Feykir


Feykir - 16.08.2012, Page 9

Feykir - 16.08.2012, Page 9
30/2012 Feykir 9 Solveig Lára vígð á Hólum Hóladómkirkja var fullsetin sl. sunnudag þegar Solveig Lára var vígð til vígslubiskups og var vígslunni varpað beint í kennslustofu í Hólaskóla, þar sem einnig var fullt útúr dyrum. Þá sátu jafnframt margir fyrir utan kirkjuna – nutu veðurblíðunnar og hlustuðu á hátíðarmessuna sem útvörpuð var í hátalarakerfi. Solveig Lára er önnur konan á Íslandi sem tekur biskupsvígslu á eftir frú Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, sem vígð var til embættisins fyrr í sumar. Vígsluvottar voru sr. Jón Aðal- steinn Baldvinsson vígslubiskup á Hólum og sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skál- holti ásamt sex erlendum biskupum auk sr. Gylfa Jóns- sonar og Unnar Halldórsdóttur, djákna. Athöfnin hófst með göngu presta stiftisins, biskupa og vígsluþega til kirkju. Kórar Hóladómkirkju og Möðruvalla- klaustursprestakalls sungu við athöfnina og organistar voru Jóhann Bjarnason og Sigrún Magnea Þórsteinsdóttir. Sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir tekur við starfi vígslu- biskups á Hólum þann 1. september næstkomandi. /BÞ Biskupsvígsla á Hólahátíð Framtíðaratvinna Fólk vantar til starfa í landvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki til hefðbundinna fiskvinnslu- starfa. Vinnutíminn er frá kl. 7:00 – 15:30. Nánari upplýsingar gefur Tómas Árdal í síma 455 4411 og á staðnum. BOLFISKVINNSLA : FLÖKUN : LAUSFRYSTING : PÖKKUN : ÞURRKUN Sjávarleður og Loðskinn auglýsa eftir starfsfólki Loðskinn hf. Borgarmýri 5 • IS-550 Sauðárkrókur • Iceland • Tel/Sími +354 453 5910 • Fax +354 453 5626 • www.lodskinn.is W O O L S K I N T A N N E R Y Starfssvið: Um er að ræða framleiðslu á hágæða fiskleðri, mokkaskinnum, skrautgærum og fleiru til útflutnings og eru okkar viðskiptavinir hátískuhús um allan heim. Upplýsingar veitir Gunnsteinn á staðnum og í síma 864-6016 eða á gunnsteinn@atlanticleather.is S A U Ð Á R K R Ó K I Frú Solveig Lára vígslubiskup gengur úr kirkju ásamt hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. Í faðmi fjölskyldunnar; Solveig Lára Guðmundsdóttir ásamt eiginmanni sínum sr. Gylfa Jónssyni, móður sinni Kristínu Önnu Eggertsdóttur Claessen, börnum og barnabörnum. Gengið til hátíðarmessu. Ólafur Ragnar óskaði móður Solveigu Láru, Kristínu Önnu, til hamingju með dótturina. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var viðstaddur biskupsvígsluna.Prestarnir Arna Ýrr Sigurðardóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir létu sig ekki vanta við vígsluna. Fjölmennt í Hóladómkirkju. Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, vígir Solveigu Láru til vígslubiskups.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.