarmannafélagi
Skagafjarðar fór fram rafræn
kosning sem hófst þann 11. maí
og lauk á hádegi þann 25. maí og
var samningurinn samþykktur.
Kjörsókn var tæp 20 % en 188
manns voru á kjörskrá. Tæp
92% sögðu já en rúmlega 8 %
sögðu nei.
Hjá Öldunni stéttarfélagi fór
fram póstkosning frá 11. maí og
lauk henni kl. 17 þann 24. maí.
Félagsmenn Öldunnar sam-
þykktu samninginn, 83 % sögðu
já en 15 % sögðu nei. Auðir og
ógildir seðlar voru 2 %. Alls voru
544 á kjörskrá en kjörsókn var
26.
Aldan og Verslunar-
mannafélag Skagafj.
Kjara-
samningar
samþykktir
Lífrænn úrgangur heimila og
fyrirtækja er nú sendur til
Akureyrar en verður frá júní
jarðgerður hér á Sauðarkróki.
Sveitarfélagið Skagafjörður
hefur samþykkt að fara í til-
raunaverkefni með Steinullar-
verksmiðjunni og Flokku ehf,
um að jarðgera lífrænan
heimilisúrgang í jarðgerðar-
stöðinni á Gránumóum.
Tilraunartíminn í upphafi
verður frá júní og fram í janúar
næst komandi.
Sauðárkrókur
Tilraunir
með moltu-
framleiðslu