Feykir


Feykir - 01.06.2011, Qupperneq 11

Feykir - 01.06.2011, Qupperneq 11
21/2011 Feykir 11 Heilir og sælir lesendur góðir. Finn í mínu dóti frásögn af því að maður að nafni Þorgils hafi sést vera að láta vel að stúlku á dansleik. Okkar ágæti Rögnvaldur Rögnvaldsson heyrði þau tíðindi og orti svo, magnaða hringhendu. Gleðin korguð orðin er eg má sorgir þola. Upp við Þorgils ekur sér Amors dorgarhola. Fyrir allmörgum árum þóttu það tíðindi er kona austur á Fjörðum var kosin í hreppsnefnd. Mun Hjálmar Guðmundsson í Fagrahvammi í Berufirði hafa hugsað til bónda hreppsnefndarmannsins og ort svo. Eftirtekt honum enginn veitir þótt ötull sé hann við búskapinn. Menn vita tæplega hvað hann heitir hreppsnefndarkonumaðurinn. Kannski hef ég áður í þessum þáttum birt þessa ágætu vísu Hjörleifs Kristinssonar á Gilsbakka. Leikur ekki lipran gang lítt vill blekking þjóna. Þegar brekkan fyllir fang fyrst ég þekki Skjóna. Sá snjalli hagyrðingur Jóhann Magnússon frá Mælifellsá, orti svo fallega hringhendu, er hann kom á heimili Þorsteins bróður síns skömmu eftir að hann lést. Fræðagengi féll hér skjótt fiðlustrengir drjúpa hljóðir. Nú fær enginn oftar sótt andans feng á þessar slóðir. Sá kunni hagyrðingur Skúli Guð- mundsson alþingismaður Húnvetninga, mun ef ég man rétt hafa sent, góðvini sínum Bjarna Ásgeirssyni alþingismanni Mýrarmanna, svo fallega hringhendu á vordegi. Gyllir röðull grund og naust geislar stöðugt skína. Fulla af töðu fyrir haust fáðu hlöðu þína. Þorsteinn Magnússon sem getið er um hér að framan, var ekki í vandræðum með að koma saman vísu. Held endilega að þessi sé eftir hann. Ei ég lengur una má Óðins feng að sinna. Hér vill enginn hlusta á hljóminn strengja minna. Vísnaþáttur 547 Þegar ég er að leggja drög að þessum þætti með því að punkta niður nokkra minnispunkta aðfaranótt 21. maí, í norðan stormi, 5 stiga frosti og bruna kulda, kemur fljótt upp í hugann þessi kunna vísa Ólínu Jónasdóttur. Blómum dauðinn gaf ei grið grundir auðar standa. Fölnað hauður vel á við vonarsnauðan anda. Kannski mun einhverntíman hlýna og þá gæti vel átt við þessi ágæta vísa Jóhanns Garðars. Fuglar strangan gera gný gil og drangar óma. Skógar fangi falinn í finn ég angan blóma. Önnur vísa kemur hér sem mig minnir að sé eftir Jóhann Garðar. Vonin lýsir veikri sál veröld hýsir skugga. Dagur rís úr dimmum ál dropi frýs á glugga. Kristinn Bjarnason frá Ási mun eiga þessa. Þó að fenni um fjalla svið frost sé enn að verki. Rumskið menn og vaknið við vorsins kennimerki. Vel er við hæfi á þessum trylltu gosdögum er þessi þáttur er í smíðum að rifja næst upp þessa ágætu vísu eftir Ólöfu Sigurðardóttur á Hlöðum. Meðan glóð í gígnum er gáski í blóði ungu. Munu ljóðin leika sér létt á þjóðartungu. Sá ágæti hagyrðingur Bjarni frá Gröf mun hafa ort þessa. Mun ég hafa á meyjum lyst meðan endist þrekið. Þrettán hafa heimavist í hjarta mínu tekið. Gott að enda með skeyti, sem gamli Sveinbjörn alsherjargoði mun hafa sent kunningja. Ástargæskunnar gróðrarskúr gleði hjarta þíns vekji. Girndarhundarnir harminn úr hugtúni þínu reki. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154 Íþróttir Góðir gestir á fjölskyldudegi Það var mikið um dýrðir hjá knattspyrnuunnendum á Norðurlandi vestra í síðustu viku þegar KSÍ fór um svæðið hitti unga iðkendur og leysti þá út með góðri gjöf. Fulltrúar KSÍ byrjuðu á Hvammstanga, fóru því næst á Blönduós og enduðu á Sauðárkróki þar sem þeir duttu inn á fjölskylduhátíð knattspyrnudeildar Tindastóls. Á fjölskylduhátíðinni fóru krakkarnir og foreldrar þeirra í knattþrautir, fótbolta og fleiri leiki og enduðu síðan með að fá grillaðar pylsur og gjöf. Krakkarnir fóru að sjálfsögðu í fótbolta. Meistaraflokkur kvenna grillaði ofan í liðið. Gjöfin góða var Tækniskóli KSÍ á DVD disk. Feykir hefur eftir öruggum heimildum að diskurinn hafi víða verið mikið spilaður sl. viku. Sannarlega gott framtak þetta. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fjölskylduhátíð Tindastóls. En þangað komu Hólmar Örn Eyjólfsson og Eyjólfur Sverrisson en Eyjólfur vakti litla athygli miðað við soninn. Þeir feðgar Eyjólfur og Hólmar afhenda DVD-diskana frá KSÍ. Unglingar á öllum aldri spreyttu sig á æfingasvæðinu. Hólmar er vinsæll hvar sem hann kemur.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.