Feykir


Feykir - 01.06.2011, Page 5

Feykir - 01.06.2011, Page 5
 21/2011 Feykir 5 Íþróttafréttir Feykis Knattspyrna : 1. deild kvenna Sigur gegn liði ÍR Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli vann góðan sigur í 1. deildinni sl. föstudags- kvöld þegar þær fengu lið ÍR í heimsókn á Sauðárkróks- völl. Leikið var við ágætar aðstæður þó áhorfendum hafi örugglega verið orðið pínu kalt þegar líða tók á leikinn. Lokatölur 1-0 fyrir Tindastól. Svava Rún Ingimarsdóttir skoraði sigurmark Tindastóls á 69. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu utan af kanti en boltinn sveif í fallegum boga yfir markvörð ÍR og í bláhorn- ið. Stuttu áður fengu ÍR-ingar sitt besta færi í leiknum en boltinn hafnaði í þverslánni eftir skot úr aukaspyrnu. Leikmenn Tindastóls börðust eins og ljón í leiknum og gaf vörnin fá færi. Sama má segja um ÍR-liðið en mark Svövu gerði gæfumuninn í kvöld og 3 sæt stig komin í pott Tindastóls. Söngför í Fljótshlíðina Það runnu á ýmsa tvær grímur á síðast liðnu ári er goslok urðu í Fimmvörðu- hálsi 12. apríl en tók að gjósa daginn eftir með sprengigosi í Eyjafjallajökli. Ógnarlegar myndir í sjónvarpi af kolsvartri öskunni undir Eyjafjöllunum og allt vestur á Hvolsvöll drógu úr allan mátt til væntanlegrar söngfarar í Fljótshlíðina. Smátt og smátt fækkaði í hópnum er treysti sér til fararinnar í nágrenni við eldstöðina. Það var þó ekki fyrr en í lengstu lög að ferðalagið var slegið af og ákveðið að fresta för um eitt ár. Hundrað ár í næsta gos Svo rann upp 21. maí 2011. 100 ár í næsta gos. Vorið komið en kalt hér fyrir norðan. Það var tilhlökkun í félögunum sum- arið komið lengra í Fljóts- hlíðinni og kór okkar eldri borgara í Skagafirði eins vel undirbúinn til söngs eins og sanngjarnt er að búast við. Ferðin hófst við „gömlu Essóstöðina“ farið var um Varmahlíð og Vatnsskarð og söngfólkið týnt upp á leiðinni. 43 manna hópur. Bifreiðar- stjórinn, Sævar Þorbergsson, ljúfur og góður, ók þessari fínu Suðurleiðarútu sem var far- kosturinn. Stutt stopp var í Staðarskála síðan mikil súpuveisla í Borgarnesi. Uppákoma í söng, frábær kvartett Komið var í Hveragerði um hálf þrjú er kaffi var drukkið í Eden var sú skemmtilega uppákoma að Sveinn Arnar Sæmundsson Skagfirðingur að langfeðratali og Atli Guðlaugs- son ásamt tveimur sonum sínum sungu þrjú eða fjögur lög af slíkri snilld að lengi verð- ur í minnum haft. Þeim var klappað mikið lof í lófa. Okkar ágæti kór var með söng- skemmtun í kirkjunni í Hveragerði klukkan fjögur aðsókn var með ágætum og undirtektir góðar. Þorbergur Skagfjörð Jósepsson og Skúli Jóhannsson sungu einsöng með kórnum. Kirkjan stendur á afar fögrum stað og er hið ágætasta sönghús, sól og blíða umvöfðu staðinn. Skagfirðingar valdir að gosi? Ferðin austur í Fljótshlíðina gekk eins og í sögu, félagarnir sælir eftir sönginn í Hveragerði. Við renndum í hlaðið á Smára- túni nákvæmlega fimmtán mínútur yfir sex. Fengum frábærar móttökur og var raðað í glæsileg hótelherbergi og úthýsi í næsta nágrenni. Farið var í þægilegri fatnað og kvöldverður beið okkar. Á leiðinni fram ganginn gall í tveimur konum að farið væri að gjósa í nágrenninu en spurn- ingin hvar? Enga brandara hér! Engar ýkjusögur! Hvað er þetta! Látið ekki svona! Fimmtán mínútur fyrir sjö var ljóst að heljarmikið gos væri hafið í Grímsvötnum. Aldrei mega skagfirskir söngfuglar bregða sér af bæ svo ekki séu stór viðburður á næsta leiti. En þetta var nú dagur heimsenda- spár ættaðrar vestan úr Ameríku svo ýmsu mátti nú eiga von á. Þó leiðrétting kæmi nú eftir á að reiknað hefð verið vitlaust um fimm mánuði í vesturheimi. Öskugrenjandi bylur Aðfaranótt sunnudagsins, nokkuð eftir óttu, er sólin kom AÐSENT EFNI Hörður Ingimarsson skrifar Söngskemmtun í Miklabæjarkirkju 3. apríl 2011. Kór eldri borgara í Skagafirði ásamt stjórnanda sínum Jóhönnu Marín Óskarsdóttur. upp var komið mikið ösku- mistur í hægri aus norðaustan átt. Um hádegi dimmdi æ meira en sást þó til Eyjafjalla og Dímons sýn til Þríhyrnings var horfin um miðjan dag og til allra fjalla. Skyggni kannski um einn kílómeter. Kórinn söng í Goðalandi klukkan þrjú og tókst söngurinn prýðilega. En ekki var nú fjölmenni að hlusta enda þrengdi öskuskýið sífellt meira að. Seint þetta kvöld var skyggnið orðið um 100 – 200 metrar og óskaplegt myrkur. Allar bílrúður sótsvartar af ösku. Aðfaranótt mánudagsins gerði slíkan norðaustan hvessing að það var „ösku grenjandi bylur“ um klukkan tvö um nóttina sást aðeins fáeina metra það létti nú heldur til undir morguninn. Heim í Skagafjörðinn á ný Það var haldið heim á leið á mánudagsmorgun. Í sögu- setrinu í Borgarnesi fengum við þessa fínu súpu ásamt og með úrvals heilsufæði, þar sem sjálf fjalladrottningin Guðrún Lára Ásgeirsdóttir á Mælifelli gekk um beina af sínum alkunna glæsileik. Allt gekk það nú greiðlega fyrir sig í Sögusetrinu utan þess að Siggi á Stóru Ökrum datt mjög faglega þráðbeint á hausinn. En slapp að mestu heill, þetta var utan við Sögusetrið svo að eðlilega verður þetta að sögu. Þar sem næstum öll rútan varð að röskleika viðlagasveit. Þá bar það við í þessari för að kynnirinn hrasaði við upphaf konsertsins í Hveragerði sem þótti vita á gott því fall væri fararheill. Nokkur mismæli hrutu einnig af vörum að mestu meinlaus. Það braust út sönn gleði í hópnum er norðaustan slydduhríðin brast á er komið var um Biskupsbeygju í sunn- anverðri Holtavörðuheiðinni. Þá vissum við öll að við værum hólpin eftir svaðilfarirnar á Suðurlandi. Á Uppstigningardag mun kór eldri borgara hefja upp rausn sína í Frímúrarasalnum klukkan þrjú og þá verður hægt að ganga úr skugga um hversu öskubarinn kórinn er. Að morgni þessa sama dags syngjum við í Sauðárkrókskirkju klukkan ellefu á degi aldraðra. Hörður Ingimarsson kórfélagi og ábyrgðarmaður ofangreinds texta 2. deild karla Stórt tap gegn Aftureldingu Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Tindastól/ Hvöt lagði leið sína suður yfir heiðar sl. laugardag og mætti liði Aftureldingar í 3. umferð Íslandsmótsins. Ekki var ferðin til fjár en strákarnir máttu þola stórt tap á útivelli eða 5-0. Leikurinn fór rólega af stað en okkar menn voru þó sterkari aðilinn og voru að spila vel og skapa sér ágætis færi. Síðan á 11 mín lenda Milan og framherji Aftureld-ingar í kapphlaupi um boltann sem endar með því að Milan rekst klaufalega í leikmann Aftureldingar og vítaspyrna dæmd sem heimamenn skoruðu úr. Leikurinn var ennþá í jafnvægi en annað mark Afrureldingar var slysalegt, dómarinn ætlaði að láta okkar menn njóta hagnaðar í kjölfar leikbrots en Afturelding vann boltann og skoraði. Eftir þetta lifnaði yfir strákunum sem komumst í nokkra fína möguleika en erfiðlega gekk að binda enda-hnútinn á sóknirnar. Afturelding gerði gott mark skömmu fyrir hlé og staðan í hálfleik 3-0. Afturelding fengu óska- byrjun í upphafi seinni hálfleiks þegar Snorri Helgason á laust skot á Gísla markmann sem misreiknar boltann skelfilega og hann endar í netinu. Áður en leikurinn var úti þá bættu heimamenn við marki en Ingvi Hrannar skoraði þá stór- glæsilegt sjálfsmark.. Lokatölur leiksins urðu því 5-0. Líklegast til full stórt miðað við gang leiksins en engu að síður vann betra liðið. Tindastólsstúlkur fagna sigurmarki sínu í leiknum. Mynd: óab 2. flokkur: Tindastóll/Hvöt Jafntefli í Kópavoginum Sameiginlegt lið Tindstóls/Hvatar í 2.fl. lék við Breiðablik/ Augnablik í gær og lauk leiknum með 1 -1 jafntefli. Breiðablik komst yfir á 30. mínútu en þeir skoruðu síðan sjálfsmark 10 mínútum síðar og þar við sat. Varnarmaðurinn Björn Anton fauk útaf með rautt spjald á 83 mín.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.