Feykir


Feykir - 25.08.2011, Síða 7

Feykir - 25.08.2011, Síða 7
31/2011 Feykir 7 mikill og góður kjarni ungra tónlistamanna. Þar kynntist ég megninu af þeim krökkum sem ég hef síðan verið að búa til tónlist með. Enda er mikið og gott félagslíf í kringum tónlistina í FNV. Nú ég var byrjaður fyrr í tónlist, sigraði rímnaflæði þegar ég var í 10. bekk og hef því verið að rappa ansi lengi.“ Að klára lag jafnast á við allt það besta í heimi Ár er á milli þeirra Arnars og Helga í aldri og því höfðu þeir baukað lengi hvor í sínu horni áður en leiðir þeirra lágu saman. Þeir félagar eru sammála um að tónlistin sé þeirra ástríða í lífinu. „Við erum báðir með bilað mikinn áhuga á tónlist. Þetta er eins og hver önnur sköpunarþörf, við fáum þessa þörf fyrir að skapa eitthvað og þá hreinlega verður maður að koma því af bakinu af sér annars missir maður hreinlega vitið. Það er svakalega mikil útrás fólgin í því að klára lag. Sjálfum líður mér aldrei betur en þegar ég hef lokið við lag sem ég er sáttur við. Það jafnast á við jól og allt hið besta í heimi,“ segir Arnar af mikilli sannfæringu. Röðin er komin að Kefl- víkingnum í bandinu. Bjössi byrjar á því að segja okkur að hann sé að hluta ættaður frá Akureyri en afi hans hafi verið Reynir sterki. „Afi minn var sterkasti maður sem uppi hefur verið, hann sleit keðjur og lyfti vörubílum eins og ekkert væri,“ segir Bjössi og er greinilega mjög stoltur af afa sínum. „Annars er minn bakgrunnur sá að ég ólst upp í Keflavík. Þar var ég mikið að bauka við myndlist og tónlist. Síðan flutti ég í stuttan tíma til Danmerkur þar sem ég stundaði nám, fór í fjölbraut og í kjölfarið á því í margmiðlunarfræði og í dag vinn ég á auglýsingastofu.“ Þeir Arnar og Helgi Sæm- undur búa saman í Reykjavík en Bjössi býr svo til við hliðina á þeim, saman hanga þeir því löngum stundum spila FIFA og semja tónlist. Þeir eru sammála um að gott tengslanet sé mikil- vægt í þessum bransa og segja að í raun sé ekkert undalegt við það að tónlistarmenn hangi með öðrum tónlistarmönnum. „Við erum flestir vinir, erum að grúska í þessum sama heimi á meðan flestir aðrir eru að gera eitthvað allt annað. Þetta er bara eins og að fótblotastrákarnir hanga saman. Áhugamálið og að hluta til lifibrauðið togar bara svo sterkt að það kemst fátt annað að.“ Hvað með Bróðir Svartúlfs? „Bróðir Svartúlfs var frábær á meðan hann lifði en náttúran er grimm. Eftir að hafa ekkert étið í býsna langan tíma var hann orðinn orkulaus, þreyttur, kaldur og pirraður sem hjálpaði honum ekki í baráttunni við hin dýrin um æti. Einn daginn mætti hann ofjarli sínum og eftir heiðarlega baráttu við 5 minni verur drapst hann. Hans verður sárt saknað.” Ætla á toppinn Við skiptum um umræðuefni og förum aftur að tala um Úlfinn. Ég spyr strákana hvert þeir stefni með bandið? „Á toppinn, eins og langt og við getum í þessu litla landi. Við viljum ná til sem flestra, helst gefa út plötu rafrænt bara fljótlega. Við erum alltaf að semja ný lög. Enn sem komið er tökum við fimm lög á tónleikum en við erum komnir langt með að vinna fjögur til fimm lög til viðbótar. Það eru lög þar sem við erum komnir með taktana en við eigum bara eftir að finna tímann til þess að setjast niður og klára þau.“ Þeir sem vilja nálgast tónlist strákanna geta gert það í gegnum Facebook síðu þeirra. „Við leggjum mikla vinnu í síðuna okkar þar sem finna má lista yfir tónleika, videóin og lögin okkar. Facebook er einfaldlega miðillinn þar sem hlutirnir gerast. Þar er svo ein- falt að búa til atburð, bjóða fólki sem síðan býður fólki og margföldunaráhrifin koma fram einhvern veginn strax á fyrsta kvöldi. Þarna er saman komið alls konar fólk og maður nær til allra þarna inni án þess að kosta neinu til. Facebook er félagsmiðstöð okkar á árinu 2011,“ segir Arnar. Helgi Sæmundur bætir við að innan tíðar verið hægt að kaupa tónlistina þeirra strák- anna inni á tónlisti.is eða bara á heimasíðunni þeirra UlfurUlfur.com sem þeir segja að eigi eftir að verða flottasta síða sem gefin hafi verið út enda séu þeir með margmiðlunar- hönnuð í bandinu. Það er að færast líf í leikskólann á nýjan leik, hvíldin er búin og strákarnir þurfa að hverfa aftur til sinna hversdagslegu starfa. Frekari tónsköpun verður að bíða þangað til eftir fimm. Farskólinn er nú að hefja vetrarstarfið en líkt og undangengin ár kennir ýmissa grasa í spenn- andi og metnaðarfullri dagskrá skólans. Feykir sendi Bryndísi Þráinsdóttur línu og forvitnaðist um skólaárið sem framundan er. Spennandi vetur framundan Sæl Bryndís, hvað er nú að frétta af starfi Farskólans? „Nú erum við á fullu að undir- búa nýjan námsvísi haustann- ar. Ég er alltaf jafn undrandi á því hvað sú vinna tekur langan tíma. Sú vinna hvílir að þessu sinni mest á Halldóri Gunn- laugssyni, nýjum verkefnastjóra Farskólans. Síðan er verið að uppfæra heimasíðu Farskólans og er það verk vel á veg komið. Við ætlum að nýta okkur heimasíðuna meira í framtíðinni og fá fólk til að skrá sig af henni og beint inn í skráningar- kerfið okkar. Það kemur til með að spara mikla vinnu þegar fram í sækir. Síðan er ýmis tæknivinna í gangi og sér Jóhann Ingólfsson um hana.“ En af þér sjálfri, kemur þú ekki vel undan sumri? „Ég kem ljómandi vel undan sumri. Sumarið hefði mátt fara mildari höndum um okkur Norðlend- inga, kannski verður veturinn mildur og góður.“ Hvað munið þið bjóða upp á í vetur? „Við verðum með þetta hefðbundna; tómstundanám- skeið, tungumálanámskeið og námskeið í námsgreinum eins og ensku, stærðfræði, dönsku og íslensku sem gefa fram- haldsskólaeiningar, það er að segja ef námsmenn standast kröfur námsins. Fræðsluverk- efnið Eflum Byggð heldur áfram í Húnaþingi vestra en þar stunduðu 37 námsmenn nám nú á vorönn. Við gerum ráð fyrir að fleiri bætist þar í hópinn nú í haust. Síðan erum við farin að huga að nýju samfélagsverkefni í anda Eflum Byggðar.“ Eru einhverjar spennandi ný- ungar? „Já, ég get nefnt að við ætlum að prófa aftur að bjóða upp á nokkuð úrval af tóm- stundanámskeiðum og mat- reiðslunámskeiðum. Ég get nefnt til sögunnar: þæfingu, listmálun, sápugerð, bókband og fleira. Einnig sushi nám- skeið, súpugerð og námskeið þar sem fjölskyldan eldar saman. Við leitum að nýjum samstarfsaðilum og ætlum að bjóða upp á námskeið í heima- vinnslu mjólkurafurða og fleira í samstarfi við þá. Þegar kemur að tölvunámskeiðum þá verð- um við með námskeið í heima- síðugerð sem ætti að nýtast öllum, svo ég nefni dæmi.“ Eru nemendur á námskeið farnir að skrá sig inn? „Já, það hafa nokkrir hringt og skráð sig á námskeið sem kallast Nám og þjálfun í al- mennum bóklegum greinum. Það kemur ekki á óvart því við höfum auglýst það undanfarið. Á þessu námskeiði kennum við bóklegu greinarnar sem til dæmis þeir sem ætla sér í iðnnám þurfa að taka. Þetta námskeið er haldið í samvinnu við FNV, Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins og hinn nýja Fræðslusjóð. Það hefur verið almenn ánægja með þetta námskeið. Það er reyndar aldurstakmark á það, ég má ekki gleyma að nefna það, en það er ætlað þeim sem eru orðnir 23 ára.“ Hvað með háskólanemendur hvað verða margir í háskóla- námi á ykkar vegum í vetur? „Þessu getur verið erfitt að svara því við fáum ekki að vita fjöldann fyrr en langt er liðið á ágúst- mánuð. Það sem við vitum núna er að frá Háskólanum á Akureyri eru 35 fjarnemar og þar af eru 26 á Sauðárkróki. Frá Háskóla Íslands eru skráðir 24 nemendur. Það er langt frá því að þessar tölur segi alla söguna því svo eru það meistaranemar og nemendur úr öðrum háskólum sem ekki teljast með þarna, sem koma í námsverin á Norður- landi vestra bæði til að taka prófin sín og til að læra.“ Nú er að koma glæsilegt náms- ver á Skagaströnd hvernig hefur þeirri viðbót verið tekið? „Við í Farskólanum eigum eftir að skoða nýju Námsstofuna á Skagaströnd. Skagstrendingar eru metnaðarfullir þegar kemur að skólamálum og ég veit að það verður vel búið að fjarnem- unum þar eins og hingað til.“ Hvað með þig sjálfa, freistast þú ekki til þess að skrá þig á eitt og eitt námskeið? „Ég var í meistaranámi í fimm ár með fullri vinnu og smá hléum. Var eiginlega búin að fá nóg þegar ég útskrifaðist haustið 2009. Hins vegar upplifði ég á eigin skinni hvað það er gaman að læra og mig langar að læra meira í mínu fagi. Ég ætla að nota veturinn til að skoða það. Ég er þó búin að ákveða að fara á eitt námskeið í Farskólanum og það er námskeið í heima- síðugerð. Held að það verði spennandi og skemmtilegt.“ Eitthvað að lokum? „Ég má til með að minna á að Farskólinn býður upp á ýmislegt fleira en námskeið og umsjón með háskólanámi. Við bjóðum líka upp á ráðgjöf af ýmsu tagi. Þá nefni ég fyrst náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðið fólk, bæði á vinnustöðum og hér hjá okkur. Nú hafa 103 einstaklingar komið til okkar í viðtöl af öllu Norðurlandi vestra það sem af er ári og það er sérstaklega ánægjulegt. Við bjóðum líka upp á lesblindugreiningar og ráðgjöf fyrir fullorðna. Það höfum við reyndar boðið upp á í nokkur ár. Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að þessi ofangreinda þjónusta kostar þá sem njóta hennar ekki eina einustu krónu. Svo minni ég alla á heimasíðuna okkar: www.farskolinn.is.“ ( TÖLVUPÓSTURINN ) Starfsfólk Farskólans fór í óvissuferð í sumar. Frá vinstri: Bryndís, Halldór, Rannveig og Helga.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.