Feykir


Feykir - 01.06.2011, Blaðsíða 8

Feykir - 01.06.2011, Blaðsíða 8
8 Feykir 21/2011 Tómstundahópur Rauða krossins Stefnan tekin suður Það hljóp heldur betur á snærið hjá Tómstundahópi Rauða krossins á Sauðárkróki í síðustu viku þegar þær Sigrún Aadnegard og Steinunn Hallsdóttir afhentu afrakstur Fiskisæludaga sem haldnir voru í Ljósheimum um Sæluvikuna. Í Sæluvikunni sem nú virðist langt að baki, var tilreiddur fiskur í ýmsum útfærslum fyrir þá er komu en allur ágóði af greiðasölu þessari rennur til góðgerðamála. Nú naut tómstundahópurinn góðs af Fiskisæludögunum en upphæðin sem um ræðir var alls 120 þúsund krónur sem efalaust á eftir að koma sér vel. Það var Steinar Þór Björnsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd tómstundahópsins en svo skemmtilega vildi til að hann átti afmæli þennan dag. Það er Skagafjarðardeild Rauða kross Íslands sem heldur úti því verkefni sem kallast „Tómstundahópar Rauða kross Íslands“. Hugmyndin kom fram á sínum tíma út frá umræðuhópum Átaks sem starfræktir hafa verið í Skagafirði á árunum 1998 til 2005. Þegar hópurinn tók þessum stakkaskiptum voru Jón Þorsteinn Sigurðsson (2003 - 2008) og Guðrún Harpa Heimisdóttir (2004 - 2006) ábyrgðarmenn hópsins, síðan þá hafa 5 ábyrgðarmenn verið með hópinn og í dag eru Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir (síðan 2006) og Kristín Brynja Ármannsdóttir (síðan 2009) ábyrgðarmenn. Markmið tómstundahópsins er að hvetja og efla félagsfærni þeirra sem sækja hópinn. Hittist hópurinn eftir óskum til að fylgja eftir viðburðum sem þátttakendur hafa áhuga á að taka þátt í eða hafa skipulagt. Fundirnir stuðla að auknum og innihaldsríkari félagslegum samskiptum þátt- takenda og þeim gefst kostur á meiri samskiptum sín á milli í beinum tengslum við áhugamál sín. Margir viðburðir eru skipulagðir af tómstundahópnum og má nefna jólahlaðborð, þorrablót, bingó, tónleika og leik- húsferðir bæði til Reykjavíkur og Akureyrar. Sumarferðir hópsins síðustu árin hafa verið fjallaferð (2006), Spánarferð (2007), ferð á Vestfirði (2008), óvissuferð til Húsavíkur og um Mývatnssveitina (2009). Allir þessir viðburðir hafa verið vel sóttir og heppnast með eindæmum vel en hægt er að skoða ýmislegt um þessa starfsemi á vefsíðunni www.thrki. net. Fyrir sumarferðina 2011 er stefnan tekin suður til að skoða Sólaheima í Grímsnesi og aðra staði Suðurlandsins. 2013 eða 2014 er von hópsins að geta tekið flugið af landinu til að skoða framandi staði. Sjálfboðaliðar aðstoða við skipulagningu og framkvæmd viðburða, auk þess að aðstoða þá einstaklinga sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs. Í hópnum eru 7 einstaklingar af 18 bundnir hjólastólum. Af þessari ástæðu þarf hópurinn allavega 11 aðstoðarmenn þegar sóttir eru viðburðir eða farið í ferðalög. Til þess að starfsemin nái markmiðum sínum þarf að leita allra leiða til að fjármagna verkefnin og er þá leitað í almenna sjóði, til fyrirtækja og einstaklinga sem og ýmissa stofnana. Þeir sem hafa styrkt Tóm- stundahóp Rauða kross Íslands starfsárið 2010-2011 eru Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga, Sveitarfélagið Skagafjörður, Fiskisæluhópurinn og Ísfugl og vilja þeir sem að tómstundahópnum standa þakka kærlega fyrir velvilja þessara aðila því án aðstoðar frá þjóðfélaginu hefur hópurinn ekki forsendur fyrir starfsemi sinni. HÉRAÐSSÝNING Á SÖRLASTÖÐUM Kiljan frá Steinnesi hæst dæmdur Stóðhesturinn Kiljan frá Steinnesi í Austur- Húnavatnssýslu stóð efstur allra hrossa á Héraðssýningu á Sörlastöðum um helgina þar sem hann var sýndur í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri. Kiljan sem er m.a. í eigu Halldórs Þorvaldssonar á Sjónarhóli í Skagafirði hlaut fyrir sköpulag 8,35, fyrir hæfileika 8,95 og í aðaleinkunn 8,71. Kiljan er einkar glæsilegur hestur og verður gaman að sjá hvernig honum vegnar á Landsmóti hestamanna í sumar. Sýnandi Kiljans var Þorvaldur Árni Þorvaldsson. Kiljan verður í húsnotkun á Hvoli sunnanlands og í Kýrholti Skagafirði eftir Landsmót. Hestaumfjöllun Feykis Sjá fleiri hestafréttir á www.feykir.is/hestar Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Kiljan frá Steinnesi. Mynd: sudur-bar.is Hluti Tómstundahóps Rauða krossins var viðstaddur afhendingu styrks Sælufiskidaga. Steinar Þór Björnsson átti afmæli þennan dag og fékk af því tilefni að taka við styrknum úr hendi Sigrúnar Aadnegard. FRÉTTIR AF HESTUM 65 hross í fullnaðar- dóm á Hvammstanga Senn líður að Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum og hrossaræktendur og sýnendur uppteknir þessa dagana við að koma hrossum sínum á framfæri. Í síðustu viku fóru 65 hross í fullnaðardóm á Hvammstanga þar sem Símon frá Efri-Rauðalæk stóð efstur með aðaleinkunnina 8,29 en alls fengu fjögur hross einkunnarlágmörk fyrir Landsmót. Auk þeirra 65 hrossa sem fóru í fullnaðar- dóm voru 14 aðeins byggingardæmd. Metskráning á Héraðssýningu á Vindheimamelum Nú stendur yfir Héraðssýning á Vind- heimamelum þar sem 227 hross eru skráð til leiks. Brugðist var við þessari miklu skráningu með því að skipa í aðra dómnnefnd og voru því tvær dómnefndir að störfum á mánudag. Með þessum hætti var hægt að koma öllum þeim hrossum að sem skráð höfðu verið. Byggingardómar fara fram í Saurbæ og dómar á “kynbótavellinum” á Vindheimamelum en yfirlitssýning verður síðan á laugardag, á aðalvellinum. Nánari upplýsinga er hægt að leita á horse.is. FIRMAKEPPNI LÉTTFETA Góð þátttaka Firmakeppni Léttfeta var haldin sunnudaginn 29. maí s.l. Keppt var í barnaflokki, unglinga- flokki, ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki. Góð þátttaka var í mótinu og vill félagiðþakka þeim fyrirtækjum sem styrktu það kærlega fyrir stuðninginn. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Karlaflokkur 1. Skapti Steinbjörnsson á Dofra frá Úlfsstöðum – Kaupfélag Skagfirðinga 2. Sigurbjörn Þorleifsson á Elvu frá Langhúsum – Hádrangi Kvennaflokkur 1. Camilla Munk Sörensen á Blæng frá Húsavík – Leiðbeiningamiðstöðin 2. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir á Kolgerði frá Vestri- leirárgörðum – Bændaþjónustan Ungmennaflokkur 1. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir á Ræl frá Varmalæk – Fluga 2. Svala Guðmundsdóttir á Birki frá Sauðárkróki – K-Tak Unglingaflokkur 1. Elín Margnea Björnsdóttir á Stefni frá Hofstaðaseli – VÍS 2. Steindóra Haraldsdóttir á Gust frá Nautabúi – Steinull Barnaflokkur 1. Reynir Eysteinsson á Orku frá Laufhóli – Vörumiðlun 2. Sylvía Björnsdóttir á Fjólu frá Fagranesi – Tannlæknastofa Ingimundar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.