Feykir - 01.06.2011, Qupperneq 6
6 Feykir 21/2011
Pálmi Ragnarsson í
Garðakoti rekur þar
ásamt eiginkonu sinni Ásu
Jakobsdóttur stórt kúabú
auk þess sem hann selur
hreinlætisvörur frá Evans.
Pálmi og Ása byggðu nýtt
hátæknifjós árið 2007 og
eins og hjá svo mörgum
hafa lánin stökkbreyst og
hækkað upp úr öllu. Engu
að síður eru þau bjartsýn
enda segist Pálmi hafa lifað
erfiða tíma áður, lifað þá
af og við hafi tekið betri
tímar. Feykir heimsótti þau
hjón einn sólríkan morgun á
dögunum.
Það er sól og fallegt veður
þegar blaðamaður keyrir heim
að Garðakoti.
Fjósið er opið enda Pálmi
nýlega búinn að keyra inn
rúllur og Ása stendur í
kálfastíunni og er að gefa
kálfunum Aloe Vera sem
ku vera gott við niðurgangi
ungra kálfa. Já svo lærir sem
lifir. Fjósið er hið glæsilegasta,
varla fjósalykt inni og má
segja að kýrnar lifi þarna við
fimm stjörnu aðbúnað. Góð
loftræsting, legubásar, róbóti
sem mjólkar þær eftir þörfum
að ógleymdri klórunni sem
blaðamaður sá í heimsókn
sinni að er mjög vinsæl.
Pálmi sýnir mér róbótann
að störfum og má segja að
merkilegasta upplifunin hafi
verið að sjá þegar tækið tók
af einum spena í einu þegar
hver speni var fullmjólkaður.
Svo frábær lausn sem gamla
mjaltavélin var ófær um að
framkvæma enda segir Pálmi
að júgurheilbrigði kúnna sé
mun betra og júgurbólga varla
merkjanleg eftir að þær fóru
að fara í róbóta.
Úr róbótarýminu liggur
leið okkar upp á efri hæðina
í fjósinu en þar er brú yfir
allt fjósið þar sem hægt er
að fylgjast með kúnum án
þess að þurfa að fara inn á
svæði þeirra. Einnig er þar
að finna kaffiaðstöðu eða
koníaksstofuna eins og Pálmi
kallar aðstöðuna gjarnan.
Pálmi sem er fæddur og
uppalinn í Garðakoti segir
það hafi bara æxlast þannig að
hann hafi tekið við búi foreldra
sinna enda sé bóndinn í
blóðinu. „Við byggðum hér
íbúðarhús árið 1980 en þá
þegar bjó ég með foreldrum
Nú er sjálfhætt
Pálmi Ragnarsson í Garðakoti
mínum og bróður, fyrst með
blandaðan búskap, síðan kýr
og nokkur hross,“ útskýrir
Pálmi og blaðamaður hváir
yfir setningunni nokkur hross,
þekkir það úr norðlenskum
veruleika að það hugtak getur
verið mjög svo teygjanlegt.
„Nei, nei þetta eru bara
nokkur,“áréttar Pálmi og við
hlæjum bæði.
Aðspurður um hvernig
þetta glæsilega fjós kom til
svarar Pálmi því til að þegar
þau hjón hafi farið að hugleiða
að breyta gamla fjósinu þar sem
þau voru með rörmjaltakerfi í
róbótafjós, hafi komið í ljós að
sú breyting þyrfti að vera svo
mikil að hagkvæmara væri
að byggja hreinlega nýtt fjós.
Aðstæður í þjóðfélaginu voru
góðar og allt leit þetta vel út.
Hátæknifjós breytir
gríðarlega miklu
„Við tókum fjósið í notkun 16.
maí 2007 og erum rosalega
ánægð með hvernig til tókst.“
Engin eftirsjá svona eftir á að
hyggja og miðað við ástandið í
þjóðfélaginu í dag? „Nei, ekki
hjá mér alla vega, þetta gengur,
í það minnsta enn sem komið
er. Ég er bara ánægður að við
vorum búin að fara í þessar
breytingar því það væri enn
erfiðara að fara í þær í dag.“
Aðspurður um hverju
hátæknifjós breyti segir
Pálmi að það breyti gríðarlega
miklu. „Það er allt annað að
vinna þessa vinnu við þessar
aðstæður. Annars ætti ég
ekki að vera að tjá mig um
það þar sem konan sér nánast
alfarið um fjósið, ég er svona
meira í þessum mannlegu
samskiptum,“ svarar Pálmi og
skellir upp úr. „Nei, auðvitað
kem ég eitthvað að þessu líka
en hún sér meira um þennan
daglega rekstur. Við förum
svona einn til tvo tíma á
morgnanna og aftur seinni
partinn en erum þannig lagað
Ása og Pálmi í fjósinu.