Feykir


Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 22/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Foreldrafélag Blönduskóla hefur áhyggjur af skólalóð Blönduskóla þar sem frágangur á henni getur ekki talist fullnægjandi, þetta kemur fram í erindi sem barst bæjaryfirvöldum á Blönduósi og var málefnið tekið til umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 24. maí sl. „Því er beint til bæjar- yfirvalda að ljúka fram- kvæmdum sem fyrst, í síðasta lagi áður en nemendur mæta til skóla næstkomandi haust,“ segir í bréfinu sem dagsett er 14. maí 2012. Bæjarráð hefur falið tæknideild að lagfæra þau atriði sem börnum stafar hætta af hið fyrsta og að tryggt sé að sveitarfélagið uppfylli gildandi lög og reglur um öryggi á skólalóð, segir í bókun fundargerðar. Tækni- deild mun vinna að mál- efnum skólalóðar, með hlið- sjón af erindi foreldrafélags Blönduskóla í samráði við skólayfirvöld. /BÞ Blönduskóli Áhyggjur af skólalóð Fordæma vinnu- brögð stjórnvalda Áhafnir skipa FISK Seafood Boðað var til fundar með áhöfnum skipa FISK Seafood í Verinu á Sauðárkróki á þriðjudag þar sem fyrirliggjandi frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld á starfsemi FISK voru kynnt. Á fundinn mættu ríflega 90 manns. Áhafnir Arnars HU 1, Málmeyjar SK 1, Klakks SK 5 og Örvars SK 2 sendu í kjölfarið frá sér eftirfarandi ályktun: ,,Fund- urinn fordæmir vinnubrögð núverandi stjórnvalda í fram- göngu sinni í breytingum á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Frum- vörpin sem lögð hafa verið fram eru vanhugsuð og bein aðför að okkur sem erum starfsmenn stærri sjávarútvegsfyrirtækja svo og landsbyggðinni allri. Jafnframt skora fundarmenn á stjórnvöld að draga þessi frum- vörp til baka í óbreyttri mynd, og vinni að frumvarpi sem leiði til sem mestra sátta á meðal þegna landsins.“ Eins og víðar í höfnum landsins liggja veiðiskip FISK Seafood við bryggju en útvegs- menn landsins héldu skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag. Hafa þeir fundað með starfsfólki, sveitarstjórnum og fjölmörgum aðilum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi um áhrif þess ef frumvörpin verða að lögum. Að sögn Jóns E. Friðrikssonar framkvæmda- stjóra FISK er ekki búið að ákveða hvenær skipin halda til veiða. /PF Styrkja menningar- starf utan héraðs í fyrsta sinn Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði KS fór fram í Kjarnanum í gær en margir fengu styrki í þetta skiptið, alls 20 úthlutanir. Auk þess að leggja verkefnum lið eru styrkirnir jafnframt hugsaðir sem viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu samfélagsins. Sjóðurinn fagnar 50 ára afmæli árinu og stendur til að fagna þeim tímamótum í desember. Að þessu sinni var sú nýlunda að tveir styrkir runnu til verkefna í Austur- Húnavatnssýslu, en það voru Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps og Laxasetrið á Blönduósi sem hlutu styrkina. Við styrkveitinguna sagði Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri að stjórn Menningar- sjóðsins hafi nú með ánægju ákveðið að styrkja menningar- starf í Húnavatnssýslum, en með tilkomu Þverárfellsvegar sagði hann sýslurnar hafa tvinnast meira saman með auknum viðskiptum og sam- göngum. Þá fékk Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra sérstaka úthlutun upp á 2,5 millj. kr. til að þróa og koma á kennslu í nýjum námsgreinum við skól- ann. Heildarlista yfir styrkþega má sjá á Feyki.is. /BÞ Óskað var eftir aðstoð Björgunarfélagsins Blöndu sl. mánudag við að ná tveimur hestum sem lent höfðu ofan í haughúsi í hesthúsi í Arnargerði á Blönduósi. Nokkrir félagar úr björg- unarsveitinni mættu á staðinn og komu böndum á hrossin, með hjálp við- staddra. „Voru hestarnir hífðir að nokkru leyti upp og síðan varð að beita handaflinu. Aðstæður voru frekar subbu- legar eins og gefur að skilja en allt gef vel að lokum,“ segir á Húna.is. /BÞ Blönduós Hestum bjargað úr haughúsi Norðurland vestra Þrjú verkefni fengu styrki Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fengu úthlutað úr Pokasjóði verslunarinnar í vikunni en það voru Grettis- tak á Hvammstanga, Kvenfélagið Iðja í Miðfirði og Skógræktarfélag Skagastrandar. Alls voru tæplega 71 milljón króna úthlutaðar til 82 verkefna á sviði umhverfismála, menn- ingar, mannúðar, íþrótta og útivistar um allt land. Grettistak á Hvammstanga fékk úthlutaðar 200.000 kr. til þess að gera merkingar göngu- leiða um Löngufit. Kvenfélagið Iðja í Miðfirði fékk 200.000 kr. til að annast gróðursetningu í Ásdísarlundi. Skógræktarfélag Skagastrandar fékk 750.000 kr. til að leggja göngustíga um skógrækt félagsins. /BÞ Valgarður Hilmarsson veitir styrknum móttöku fyrir hönd Laxaseturs Íslands á Blönduósi. Hvammstangadeild RKÍ Gefur björgunarvesti Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir afhenti fyrir hönd Hvamms- tangadeildar RKÍ, Pétri Arnarssyni hafnarverði, f.h. Hvammstangahafnar, tólf björgunarvesti fyrir krakka sl. mánudag. Vestin eru í tveimur stærðum og eru fyrir krakka sem eru að dorga eða veiða í höfninni á Hvammstanga. Sæunn segir í samtali við Norðanátt að þetta hafi byrjað þannig að þeim fannst leiðinlegt að sjá hversu margir krakkar voru ekki í björgunarvestum þegar þau veiddu í höfninni. „Ráðist var því í það að kaupa björgunarvesti hjá Ísfell til að hafa fyrir krakkana,“ segir Sæunn. Björgunarvestin verða geymd í sérstökum skáp sem staðsettur verður utaná hafnar- skúrnum á norðurbryggjunni en skápinn smíðaði Pétur sjálfur. Stóð til að skápurinn yrði settur upp í vikunni og geta krakkarnir þá sótt sér vesti í skápinn. /BÞ Vígslubiskupskjör Kosið milli tveggja Atkvæði voru talin í kjöri til vígslubiskups á Dómkirkju- loftinu á Hólum sl. fimmtu- dag en þrjú höfðu gefið kost á sér til embættisins, sr. Gunnlaugur Garðarsson, sr. Kristján Björnsson og sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Atkvæði féllu þannig að sr. Gunnlaugur fékk 27 atkvæði, sr. Kristján 57 og sr. Solveig Lára 76. Þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta verður valið milli þeirra tveggja er flest atkvæði hlutu. Alls voru 181 á kjörskrá. 168 greiddu atkvæði eða um 93%. Af greiddum at- kvæðum voru 160 gild, en átta ógild. Gert er ráð fyrir að nýr biskup verði vígður á Hólahátíð þann 12. ágúst næstkomandi. /PF Styrktartónleikar í Héðinsminni Til styrktar Stefáni Jökli Álftagerðisbræður ásamt Stefáni R. Gíslasyni munu halda tvenna tónleika í Héðinsminni fimmtudaginn 14. júní til styrktar Stefáni Jökli Jónssyni sem glímir nú við veikindi. Tónleikarnir verða haldnir klukkan 20:30 og 23:00. Aðgangseyrir er kr. 2500.- og rennur óskiptur til Stefáns. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.