Feykir


Feykir - 01.06.2011, Side 3

Feykir - 01.06.2011, Side 3
21/2011 Feykir 3 Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Er eitthvað að frétta? Samstaða á Blönduósi Mikill meirihluti samþykkti kjarasamninga Félagsmenn í stéttarfél- aginu Samstöðu hafa samþykkt nýgerða kjara- samninga Starfsgreinasam- bands Íslands (SGS) sem skrifað var undir 5. maí síðastliðinn. Atkvæðagreiðslan fór fram í gegnum póst dagana 11-24. maí. Alls tóku 45% félagsmanna þátt í kosningunni og sögðu 88% JÁ en 9% NEI. Auðir seðlar og ógildir voru fjórir. Hjá verslunar- og skrifstofufólki var þátttakan 42% og sögðu 78% þeirra sem kusu JÁ og 22% NEI. Auðir seðlar og ógildir voru engir. Samningar SGS og SA og LIV og SA voru því samþykktir með miklum meirihluta og koma þá hækkanir til framkvæmda frá og með 1. júní næstkomandi. Eingreiðsla sem samið var um vegna tafa á endurnýjun kjarasamninganna, kr.50.000, tekur einnig gildi og á að greiðast út 1. júní. Sérstök orlofsuppbót kr. 10.000 skal greiðast út ekki síðar en 1. júlí kjósi ASÍ að segja samningum ekki upp. Launataxtar verða aðgengilegir á vef Samstöðu á næstu dögum. Sauðárkrókur Fjórði bekkur í heimsókn Nemendur í öðrum fjórða bekk Árskóla á Sauðárkróki heimsóttu Feyki á dögunum. Voru krakkarnir á ferð með kennara sínum og fengu þau skoðunarferð í gegnum fyrirtækið. Höfðu krakkarnir margar spurningar sem starfsfólk reyndi eftir mætti að svara. Feykir þakkar þessum skemmtilegu krökkum fyrir góða heimsókn. Glaður hópur á kaffistofu Nýprents. Umhverfi Sauðár Ertu með hugmynd? Mótum Sauðárkrók saman til framtíðar, var yfirskrift íbúaþings sem haldið var í tengslum við Aðalskipulagsvinnu fyrir Sauðárkrók árið 2009. Meðal þess sem íbúar settu í forgang á þinginu var vinna við opin svæði innan bæjarins. Hjá sveitarfélaginu er nú unnið að þessum málum og áherslan lögð á að móta og bæta umhverfið, tengja saman stígakerfi og opin svæði. Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar segir að í sumar verði lögð áhersla á fegrun umhverfis neðri hluta Sauðárinnar, frá Sæmundarhlíð að Borgargerði. Svæðið er afmarkað á með- fylgjandi skýringarmynd sem tekin er úr rammaskipu- lagstillögu sem Alta vann í samvinnu við sveitarfélagið og íbúa. Sveitarfélagið leitar nú til íbúa með hugmyndir um hvernig þetta svæði ætti að líta út, og spyr hvað fólki finnst að leggja ætti áherslu á við hönnun svæðisins og hvetur það til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa með því áhrif á mótun umhverfis Sauðár. Hugmyndum á að skila inn í gegnum íbúagátt sveitarfélags- ins. Einnig er hægt að koma hugmyndum og ábendingum á framfæri í netfangið skipulag@ skagafjordur.is. Eggjakartöflusalat SAMVINNUBÓKIN og KS-BÓKIN Þrír góðir kostir til að ávaxta spariféð sitt KS-bókin er með 3% vexti,bundin í 3 ár og verðtryggð. Önnur KS-bók með innistæðu yfir 20 milljónir, 3,75% vextir. Samvinnubókin er með lausri bindingu, óverðtryggð og óbundin 3% vextir. Hafið þið séð betri vexti? KS INNLÁNSDEILD Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4515 Húnaþing vestra Hirða – Flokkum og skilum Aðstaða til að skila flokkuðum endurvinnan- legum úrgangi utan opnunartíma Hirðu á Hvammstanga, hefur verið bætt til muna. Kör sem staðið hafa fyrir utan Hirðu hafa verið fjarlægð og útbúnir hafa verið skápar innan girðingar fyrir stórsekki. Utan á girðingunni þarf aðeins að opna lúgu til að skila flokkaða úrganginum. Á hverri og einni lúgu eru gagngóðar upplýsingar um þann úrgangsflokk sem við á. Aðkeyrslan að lúgunum verður malbikuð seinna í sumar. Úrgangsflokkarnir eru 7 og eru: 1. Blöð/tímarit 2. Fernur/sléttur pappi 3. Mjúkt plast 4. Hart plast 5. Bylgjupappi 6. Málmar 7. Gler/steinefni Ef koma þarf með stærri farma af ofantöldum úrgangs- efnunum, skal koma þeim til Hirðu á opnunartíma. Mynd: Hunathing.123.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.