Feykir


Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 12

Feykir - 07.06.2012, Blaðsíða 12
HELGARTILBOÐ Nammibarir - 50% afsláttur Kjúklingabringur 1998,-kg svínakótilettur 1098,-kg trópí appelsínusafi 1ltr.198,- ananas ferskur 179,-kg Camembert 150gr. 339,- fP saltkex 3x100gr. 198,- Korni flatbrauð 259,- tómatar íslenskir í lausu 279,-kg Gunnars mayonnaise 500ml. 329,- fP túnfiskur 185gr. 219,- beikonostur 250gr. 349 fP Kaffi 400gr. 319,- Prins Póló mini 259,- ballerina Nougat 189,- WC Pappír 8rl 319,- Eldhúsrúllur 4st 298,- Tilboð gilda meðan birgðir endasT Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 22 TBL 7. júní 2012 32. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Norðurland vestra Hátíðarhöld á Sjómannadaginn Að venju var mikið um að vera á sjómannadeginum víða á Norðurlandi vestra. Á Hofsósi safnaðist fólk saman niður í Kvosina, hlýddu á hugvekju sóknarprestsins, renndu færi í sjóinn af bryggjunni og kepptust við að krækja í stærsta fiskinn. Svo færðist fjör í leikinn er koddaslagurinn hófst á trébryggjunni og fengu þar margir kalt bað í sjónum. Á Hvammstanga hófust hátíðarhöldin með helgistund við höfnina og síðar var lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sjómenn. Að því loknu var farið í siglingu í boði BBH útgerðar og Selasiglingu en það voru Brimill, Harpan, Brák og Margrétin sem sigldu um Miðfjörðinn, ásamt björg- unarsveitinni. Myndir frá Hvammstanga eru frá Önnu Scheving. Þá var mikið um að vera á Sauðárkróki þar sem SjávarSæla var á hafnarsvæðinu og veisla, skemmtun og dansleikur í íþróttahúsinu um kvöldið. /BÞ, PF & ÓAB Haldið í siglingu á Hvammstanga. Blómsveigur til minningar um drukknaða sjómenn var gjöf frá Kvennabandi V-Hún. Krakkar í hoppukastala við Kjarnann á Króknum. Fjöldi fólks fygldist með koddaslagnum sem fram fór á bryggjunni á Hofsósi. Fjölmargir fóru í siglingu með Örvari frá Sauðárkróki. Kraftmiklir krakkar í kararóðri á Hofsósi. Fiskarnir vöktu óskipta athygli - enda sumir skrítnir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.