Feykir


Feykir - 16.02.2012, Qupperneq 5

Feykir - 16.02.2012, Qupperneq 5
 07/2012 Feykir 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir ( LIÐIÐ MITT ) palli@feykir.is Nafn: Árni Arnarson Heimili: Reykjavík Starf: Uppeldisfrömuður á leiksólanum Jörfa. Hvert er uppáhaldsdliðið þitt í enska bolt- anum og af hverju? Manchester United. Mér finnst nú líklegt að ég hafi ekki haft mikið um það að segja, pabbi og Alli sáu alveg til þess að ég héldi með rétta liðinu. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tíma- bilinu? Þeir verða Englandsmeistarar í 20. skiptið. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? Já og nei. Þeir eru að ná ágætis úrslitum í deildinni og eru í titilbaráttu en spilamennskan hefur oft verið betri. Það er hinsvegar hrikalega dapurt að vera dottnir úr leik í meistaradeildinni og bikarnum. Hefur þú einhverntímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já, já, ég hef oft lent í deilum en það hefur svosem ekki verið mikið til að deila um þá tvo áratugi sem ég hef lifað þar sem United hafa verið dóminerandi. Þetta er meira svona bara nöldur í bitrum Púllurum. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Paul Scholes og David Beckham hafa alltaf verið í uppáhaldi. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Já, ég hef farið tvisvar sinnum. Fór á Old Trafford árið 2005 á leik gegn Tottenham sem endaði 1-1, þar sem ekki minni maður en Silvestre skoraði. Svo fór ég á Wembley 2007 og sá United og Chelsea í leik um samfélagsskjöldin. United vann eftir vítaspyrnukeppni. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, ég á treyjur, trefla og þetta klassíska. Svo er gamla herbergið mitt á Króknum ennþá einsog í eigu smástráks með United gardínum, veggfóðri og plakötum. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldu- meðlimi upp í stuðningi við liðið? Ég hef nú lítið verið í því hlutverki að ala upp þar sem uppeldinu á mér er varla lokið og ég er ekki enn farinn að fjölga mannkyninu. Ég kemst hinsvegar næst uppeldi á leikskólanum þar sem ég vinn og ég hef grun um að ég hafi gert einhverja Liverpool-pabbana á leikskólanum pirraða með því að segja börnum þeirra hverjir séu bestir. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, það hef ég aldrei gert. Uppáhalds málsháttur? Oft er dvergurinn í lægð. Einhver góð saga úr boltanum? Það var fyrir nokkrum árum þegar pabbi var að spila með Old boys hópnum að ég fékk að fara með honum á æfingu uppá Nöfum. Ætli ég hafi ekki verið svona 4 ára. Æfingin gekk ágætlega, allavega var pabbi ekki ennþá búinn að snúa á sér ökklann og allt stefndi í að hann myndi komast í gegnum heila æfingu þegar ég kallaði á hann undir lok æfingarinnar og bað hann aðeins að koma og tala við mig. Pabbi var ekki sáttur við að ég væri að trufla hann á æfingunni og spurði mig hvað væri að. Þá kom í ljós að það var kominn einn stór í brókina hjá mér og pabbi þurfti að yfirgefa æfinguna með mér heldur pirraður. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Öðlingurinn Bjarki Már Árnason, kennari á Hofsósi og fyrrum leikmaður Tindastóls átti einn hrekk sem hann endurtók 5-10 sinnum á hverju sumri. Það var þannig að eftir leik þá var hann fyrstur úr klefanum og tók þá veskið hjá einhverjum öðrum leikmanni með sér. Svo var stoppað í sjoppu á leiðinni heim en alltaf var einhver sem gat ekki keypt sér neitt því hann hélt hann hefði týnt veskinu. Svo þegar allir voru sestir upp í rútu og við lagðir af stað heim þá loksins lét Bjarki fórnarlambið fá veskið sem þurfti að sitja alla ferðina heim glorhungraður. Í einni ferðinni var Bjarki ansi grand á því og keypti sér dýrasta réttinn. Hann var síðan svo vingjarnlegur að splæsa á leikmanninn sem hélt að hefði týnt veskinu sínu og borgaði svo allt saman með korti viðkomandi. Spurning frá Styrmi Gísla - Þarf Sör rauðnefur ekki að fara að versla? Liðið hefur ekki verið að spila vel finnst mér en er þó í 2. sæti í deildinni. En árangurinn í bikarkeppninni og Meistaradeildinni er ekki ásættanlegur þannig að ég myndi vilja sjá hann styrkja liðið. Mér finnst liðið vanta sterkan miðjumann og ég vona að kallinn taki upp budduna í sumar. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? Óla Grétar Óskarsson, skólastjóraefni. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Er Steven Gerrard ekki útbrunnin? Einhverjir Liverpool- pabbarnir pirraðir Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni í Reykjavík og fóru sjö keppendur frá UMSS sem allir stóðu sig vel þó ekki kæmust nema Björn Margeirsson á verðlaunapall. Björn gerði gott betur en að komast á verðlaunapallinn því hann varð Íslands- meistari í 3 greinum, 800m, 1500m og 3000m hlaupum. Á heimasíðu Tinda- stóls segir að aðrir keppendur frá UMSS hafi bætt sinn fyrri árangur í ýmsum greinum. /PF Frjálsar íþróttir : Björn Margeirsson Þrefaldur Íslandsmeistari Í 1. deild kvenna eru tveir riðlar, með átta félögum, þar sem leikin er tvöföld umferð áður en kemur að fjögurra liða úrslitakeppni. Tvö félög eru með í 1. deild kvenna í ár sem ekki léku á síðasta keppnistímabili en það eru BÍ/ Bolungarvík, var síðast með 2007 og ÍA, var síðast með 2009. Í bikarkeppninni dróst Tindastóll gegn liði Snæfellsness en leikurinn verður spilaður 23. maí á Grundarfirði. Ef sá leikur vinnst þá mæta þær liði ÍA á Akranesi. Stelpurnar leika í B-riðli Íslands- mótsins en riðillinn er þannig skipaður: Álftanes, BÍ/Bolungarvík, Fram, Grindavík, HK/Víkingur, Keflavík, Tindastóll ogVölsungur. Riðlaskipting 3. deildar Búið er að skipa í riðla fyrir komandi tímabil í 3. deildinni í knattspyrnu en þar mun Drangey, varalið Tindastóls, spila í B-riðli. Alls eru fjórir riðlar, skipaðir átta félögum, þar sem leikin er tvöföld umferð. Eftir riðlakeppnina tekur við hefðbundin átta liða úrslitakeppni. Fjögur félög leika í 3. deildinni í ár sem ekki léku á síðasta keppnistímabili. B-riðill er þannig skipaður: Afríka (Reykjavík), ÍH (Hafnafjörður), KB (Breiðholt), KFG (Garðabær), Magni (Grenivík), SR (varalið Þróttar R.), Ýmir (Kópavogur) og Drangey (varalið Tindastóls). /PF Knattspyrna Riðlaskiptingar Tindastóll vann loks sigur í Iceland Express deildinni á mánudagskvöld þegar liðið heimsótti ÍR-inga. Lokamínútur leiksins voru heldur betur dramatískar því þegar átta mínútur voru eftir höfðu Stólarnir 13 stiga forskot en ÍR snéri leiknum sér í vil og þegar mínúta var eftir voru heimamenn 4 stigum yfir. Stólarnir gerðu sér hinsvegar lítið fyrir og skoruðu 8 stig á síðustu mínútunni á meðan heimamenn gerðu ekkert og lokatölur 92-96 fyrir Tindastól. Fyrir leikinn höfðu Stólarnir tapað þremur síðustu leikjum sínum í deildinni og sátu í 10. sæti. Það var því mikilvægt að ná í 2 stig og koma sér betur fyrir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Það hafðist. Maurice Miller var með fyrirtaks taugar á lokamínútunum en fram að því höfðu honum verið nokkuð mislagðar hendur í sóknarleiknum. Hann tók þó 8 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Allen var með fína nýtingu innan teigs en Stólarnir skutu að þessu sinni lítið utan 3ja stiga línu, settu niður 4 í 15 Iceland Express deildin : ÍR - Tindastóll 92-96 Dramatískar lokamínútur tilraunum. Tratnik átti skínandi leik, gerði 17 stig og hirti 15 fráköst. Næsti leikur Tindastóls er í Laugardalshöllinni næstkomandi laugardag þar sem Stólarnir mæta Keflvíkingum í úrslitum Powerade bikarsins. /ÓAB Stig Tindastóls: Miller 22, Allen 18, Tratnik 17, Svabbi 11, Helgi Rafn 11, Þröstur Leó 6, Rikki 4, Helgi Freyr 4 og Hreinsi 3. Árni (annar frá vinstri) fagnar hér Íslandsmeistara titlinum í 2. deild ásamt fjölskyldu sinni.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.