Feykir


Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 4

Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 4
4 Feykir 13/2012 Samgönguáætlun 2011–2022 Ríkisstjórnin lagði fram samgönguáætlun fyrir árin 2011 til 2022 í byrjun ársins og er hún nú í vinnslu hjá samgöngunefnd Alþingis. Sú staðreynd að gert er ráð fyrir litlum sem engum fram- kvæmdum á stórum land- svæðum auk lítils fjármagns til viðhalds á næstu 10-15 árum eru alvarleg skilaboð bæði fyrir íbúa einstakra landshluta, sveitarfélög, verk- takafyrirtæki víðsvegar um landið, aðila í ferðaþjónustu o.fl. Hærri skattar á eldsneyti, minni framkvæmdir og viðhald Þær tekjur sem ríkissjóður hefur af sölu eldsneytis og annarri skattlagningu á umferð og bifreiðar eru á engan hátt að skila sér til samgönguframkvæmda. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir því að tekjur af ökutækjum nemi 54 milljörðum. Þar af er ráðgert að tekjur ríkissjóðs af eldsneyti nemi 21 milljarði en skatttekjur vegna vörugjalds á eldsneyti hafa hækkað um 163% frá árinu 2008. Í heildina hafa skattar á eldsneyti hækkað um 71,81%. Á sama tíma er einungis 15,7 milljörðum varið til vegagerðar. Framlögin hafa dregist mjög saman og ekki er gert ráð fyrir aukningu umfram hagvöxt á næstu árum. Þeir sem til þekkja segja að einungis hafi verið varið 40% af því sem þarf til viðhalds á síðustu 4 árum. Vegakerfið sé að eldast og ljóst að við blasi milljarðatjón ef ekki verður aukning umfram það sem gert er ráð fyrir í samgöngu- áætlun. Landsbyggðin svelt – litlar framkvæmdir næstu 10- 15 árin Mörg landsvæði hafa glímt við mikla fólksfækkun á undanförnum árum. Bættar samgöngur eru grunnurinn að því að efla byggð um allt land og margir horfðu til samgönguáætlunar í þeirri von að nú færi daginn að lengja. Áætlunin sýnir því miður hið gagnstæða og dregur ekki upp bjarta mynd af næsta áratug. Nái áætlunin fram að ganga munu stór landsvæði búa við óbreyttar samgöngur næstu 10-15 árin en víða er ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum til ársins 2022. Vegna lítilla framkvæmda má fastlega gera ráð fyrir að ekki dragi úr uppsögnum og fjárhagsvandræðum hjá verk- takafyrirtækjum enda lítið að gerast í öðrum mannafls- frekum framkvæmdum. Það er samfélagslega dýrt að tapa einstaklingum úr landi en þeir sem missa vinnuna eiga helst von um vinnu í Noregi. Samhliða því hefur sjaldan verið flutt jafn mikið út af vinnuvélum en þær eru í dag fluttar út á gjafverði og dýrt verður að endurnýja þessi tæki að nokkrum árum liðnum. Þessar staðreyndir hefur ríkisstjórnin ekki tekið inn í myndina þegar ákv- arðanir um fjárveitingar til samgöngumála voru teknar. Stefna ríkisstjórnar birtist í þeim málum sem hún leggur fram. Við fyrstu umræðu málsins kom fram vilji hjá nefndarmönnum innan ríkis- stjórnarliðsins til að gera breytingar á samgönguáætlun áður en hún verður samþykkt. Ég bind vonir við að þau orð standi vegna þess að algjört framkvæmdaleysi á stórum landsvæðum til ársins 2022 væri reiðarslag og myndi til lengri tíma verða mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð. Ásmundur Einar Daðason, Alþingismaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd Alþingis AÐSENT ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON SKRIFAR Skiptar skoðanir á frumvarpi Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum sl. föstudag frumvarp sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra um stjórn fiskveiða sem og frumvarp um veiðigjöld. Með frumvarpinu er reynt að leita jafnvægis milli fimm sjónarmiða eins og segir í kynningu á frumvarpinu en sum þeirra togast á svo sem eins og byggðarsjónarmið og hrein arðsemissjónar- mið. Grundvallarsjónarmiðið um sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar er óumdeilt, segir sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra en það er sannfæring stjórnarflokkanna að með nýjum frumvörpum um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sé lagður fram efniviður í sáttargjörð um sjávar- útvegsmál sem allir eigi að geta unað vel við. Með þeim er deilum um eignarhald á auðlindinni lokið; um er að ræða ævarandi sameign þjóðar- innar sem greitt er gjald fyrir að nýta. Þjóðin nýtur sameiginlega góðs af auðlindarentunni og sjávarútveginum er tryggður stöðugt rekstrar- umhverfi til langs tíma, segir á vef ráðuneytisins. Frumvarpið er vitleysa Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokks- ins er á annarri skoðun og segir frumvarpið vera vitleysu. -Frumvarpið snýst ekki um stjórn fiskveiða heldur boðaða einkavæðingu og einokun á sameiginlegri auðlind landsmanna næstu áratugina. Sömuleiðis felur það í sér aukna skattheimtu. Með frumvarpinu er verið að festa í sessi kerfi sem hefur algerlega brugðist öllum upphaflegum markmiðum sínum, en veiði botnfisks á Íslandsmiðum er aðeins brot af því sem hún var, áður en kerfið var tekið upp. Nú þegar þjóðin þarfnast aukinna gjaldeyristekna, þá er ríkisstjórnin að leggja fram frumvarp sem felur í sér frekari takmarkanir og kemur algerlega í veg fyrir nýliðun og að jafnræði ríki í undir- stöðuatvinnugrein landsmanna, segir Sigurjón. Árás á lífskjör fólks á landsbyggðinni -Frumvarpsdrögin finnast mér nánast galin, sérstaklega hin mikla hækkun á veiðigjaldinu og sú leið að ríkið ætli að fara að leigja frá sér veiðiheimildir á uppboði og gera þar með allar útgerðir að leiguliðum, með þeim afleiðingum sem því fylgir, segir Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood á Sauðárkróki. -Með þessum áformum eru stjórnvöld í raun að segja upp öllum samningum er snerta kaup og kjör sjómanna og það getur seint kallast leið til sátta um íslenskan sjávarútveg. -Þessi stökkbreytta skattheimta, sem fram kemur í hækkun veiðigjaldsins er enn ein árásin á lífskjör fólks á landsbyggðinni. Öfugt við það sem margir halda að þá benda rannsóknir til þess, að í dag þegar horft er á uppruna og ráð- stöfun opinbers fjármagns að þá sé annarri hverri skattkrónu almennings af landsbyggðinni endanlega ráðstafað á höfuðborgarsvæðinu. Þessi áform skekkja þá mynd enn frekar og vil því skora á sveitarstjórnarmenn á landsbyggðinni, hvar í flokki sem þeir standa, að standa saman og hrinda þessu áhlaupi. Jón segir að FISK áætli að greiða um 160 milljónir i veiðigjald á þessu fiskveiðiári, en frumvarpið gerir ráð fyrir margföldun á þeirri fjárhæð, sem kæmi þá til framkvæmda frá og með 1. september nk. -Svona miklar breytingar og nánast fyrirvaralaust hafa geysileg áhrif á rekstur fyrirtækisins og kalla á endurskoðun á öllum rekstrarþáttum. Það sama á við um áformaðar fjárfestingar, slík ofurskattlagning kallar á endurskoðun á þeim áformum. /PF Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða lagt fram á Alþingi AÐSENT ÞORSTEINN TÓMAS BRODDASON SKRIFAR Rangfærslur í grein um viðbyggingu Árskóla Í grein Stefáns Vagns Stefánssonar í Feyki um viðbyggingu Árskóla þann 22. mars 2012 segir hann að ekki hafi komið neinar tillögur frá fulltrúum Samfylkingar aðrar en að fresta framkvæmdum. Þarna fer Stefán með rangt mál og er því nauðsynlegt að leiðrétta það. Stefán heldur því fram að byggingarnefnd Árskóla hafi verið fimmtán sinnum til umræðu í Sveitarstjórn og Byggðaráði og en nær lagi er að segja að verk nefndarinnar hafi verið lögð fyrir samtals 5 fundi sveitarstjórnar og Byggðarráðs, frá því að nefndin tók til starfa þar til tillögur hennar lágu fyrir. Stefán segir einnig í greininni „engar tillögur hafa komið fram frá fulltrúum Samfylk- ingarinnar né fulltrúa Frjáls- lyndra aðrar en þær að fresta beri framkvæmdinni.“ Það rétta er að Samfylkingin hefur aldrei lagt fram þá tillögu að fresta framkvæmdinni en við höfum hinsvegar lagt á það ríkar áherslur að framkvæmd sem þessi sé til hagræðingar fyrir sveitarfélagið og verði öllum þjónustuþegunum til hagsbóta. Við höfum í þau fáu skipti sem boðið hefur verið uppá umræður um málið haft ýmislegt til málanna að leggja og komið með tillögur í orðræðu á því sviði. Við höfum hins vegar ekki haft fyrir því að bóka allt sem við leggjum til málanna á fundum, en eftir þetta verður breyting þar á. Ég er á því að stórar fram- kvæmdir á vegum sveitar- félagsins þurfi meðal annars að verða til þess að; • bæta þjónustu og aðstöðu notenda þjónustunnar. • bæta hag sveitarfélagsins. Ef samþykktar tillögur um viðbyggingu við Árskóla eru skoðaðar, standast þær hvor- ugan flokkinn og þess vegna get ég ekki stutt þessar tillögur. Það þýðir ekki að ég sé á móti því að aðstaða skólans sé bætt, ég set bara kröfur á slíka fram- kvæmd. Þorsteinn Tómas Broddason Fulltrúi Samfylkingarinnar í Sveitarstjórn Skagafjarðar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.