Feykir


Feykir - 29.03.2012, Qupperneq 5

Feykir - 29.03.2012, Qupperneq 5
13/2012 Feykir 5 Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti í Skagafirði hefur ákveðið að fara í framboð til embættis forseta Íslands og freista þess í næstu forsetakosningum að fá að leiða þjóðina sem trúnaðarmaður hennar og endurbyggja traust í samfélaginu. Hannes Bjarnason er fæddur á Sauðárkróki þann 25. apríl 1971, uppalinn í Eyhildarholti, Skagafirði. Hann er sonur hjónanna Bjarna Gíslasonar skólastjóra og bónda í Eyhildarholti, og Salbjargar Márusdóttur húsmóður og kennara. Hannes er þriðji í röð fimm systkina, en hin eru: Þorbjörg, f. 1966, Sigríður, f. 1967, Ragnar, f. 1974 og Stefanía Guðrún f. 1980. Að loknu grunnskólanámi í Grunnskóla Rípurhrepps og Gagnfræðaskóla Sauðárkróks hélt Hannes til náms í Menntaskóla Akureyrar. Þar dvaldi hann aðeins eina önn. Haustið 1989 hóf hann nám við Framhaldsskólann á Laugum í Suður Þingeyjarsýslu og útskrifaðist þaðan með stúdentspróf vorið 1993. Haustið 1996 hóf Hannes nám við Háskóla Íslands þar sem hann nam landafræði. Haustið 1998 fluttist Hannes til Noregs þar sem hann hélt áfram námi í landafræði við Hogskolen i Telemark en útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BS próf í Landafærði 2001. Haustið 2008 fór Hannes í framhaldsnám við Handelshogskolen BI í Óslo og þar hefur hann numið Master of Management. Í Noregi stofnaði Hannes fjölskyldu og hóf vinnu að loknu námi og hefur búið þar samfleytt í fjórtán ár. Hannes er kvæntur Charlotte Kvalvik f. 1974, og saman eiga þau eina dóttur. Af fyrra sambandi á Hannes tvö börn og Charlotte á eitt barn. Börn þeirra eru: Philip Adrian f. 1999, Jakob Bjarni f. 1999, María Sigríður f. 2002 og Emilía f. 2006. Frá sextán ára aldri hefur Hannes verið virkur þátttakandi í atvinnulífinu, á sumrin og eins samhliða skólagöngu á veturna. Hann hefur því reynslu frá fleiri atvinnugeirum, þar má nefna: Bústörf, iðnað, smíðar, lagervinnu, sláturhússtörf, veitingasölu, verslunarrekstur, vinna á hótelum, hjá sveitarfélögum og við verkefnastjórnun. Hannes vinnur nú við breytingarstjórnun í Ósló, Noregi. Hvers vegna skyldi Hannes Bjarnason vera í framboði til embættis forseta Íslands? -Haustið 1998 fluttist ég til Noregs í nám. Þar hef ég búið sleitulaust síðan. Dvöl mín í Noregi hefur sannarlega aukið víðsýni, og ekki síst opnað augu mín fyrir öllum þeim kostum og möguleikum sem Ísland og íslenskt samfélag hefur upp að bjóða. Frá Noregi hef ég alla tíð fylgst vel með þróun mála á Íslandi, bæði í uppgangi efnahagslífsins sem og falli þess. Við þannig aðstæður brýst gjarnan fram mikil reiði en góð manngildi þá lögð til hliðar. Oft getur mikil reiði bundið um sig, enda er réttlætiskennd fólksins sjaldan jafn sterk og þegar það telur sig vera rangindum eða svikum beitt. Það má færa rök fyrir því að einmitt þetta hafi gerst á Íslandi eftir 2008. Þetta ástand í samfélaginu hefur hreyft við mér og ég hef látið mig það varða. Ég vil leggja hönd á plóg, leggja mitt að mörkum til að bæta samfélagið sem ól mig. Þess vegna býð ég mig fram í kjör til forseta Íslands og tel mig hafa burði til að bera embættið inn í framtíðina. Eftirtaldir þættir verða mitt leiðarljós í framboði til embættis forseta Íslands: • Leiða þjóðina saman – stundum virðist sem sundur- leitir hópar og gamlar átakalínur valdi djúpum sárum í þjóðarsálinni. Við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru, bæði einstaklingum sem og hópum en ekki síst fyrir okkur sjálfum. Það að vinna að samvinnu, jöfnuði og virðingu okkar allra á milli er hvetjandi. Það er verkefni sem ég vil standa vörð um. • Aukið siðferði – ég vil stuðla að auknu siðferði em- bættismanna þjóðarinnar, stofnana og fólks almennt. Forsetinn á þar að ganga í fararbroddi með kurteisi og yfirvegun og sína gott fordæmi. Það er verkefni sem ég vil standa vörð um. • Sýna gott fordæmi – úr fjarlægð hef ég fylgst með almennri umræðu í þjóðfélaginu. Bæði talað og ritað orð ber keim af þunga og stundum heift. Öll umræða sem fer út í öfgar snýst í andhverfu sína. Því er þörf á vandaðri umræðu þar sem skilningur og umburðarlyndi fyrir fólki og málefnum ríkir. Þar á forseti Íslands að vera leiðandi. Það er verkefni sem ég vil standa vörð um. • Betra samfélag – úr brunarústum skógarins vex fram nýr og kröftugur gróður. Eftir efnahagshrunið þarf að nýju að byggja upp traust í samfélagi okkar. Mikil ögrun felst í því að ganga til verks, og öll verðum við að koma að því verki. Það er verkefni sem ég vil standa vörð um. • Trúnaðarmaður þjóðarinnar – við búum við lýðræði sem er skilgreint í Stjórnarskrá landsins. Forseti Íslands á að notfæra sér þann rétt sem honum er þar veittur til að hlúa að lýðræðinu. Það er vandasamt verk og verða bæði kjarkur og þor að vera til staðar ef vel á að vinnast. Kjarkur og þor til að fylgja eigin sannfæringu og þannig að vera trúnaðarmaður þjóðarinnar. Það er verkefni sem ég vil standa vörð um. • Standa vörð um hagsmuni Íslands – það hefur verið áhugavert að fylgjast með alþjóðlegri umræðu um Ísland og Íslendinga eftir efnahagshrunið. Í þeirri umfjöllun gætir ýmissa grasa. Því er mikilvægt að standa vörð um þá sjálfsímynd sem þjóðin hefur og kynna á alþjóðavettvangi. Það er verkefni sem ég vil standa vörð um. Hannes hefur opnað heimasíðu á netinu þar sem hægt er að fylgjast með framboðinu. Slóðin er: http://jaforseti.is /PF Vill leggja hönd á plóg til að bera embættið inn í framtíðina Skagfirskur forsetaframbjóðandi ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir Fimmtudaginn 22. mars var haldið, í mötuneyti FNV á Sauðárkróki, 92. ársþing Ungmenna- sambands Skagafjarð- ar að viðstöddum 40 fulltrúum aðildarfél- aga þess. Fram fóru venjubundin þingstörf en fram kom í árs- reikningum að tap varð á rekstrinum. Tekjur síðasta árs voru rúm áttahundruð þúsund krónum lægri en á fyrra ári og munaði mestu að ekki var um neinn fjárstyrk að ræða frá sveitarfélögunum í Skagafirði til reksturs sambandsins. Alls námu tekjurnar kr. 4.311.240 en rekstrargjöld fyrir fjár- magnsliði kr. 4.844.257. Síðasta starfsár hefur Sigurjón Leifsson verið starfandi formaður UMSS, fór í þá stöðu sem varaformaður. Kosin var ný stjórn og var Sigurjón kjörinn formaður en aðrir sem fengu kosningu voru Rúnar Vífilsson og Jón Daníel Jónsson en áfram sitja þau Elisabeth Jansen og Þröstur Erl- ingsson. Hjalti Þórðar- son lauk stjórnarsetu og voru honum þökkuð góð störf í þágu sam- bandsins. /PF Ársþing UMSS Sigurjón kjörinn formaður Sauðárkróksbakarísmótið var haldið í blíð- skaparveðri á skíðasvæði Tindastóls um síðustu helgi og að sögn mótshaldara gekk allt mjög vel og krakkarnir skemmtu sér vel. Veitingar og verðlaun voru í boði Sauðárkróks- bakrís og vill skíðadeildin koma þökkum til Róberts yfirbakara kærlega fyrir skemmtilegt mót. Úrslit mótsins er hægt að nálgast á íþróttasíðu Feykis.is. /PF Sauðárkróksbakarísmótið á skíðum Vel heppnað mót Nú í kvöld hefst úrslitakeppni Express- deildarinnar í körfubolta með tveimur leikjum. Tindastóll heimsækir KR annars vegar og Grindavík tekur á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík hins vegar. Á morgun fær Þór Þor- lákshöfn Snæfellinga í heimsókn og Stjarnan tekur á móti Keflavík. Leikið er heima og heiman og það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undan- úrslit. Annar leikur Tindastóls og KR verður á sunnudaginn á Sauðár- króki og hefst klukkan 19:15. Í síðustu umferð IE- deildarinnar bar Tinda- stóll sigurorð af Njarð- víkingum í spennandi leik. Lokatölur voru 81- 79 og þar með tryggðu Stólarnir sér sjöunda sætið í deildinni og rimmu við lið KR. /PF Körfubolti Úrslitakeppnin að fara í gang í kvöld

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.