Feykir - 16.08.2012, Síða 6
6 Feykir 30/2012
Þeir sem standa að tónlistar-
hátíðinni eru þau Sigurlaug
Vordís Eysteinsdóttir (Silla),
Sigfús Arnar Benediktsson
(Fúsi Ben), Stefán Friðrik
Friðriksson og Stefanía Fanney
Björgvinsdóttir (Stefý), sem
bættist í hópinn í ár. „Við
fengum Stefý til liðs við okkur í
ár en hún er allajafna í
almannatengsla- og markaðs-
fræðanámi í Barcelona og var
heima á Íslandi í sumar,“ segir
Stefán. Hinir Gæruliðar eru
stofnendur hátíðarinnar og
verið með frá upphafi, utan
Ragnars Péturs Péturssonar
sem gat ekki verið með í ár
vegna anna í starfi.
En hvernig varð tónlistar-
hátíðin að veruleika? „Hug-
myndin kom á leið á
Edduhátíðina í Reykjavík. Sú
umræða kom upp í bílnum að
það væri engin tónlistarhátíð
haldin á Norðurlandi,“ útskýrir
Silla og segir þau hafa verið
forviða yfir þeirri staðreynd.
„Þær tónlistarhátíðir sem eru
næst okkur eru Aldrei fór ég
suður á Ísafirði og Bræðslan á
Borgarfirði eystra og það tekur
okkur sex klukkustundir að
keyra sitthvora leiðina héðan,“
bætir Stefán við og þá segir
Silla: „Við ákváðum bara að
stökkva út í djúpu laugina og
láta verða af þessu.“ Strax
daginn eftir hófust þau handa
við að leggja línurnar um
fyrirkomulag hátíðarinnar;
hvernig hátíðin ætti að vera,
hvar, hvenær, umræða um
tónlistarstefnu og þess háttar.
VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir
Gera þetta af hugsjón og skemmtilegheitum : Rætt við
skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Gærunnar
Tónlistarhátíðin Gæran fer fram í þriðja sinn á Sauðárkróki
dagana 23. – 25. ágúst. Á hljómsveitalistanum má sjá fjölmarga
flotta tónlistarmenn og hljómsveitir og útlit fyrir sannkallaða
tónlistarveislu. Mikil spenna ríkti í herbúðum Gæruliða þegar
Blaðamaður Feykis hitti þá fyrir en þar eru undirbúningur á fullu
fyrir hápunkt ársins – tónlistarhátíðinni sjálfri.
Spenna í
herbúðum
Gæruliða
„Við tókum þá ákvörðun að
hafa allar tónlistarstefnur – að
tónlistarhátíðin yrði fyrir alla,“
segir Stefán. „Við lögðum líka
strax uppi með það að hátíðin
myndi verða ákveðin stökk-
pallur fyrir ungar hljómsveitir
að koma fram í almennilegu
kerfi og með stærri nöfnum,“
segir Silla. Öll voru þau sam-
mála því að í kjölfar þess að
Gærunni var komið á laggirnar
hefur gróska í tónlistarlífinu
aukist á svæðinu – margar
nýjar hljómsveitir sprottið upp
og meira tónlistarlíf.
Gæruliðar skoðuðu mögu-
leikann á því að því að halda
tónlistarhátíðina á Vélaverk-
stæði KS en þegar það var rifið
þurftu þau að kanna önnur
mið. „Ég hafði unnið hjá
Loðskinn í mörg ár og vissi að
húsnæðið hjá þeim væri laust í
tvær til þrjár vikur á ári áður en
sláturtíð hefst og datt í hug að
spyrja Gunnstein og Siggu
hvort við mættum ekki halda
tónlistarhátíð hjá þeim. Það var
engin spurning, hann svaraði
strax já á staðnum,“ útskýrir
Stefán og bætir við að hjónin
Gunnsteinn Björnsson og
Sigríður Káradóttir, eigendur
Loðskinns, hafa reynst þeim
mjög vel. Þau hafa séð um ýmis
verk sjálf sem hefur þurft að
framkvæma við undirbúning
hátíðarinnar, s.s. að rífa niður
veggi, útbúa hurðir og bruna-
útganga. „Í tískugeiranum
þykir þetta líka mjög skemmti-
legt framtak hjá Loðskinn, að
hýsa tónlistarhátíð, þar sem
tónlist og tíska er svo nátengt,“
segir Stefán og brosir. Í kjölfarið
kom nafnið nokkurn veginn af
sjálfu sér.
Frá vinstri: Silla, Stefý, Stefán og Fúsi.