Feykir


Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 13/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Svartur á leik Í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, verður hátíðardagskrá í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi laugardaginn 31. mars kl. 14:00-16:30. Margt verður á dag- skránni fyrir alla aldurshópa og afmælisterta verður í boði í tilefni dagsins. Allir eru vel- komnir og vonast stjórn USAH til þess að sjá unga sem aldna samgleðjast þeim á þessum merku tímamót- um. /PF Aldarafmæli USAH 100 ára Miklar umræður hafa farið fram að undanförnu um svokölluð mótorhjólagengi sem vart þarf að kynna landsmönnum og þau illu störf sem þau eru talin stunda. Hafa meðlimir þeirra klætt sig í viðeigandi fatnað merktum sínum samtökum í bak og fyrir og er tilgangurinn efalaust sá að vekja ógn. Ég held að það sé óhætt að segja að það hafi þeim tekist því háværar raddir eru í þjóðfélaginu um að banna þau samtök sem skilgreind eru sem alþjóðleg glæpasamtök. Ögmundur Jónasson hefur sagt að hann vilji ekki banna einstök samtök en að sjálfsögðu séu glæpir ekki liðnir og verð ég að viðurkenna að ég er honum sammála. Einhvern veginn finnst mér það ekki ganga upp að banna alþjóðlegu glæpagengi að pönkast á Íslandi meðan lítt þekkt gengi með sama ásetning gætu vaxið ásmegin. En svo kemur efinn þegar heyrist að hvert mótorhjólagengið af öðru boðar komu sína á landið bláa og hyggst nema land. Og þá má búast við því að Sturlungaöld hin síðari hefjist þar sem barist verður á banaspjótum um yfirráðin á markaðnum. Páll Friðriksson ritstjóri Olíuverzlun Íslands hefur ákveðið að styrkja Björgun- arbátasjóð Húnaflóa um olíukaup og segir Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri sölusviðs Olís vonast til að róðurinn verði léttari hjá björgunar- sveitum landsins með þeim. -Samstarf fyrirtækisins og Björgunarbátasjóðs Húna- flóa hefur verið einstaklega ánægjulegt og ég bind vonir við að svo verði áfram, segir hann. -Olíukostnaðurinn er stór liður í rekstri skipsins og Olís hefur styrkt okkur mjög myndarlega, aðkoma fyrir- tækisins hefur skipt sköpum fyrir rekstur skipsins,“ segir Reynir Lýðsson formaður Björgunarbátasjóðs Húnaflóa, sem á og rekur björgunarskipið Húnabjörgu á Skagaströnd. Þetta kemur fram í viðtali Karls Eskils Pálssonar á Feyki. is í gær. /PF Húnaflói Olís styrkir björgunar- bátasjóð Grásleppuverkun á Skagaströnd Allt að verða klárt Útgerðarfélagið Sæfari ehf. frá Hrauni á Skaga er að koma sér upp aðstöðu fyrir grásleppuverkun á Skaga- strönd í nýuppgerðu vinnsluhúsi sínu. Fram- kvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu og var allt klárt þegar veiðar hófust í síðustu viku. Reiknað er með að alls verði verkuð og söltuð hrogn af 4-5 bátum auk Sæfara SK 112 sem er í eigu útgerðarfélagsins. Fiskmarkaðurinn mun taka við grásleppunni sjálfri og selja í gegnum uppboðskerfi sitt. Í forystu fyrir Sæfara ehf. eru bræðurnir Steinn og Jóhann Rögnvaldssynir en auk þess eru meðeigendur að útgerðinni faðir þeirra Rögnvaldur Steins- son og systkinin frá Víkum á Skaga. Sæfari hefur verið gerður út frá Skagaströnd um margra ára skeið og hefur aðallega stundað línuveiðar auk grásleppuveiða. Nú þegar hafa átta bátar hafið grásleppuveiðar frá Skagaströnd og lofa aflabrögð góðu fyrstu dagana. /BÞ Stjórn Samtaka sveitarfél- aga á Norðurlandi vestra fundaði með ráðherrum í forsætisráðuneytinu 20. mars sl. Samtökin höfðu óskað eftir fundi fyrir fjórum mánuðum síðan þar sem nauðsynlegt er að taka á nokkrum brýnum málefnum sem snerta landshlutann, samkvæmt Bjarna Jónssyni formanni SSNV. „Við áttum saman ágætis fund og nú verðum við bara að sjá hvað kemur út úr því,“ sagði Bjarni í samtali við Feyki en fundinn sátu Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra og ráðherrarnir Steinsgrímur J. Sigfússon, Guðbjartur Hannes- son og Ögmundur Jónasson, auk stjórnar SSNV. „Á fundinum fór stjórn SSNV yfir stöðuna á svæðinu og lagði fram tillögur til úrbóta,“ sagði Bjarni og bætti við að rík áhersla var lögð á að sporna gegn fólksfækkun á svæðinu og fækkun starfa. „Það hefur verið gríðarleg fækkun á opinberum störfum undanfarið, til að mynda þá fækkaði þeim um 50 í Skagafirði sl. 5 ár, og ekki í stærra samfélagi en það,“ segir Bjarni en stjórn SSNV vill snúa við þeirri þróun. Lagðar voru fram tillögur um hvernig mætti auka störf hjá opinberum stofnunum á Norð- urlandi vestra og hvernig hægt væri að flytja fleiri verkefni frá t.d. matvælastofnun, umhverfis- stofnun og vinnueftirlitinu til landshlutans. SSNV bauðst einnig til að taka við útibúi Nýsköpunarmiðstöðvar á Norðurlandi vestra og er SSNV jafnframt með átak í gangi varðandi ungt fólk og atvinnu- uppbyggingu á svæðinu. Stjórn SSNV óskaði eftir því að fá yfirlýsingu frá stjórn- völdum þess efnis að Blöndu- virkjun yrði nýtt til atvinnu- uppbyggingar á svæðinu og stuðning við áform heima- manna um uppbyggingu gagnavers sem nyti orku hennar. Hveravellir bárust einnig á góma en Hveravallafélagið óskar eftir að fá afnot af eignum ríkisins til að nýta til upp- byggingar á ferðaþjónustu á staðnum. Þar að auki vildi stjórn SSNV setja verkefni á Samgönguáætlun en ekkert verkefni á landshlutanum er á áætluninni. Óskuðu eftir svörum hið fyrsta Á fundinum var óskað eftir samstarfi og fyrirgreiðslu um að leggja hitaveitu í Fljótum og Hrútafirði. Þar var einnig óskað eftir auknum fjármunum við almenningssamgöngur og undir þann málaflokk féll að koma flugi aftur á til Sauðár- króks. Stjórn SSNV fór einnig fram á að byggja upp endurhæfing- una á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, þannig að hún geti þjónustað fólki á landsvísu. Sömuleiðis vill stjórn SSNV tryggja framtíð Hólaskóla en samkvæmt Bjarna er búið að koma honum í ágætan farveg og kemur hann öllum lands- hlutanum til góða. „Við fórum líka fram á að sjávarbyggðir fá réttmæta hluthækkun í gjaldtöku í sjávar- útvegi,“ sagði Bjarni og bætir við að sanngjarnt sé að sjávar- byggðirnar njóti þar góðs af. Stjórn SSNV óskaði eftir því að fá svör hið fyrsta um hvað hægt sé að gera strax og að sögn Bjarna kemur það í ljós á næstu dögum um hvert framhaldið verði. /BÞ Stjórn SSNV fundar með forsætisráðherra Brýn málefni á Norðurlandi vestra Húnavatnshreppur Hefja flokkun sorps Sífellt fleiri sveitarfélög eru að hefja flokkun á sorpi og nú ætlar Húnavatnshreppur að taka upp hið nýja fyrirkomulag í sorphirðu sem tekur gildi í apríl 2012. „Óskum við eftir góðu samstarfi íbúa við þessa breytingu,“ segir á heimasíðu Húnavatnshrepps. Breytingin felur í sér að lögð verður til endur- vinnslutunna á hvert heimili í sveitarfélaginu og þá verða því tvö sorpílát við hvert heimili, kar fyrir óflokkaðan útgang og 240 ltr. endurvinnslutunna fyrir þurrt, hreint endurvinnsluefni. Endurvinnslutunnurnar verða afhentar í vik- unni eftir páska, dagana 10.-13. apríl, ásamt leiðbeiningum um flokkun sorps til endurvinnslu. Einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar um flokkun sorps á heimasíðu sveitarfélagsins. Samkvæmt heimasíðu Húnavatnshrepps er mikilvægt að flokka úrgang til endurvinnslu og minnka þannig það magn sem fer til urðunar. Sorphirðudögum verður fækkað við þessar breytingar og sorp hirt á þriggja vikna fresti, nema á tímabilinu júní – sept., en þá verður sorphirða á 14 daga fresti. /BÞ Jóhann og Steinn Rögnvaldssynir í nýuppgerðu vinnsluhúsi Útgerðarfélagsins Sæfara ehf. á Skagaströnd.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.