Feykir


Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 11
22/2012 Feykir 11 Fe yk ile g a f lo tt a af þr e yi ng ar ho rn ið Já , r ey nd u þi g vi ð þe tt a! Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina má kallast góður! Spakmæli vikunnar Segðu fyrst sjálfum þér hvað þú vilt verða og gerðu síðan það sem þarf að gera. - Epiceptus Ótrúlegt en kannski satt Edison er líklega þekktastur fyrir að finna upp ljósaperuna. Hann sótti um einkarétt á samtals 1094 uppfinningum. Edison var rekinn úr skóla þegar hann var 12 ára vegna þess að hann var talinn mállaus. Honum gekk hræðilega að læra stærðfræði, gat ekki haldið einbeitingu og átti í erfiðleikum með orð og að tjá sig munnlega. Sudoku Grímólfur Agnar gekk á milli hand- og húðsérfræðinga til að láta fjarlægja vörtu. Hann fékk allstaðar sama svar; pólitískar vörtur eru óafmáanlegar. Hinrik Már Jónsson Örlaga örsögur Feykir spyr... Hversu lengi hefur þú starfað á sjó? [ Sighvatur Rúnar og Sigurður Ingi voru í starfskynningu á Feyki og og spurðu fyrrverandi og núverandi sjómenn á Sauðárkróki ] HELGI INGIMARSSON: - 13 ár. EINAR GÍSLASON: - 24 ár. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON: - 4 ár. STEINDÓR ÁRNASON: - Síðan ég var 15 ára. Skemmtiferðin hafði viðkomu í Varmahlíð Fékk meðbyr í Miðgarði Snorri Már Snorrason kom við í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð á ferðalagi sínu hringinn í kring um landið sl. þriðjudag en hann ætlar að hjóla hringinn í júní. Hann ákvað að leggja í ferðalagið sem hann kallar „Skemmtiferðin, þín hreyfing – þinn styrkur“ til að minna á gildi líkamsræktar en hann greindist með Parkinson- sjúkdóminn fyrir átta árum. „Ég er ekki að safna áheitum í formi peninga heldur loforðum ykkar um að þið hreyfið ykkur sjálf,“ segir Snorri. Hópur fólks beið komu kappans í Miðgarði og tók á móti honum með lófataki og faðmlögum. „Við skulum segja að ég sé eins og vindþurrkaður þorskur,“ svarar Snorri aðspurður um líðan sína. Hann hafði þá lokið þriðja degi en ferðin hófst þann 3. júní og ætlar hann að loka hringnum þann 23. júní. Snorri segist hafa fengið mikinn mótbyr sl. tvo daga og lýsti því hvernig hann þurfti að hafa sig allan við að hjóla á móti vindi niður Holtavörðuheiðina á mánudag en hann hjólaði í 10 klukkustundir þann daginn. Eftir átta og hálfra klukkustunda streð á þriðjudag játaði hann sig sigraðan og keyrði síðasta spölinn frá Blönduósi til Varmahlíðar til að hitta stuðningsmenn sína sem biðu hans þar. Hann segist þó ekki ætla að skorast undan þessum kílómetrum frá Blönduósi til Varmahlíðar, því morguninn eftir ætlaði hann að keyra aftur á Blönduós og halda áfram hjólreið sinni. „En næst á dagskrá er heit sturta og svefn,“ segir Snorri en hann fékk næturgistingu á Syðstu-Grund í Blönduhlíð. Ólíkt veðrum og vindum mætti Snorri miklum meðbyr í Miðgarði en ásamt þeim Skagfirðingum sem tóku þar á móti honum, lögðu nokkrir stuðningsmenn hans frá Parkinsonsamtökunum á Íslandi leið sína að sunnan. Þar á meðal var Hrönn Ágústsdóttir ráðgjafi hjá samtökunum. „Það er svo gaman að sjá hve framtakinu hefur verið vel tekið. Snorri er öðrum mikil fyrirmynd. Hann einblínir alltaf á það sem hann getur en ekki það sem hann getur ekki,“ segir hún. Yrði aldrei var við þetta ef ég gengi alltaf á þúfum Óskar Konráðsson frá Sauðár- króki var á meðal þeirra sem tóku á móti Snorra. Hann greindist með Parkinson fyrir 20 árum síðan og segir hrörnunarsjúkdóminn hafa smátt og smátt unnið á sér. „Sjúkdómurinn fer rólega af stað en það sem fer er meðal annars lyktarskyn, skriftin smækkar og röddin minnkar, auk þess fylgir þessu að vera svolítið óstöðugur á fótunum,“ segir Óskar. „Læknir sagði eitt sinn við mig að ef ég gengi alltaf á þúfum þá yrði ég aldrei var við þetta,“ segir hann og brosir. Hann rifjar upp þegar hann fann fyrst fyrir einkennum sjúkdómsins, þá 47 ára að aldri, og var hann að vinna í Hampiðjunni í Reykjavík. „Ég þurfti að fara á annan stað í húsinu en þá var ekkert sjálfgefið að labba af stað, ég þurfti að einbeita mér að því,“ segir Óskar. Engin lyf eru til við Parkinson og samkvæmt Óskari hafa litlar breytingar átt sér stað í þeim efnum síðan hann var greindur með sjúkdóminn fyrir 20 árum síðan. Þá er einungis hægt að halda einkennum sjúkdómsins í skefjum með lyfjagjöf. Parkinson–sjúkdómurinn er, að sögn Óskars, vegna skorts á boðefnum í ákveðnum heilafrumum sem stjórna hreyfingum. „Það deyr enginn úr þessu en deyja þó með þetta,“ segir Óskar. Hægt er að fylgjast með Snorra á facebook-síðu hans undir nafninu: Skemmtiferðin. Snorri Már Snorrason og Óskar Konráðsson hittast í Miðgarði. /SRP - SÓS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.