Feykir


Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 29.03.2012, Blaðsíða 3
13/2012 Feykir 3 Músíktilraunir Funk that Shit í úrslit Skagfirska hljómsveitin Funk that Shit er komin áfram í Músíktilraunum en hún var valin af áhorfendum í sal sl. laugardagskvöld er annað keppniskvöldið af fjórum fór fram í Austurbæ. Það eru þeir Guðmundir Ingi Halldórsson á bassa, Kristján Reynir Kristjánsson á trommur og Reynir Snær Magnússon á gítar sem skipa sveitina. Funk that Shit er instrumental funk hljómsveit skipuð af rythma hljóðfærum sem norðlenskir tónlistarunnendur elska að djamma og improvisera, segir á heimasíðu Músíktilrauna en þar lofar tríóið juicy bassalínum, trylltum trommuslögum og sexy gítarsólóum. /PF Fornleifarannsóknir í Skagafirði Veglegir styrkir frá Fornleifasjóði Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga fékk veglega verkefnastyrki úr Fornleifa- sjóði, samtals 4,5 milljónir. Samkvæmt auglýsingu frá Fornleifasjóði voru 32,9 millj. kr. til ráðstöfunar á fjárlögum 2012 og kom því um sjöundi hluti af heildar- upphæðinni í hlut Byggða- safnsins. „Styrkirnir hafa afar mikla þýðingu fyrir rannsóknarstarf Byggðasafnsins. Þeir stuðla að frumrannsóknum á skagfirsk- um minjaarfi og leiða til aukinnar þekkingar, markviss- ari varðveislu hans og nýtingar í framtíðinni,“ segir á heimasíðu Byggðasafnsins. Við úthlutun ársins lagði stjórn sjóðsins áherslu á loka- úrvinnslu rannsóknarverkefna og var veittur styrkur með slíka áherslu til úrvinnslu uppgraftar kirkjugarðs og kumlateigs í Keldudal, Hegranesi og fékkst 1,5 millj. kr. í verkið. Minjarnar komu óvænt upp við fram- kvæmdir 2002 og 2003 og fór fram á staðnum svokölluð björgunarrannsókn en rann- sóknirnar voru á sínum tíma unnar fyrir takmarkað fjármagn og þótt styrkir hafi fengist til ýmissa sértækra rannsókna, s.s. DNA rannsókna á beinum, var aldrei til nægt fjármagn til að klára úrvinnslu og útgáfu verksins. Styrkurinn gerir það mögulegt að klára úrvinnsluna og gefa út ítarlega skýrslu. Einnig fengust 2 millj. kr. til rannsókna á fornum kirkjugarði á Stóru-Seylu á Langholti. Garðurinn kom óvænt í ljós við jarðsjármælingar á elsta bæjar- stæði Seylubæjar 2008 en vitað var um annan og yngri garð við yngra bæjarstæði, sem liggur ofar í landinu. „Það kom því ...vertu áskrifandi FEYKIR -fréttir og fróðleikur úr þinni heimabyggð Lukkupottur Feykis 2. Nú er áskriftartilboð Þrír heppnir nýir áskrifendur vinna; Leikhúspakki HÓTEL KEA á Akureyri Gistinótt með morgunverði ásamt leikhúsmiðum fyrir tvo. Leikhúsmiðar leiksýningu GULLEYJUNA fyrir 5 hjá Leikfélagi Akureyrar Páskaegg nr. 7 frá Nóa í boði Skagfirðingabúðar Fylgstu með á Feykir.is lukkulegir vinningshafar verða dregnir út 2. apríl 1. 3. Lækaðu á FEYKIR á feisinu. Þegar vinur nr. 777 smellur inn er dregin út einn heppinn sem vinnur strigaprentun hjá Nýprent Lækaðu á NÝPRENT á feisinu. Þegar vinur nr. 500 smellur inn er dregin út einn heppinn sem vinnur strigaprentun hjá Nýprent Taktu tveggja mánaða áskrift að Feyki og þá færðu þriðja mánuðinn frítt og lendir í lukkupotti Feykis! Hver mánuður er á aðeins kr. 1400 Þú gerist áskrifandi - og eftir 3 mánuði lætur þú vita ef þú vilt ekki halda áfram áskriftinni. Hringdu núna Áskriftarsími: 455 7172 :: Netfang: feykir@feykir.is Forn kirkjugarður grafinn upp í Keldudal í Hegranesi. Mynd: BSk. mjög á óvart að eldri garður skyldi finnast en við gröft í hann kom í ljós að þar hefur verið þétt skipað og hefur garðurinn verið nánast fullur þegar að hætt var að grafa í hann, einhvern tím- ann skömmu fyrir aldamótin 1100,“ segir á heimasíðu Byggðasafnsins. Í sumar er ætlunin er að grafa garðinn upp að fullu en þannig fást einstakar heimildir um þá sem bjuggu á Seylu á 11. öld, greftrunarsiði og gerð kirkju- og kirkjugarðs. Rann- sóknin er unnin í samstarfi við hóp bandarískra sérfræðinga sem hafa unnið að jarðsjár- og fornleifarannsóknum í Skaga- firði undanfarin 10 ár. Til stendur að hefja skrán- ingar minja á strandlengjunni út að austan (austurströnd Skagafjarðar) en 1 millj. kr. fékkst til verksins. Mikið landbrot hefur átt sér þar stað á seinustu áratugum en við það hafa fjölmargar minjar horfið í hafið og fleiri minjar eru í fyrirsjáanlegri hættu. Engin heildarmynd er til um hvernig eða hversu margar minjar kunna að vera í hættu en „með skráningunni er ætlunin að fá slíka heildarmynd og vonandi ná heimildum um minjar sem verða horfnar innan fárra ára,“ segir á vef Byggðasafnsins. Hólarannsóknin hlaut 1 millj. kr. styrk til að halda áfram rannsóknum á fornri höfn og verslunarstað á Kolkuósi en þar hafa verið stundaðar fornleifa- rannsóknir frá árinu 2003. Rannsóknin hefur leitt í ljós umfangsmikla starfsemi frá 10. öld fram á þá 16 og að mati fornleifafræðinga kann þessi meginhöfn Skagfirðinga að hafa ráðið úrslitum um það að Hólar í Hjaltadal varð að biskupsstóli og valdamiðstöð. Stjórnandi rannsóknarinnar er Ragnheiður Traustadóttir . /BÞ Sérfræðikomur í apríl FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir 16. og 17. apríl. Haraldur Hauksson alm./æðaskurðlæknir 23. og 24. apríl Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir 25. og 26. apríl Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.