Feykir


Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 7
22/2012 Feykir 7 sem fóru á sjó á sumrin og fengu góðan pening fyrir en þessi sveitamennska, ég er sveitamaður, þá bara tímdi ég ekki að eyða sumrinu í það að vera úti á sjó. Sumarið er svo stutt á Íslandi og það var mín rökfærsla að sækja ekki um pláss. En ég vil koma því á framfæri að mér finnst sjómenn skila stórkostlegri vinnu og það er með ólíkindum að þeir stundi þessa vinnu sem krefst þess að þeir eru oft í burtu frá fjölskyldum sínum í langan tíma og ég ber mikla virðingu fyrir þessari starfsstétt. mín persónulega skoðun en ég virði það að aðrir séu á annarri skoðun. Uppistand í Hörpu Ýmislegt hefur verið skrifað og sagt um uppistandið í Hörpu er kappræður Stöðvar 2 áttu að fara fram sl. sunnudagskvöld. Hannes segir þetta um þá uppákomu. Málið frá mínum bæjar- dyrum séð er um það bil svona: Laugardag 2. maí þáði ég boð frá Frey Einarssyni, ritstjóra fréttastofu Stöðvar 2 um þátttöku í kappræðunum í Norðurljósasal Hörpu daginn eftir. Átti ég við hann símtal þar sem ég tjáði honum að ég myndi taka þátt í kappræðunum. Samtímis spurði ég hann út í formið á kappræðunum. Freyr tjáði mér að þátttakendur myndu svara spurningum, bæði úr sal og frá þáttarstjórnendum. Í þrígang spurði ég nánar út í fyrirkomulag kappræðnanna og fékk alltaf sama svar. Lét ég þar við sitja enda sá ég fyrir mér uppstillingu forsetaefna svipaða þeirri sem var á nýafstöðnum fundi í Iðnó. Næsta dag – eða um miðjan dag sunnudags komumst við (Andrea, Ari Trausti, Hannes og Herdís) að umræðurnar yrðu ekki kappræður heldur væri tveimur frambjóðendum stillt saman, hvorum á móti öðrum, þ.e. þrjú sett, þar sem Ólafur og Þóra væru seinust. Þar fyrir utan fengju þau töluvert meiri tíma en aðrir frambjóðendur. Þetta fannst okkur (þessum fjórum) ófagmannlegt og óréttlátt. Upp úr þessu spratt fréttatilkynning sem meðal annars birtist á Mbl.is. Þar fórum við fram á að dregið yrði um, hvaða frambjóðendur kæmu fram saman. Tilkynning þessi kom í loftið klukkan hálf fimm. Stöð2 fundaði seinna um málið og tjáði okkur að það væri tæknilega ómögulegt að breyta röð frambjóðenda, þ.e. að draga um hvaða tveir frambjóðendur mættust í hvert sinn. Þetta var lagt fyrir okkur innan við klukkutíma frá því að bein útsending hófst. Umtalaðir fjórir frambjóðendur ræddu nú sitt ráð og endirinn á vísunni var sá að Andrea, Ari Trausti og ég ákváðum að yfirgefa salinn en Herdís hélt áfram. Virtum við hennar ákvörðun að fullu. Við þrjú sem yfirgáfu fundinn gerðum það vegna þess að réttlætiskennd okkar var misboðið og við gátum ekki Hannes og Charlotte ásamt börnunum sínum. tekið þátt í þeim skrípaleik sem boðið var upp á. Þetta gerðum við þó svo við reiknuðum með því að missa fylgi fyrir vikið. Og þó svo okkur gengi úr greipum góður möguleiki á því að kynna okkar framboð og persónu. Við sýndum það í verki og með fordæmi að fólk getur breytt í samræmi við samvisku sýna og boðið ofuröflum byrginn. Það þarf ekki alltaf að segja „svona er þetta bara!“ Við hjónin vorum komin aftur norður í Skagafjörð rétt fyrir miðnætti. Tveimur tímum seinna gengum við til náða. Ég svaf vel því ég hafði fylgt minni réttlætiskennd og það veitir góða tilfinningu! Algjörlega óháð framboð Hannes hefur fengið að heyra það, ekki síst frá sínum frændgarði að þetta sé bölvuð vitleysa af honum að fara í þetta framboð, að það setji hann á hausinn og hvað eina. -Mér finnst ágætt að það komi fram hvaða peninga við erum að eyða í þetta. Ég er að taka launalaust frí í þrjá mánuði í Noregi og þarf að dekka það því við erum að halda hlutunum gangandi þar, borga af húsinu og lánum og öllu því sem við erum með þar. Inni í þeim reikningi gerum við ráð fyrir að þetta kosti okkur held að við séum komin á þá skoðun að ef svo fer að okkur bjóðist styrkir þá hugsa ég að við myndum neita þeim. Ég er á þeirri skoðun að það er mjög mikilvægt að geta gefið fólki þann valkost að minnsta kosti einn frambjóðandi sé gjörsamlega óháður öllu, ekki pólitík eða peningaöflum né nokkru öðru. Þetta er eigin vinna og eigið framlag og eigin peningar sem ég nota og það finnst mér mikilvægt að komi fram. Þó ég ætti fimmtíu milljónir er ég ekki viss um að ég myndi nota þær í þetta, mér myndi finnast það móðgun við fjölskyldur í þessu landi sem eru að berjast í bökkum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Það er um fjórar milljónir. Við erum að eyða litlu í auglýsingar eða nánast engu. Fólk kemur ekki til með að sjá neinar auglýsingar frá okkur um þetta forsetaframboð og þetta er sá peningur sem við höfum og komum til með að nota. Í upphafi sendi ég á milli þrjátíu og fjörtíu stórfyrirtækjum á Íslandi póst, fyrirtækjum sem ég vissi að væru að skila góðum hagnaði og bað um styrki. Ég er líklega búinn að fá um tíu nei, aðrir hafa ekki svarað erindinu þannig að við erum ekki búin að fá neina styrki hingað til og reiknum ekki með því að fá nokkra styrki. Ég Erlu Björt afhent brennijárn Rektoraskipti við Háskólann á Hólum Þann fyrsta júní sl. urðu þau merku tímamót við Háskólann á Hólum í Hjaltadal að fyrstu rektora- skipti urðu í sögu hans er dr. Erla Björk Örnólfsdóttir tók við af dr. Skúla Skúlasyni sem gegnt hefur stöðunni frá því að skólinn varð háskóla- stofnun árið 2003. Það var sannkölluð hátíðar- stund á Hólum er Erla Björt var boðin velkomin til starfa af fjölda fólks sem var saman kominn í skólabyggingunni. Þar afhenti Skúli Skúlason fráfarandi rektor Erlu brennijárn sem er einskonar tákn um rektorsembættið og bauð hana velkomna til starfa og óskaði henni velfarnaðar í því. Erla tók við járninu og sagði að hún væri því marki brennd að vera úr sveit og þekkti þetta áhald vel sem notað er til að brennimerkja horn sauðfjárins. Þakkaði hún fyrir sig og sagðist hlakka til þess að fást við þau verkefni sem biðu hennar. Nokkrir kvöddu sér hljóðs og voru Skúla þökkuð þau miklu og metnaðarfullu störf sem hann hefur innt af hendi fyrir skólann sem og Hólastað allan en í tíð hans hefur mikil uppbygg- ing átt sér stað á svæðinu, bæði hvað varðar menntun og vísindastörf sem og húsbyggingar en þær eru orðnar margar og hafa það hlutverk að hýsa bæði menn og skepnur. Skúli mun hverfa aftur að starfi sínu sem prófessor í fiskeldis- og fiskalíffræðideild. /PF Skúli afhendir Erlu brennijárnið sem er tákn embættis rektors. Erlu færð blóm frá starfsmannafélagi Hólaskóla úr hendi Dísu Axels formanni félagsins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.