Feykir


Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 2

Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 31/2012 Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson Leyndarmál vin- sælast á Rás 2 Lagið Leyndarmál eftir Húnvetninginn Ásgeir Trausta Einarsson trónir á toppi Vinsældarlista Rásar 2 þessa vikuna en lagið er sína áttundu viku á vinsæld- arlista Rásar 2. Norðanátt. is greinir frá þessu. Leyndarmál er einnig í 3. sæti á netlista Kanans og í 4. sæti á X-Dominos lista á X-inu 077. Lagið Sumargestur, sem einnig er eftir Ásgeir, er einnig að finna á netlista Kanans og situr það í 6. sæti listans. Ásgeir Trausti er kominn með YouTube-rás og þar er m.a. hægt að sjá upptöku af lagi Heimförin sem verður á væntanlegri plötu hans Dýrð í Dauðaþögn. Ásgeir Trausti er alinn upp á Laugarbakka í Húnaþing vestra, af foreldrum sínum þeim Einari Georg Einarssyni kennara og Pálínu Fanney Skúladóttur kennara og organista. /BÞ Sunnudaginn 19. ágúst sl. stóð Kvenfélagið Iðja fyrir fjölskyldudegi í Ásdísarlundi í Miðfirði en félagið hefur staðið fyrir deginum árlega undanfarin ár. Á Norðanáttinni segir að veðrið hafi verið afar gott þetta árið enda þess notið til útivistar þar sem spilaður var fótbolti, farið í kubb og skrafað saman. Iðjukonur buðu svo upp á veitingar. Ásdísarlundur er skemmtilegt útivistarsvæði sem alltaf er opið og öllum vel- komið að heimsækja hann. /PF LEIÐARI Sveitasæla Nú um helgina fer fram landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla 2012 í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki. Þar munu skagfirskir bændur vera í aðalhlut- verki ásamt ýmsum húsdýrum og tækjum sem þykja nauðsynleg í dag. Íslenskur landbúnaður hefur verið einn af hornsteinum íslensks samfélags um aldir og verða vonandi áfram. Margir bændur óttast um landbúnaðinn við inn- göngu í ESB og segir Guðrún Lárusdóttir formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga í viðtali hér í blaðinu í dag að það yrði nánast rothögg fyrir kúabændur ef það gerðist. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra mun ávarpa sýningargesti við opnun hennar á laugardag og má búast við því að hann dásami landbúnaðinn og íslenska bændur fyrir sín störf og framlag þeirra til þjóðarbúsins. En hann er í undarlegri pólitískri stöðu. Fyrir síðustu alþingis- kosningar var því lofað af hans flokki að innganga Íslands í ESB yrði ekki á dagskrá, en annað kom á daginn eins og alþjóð veit. Nú er kominn kosningahugur í marga og ekki ólíklegt að Steingrímur taki aftur upp andstöðugleraugun gegn inngöngu og hefji þar með kosningabaráttu VG fyrir næstu kosningar og reyni að styrkja stöðu sína innan flokksins sem hefur veikst nokkuð frá síðustu kosningum. Páll Friðriksson ritstjóri Húnaþing vestra Fjölskyldudagur í Ásdísarlundi Flokksráðsfundur og sumarferð Vinstri græn funda að Hólum Flokksráðsfundur Vinstri grænna verður haldinn að Hólum í Hjaltadal um helgina og verður hann nýttur að langmestu leyti í málefnavinnu að þessu sinni en ekki almennar umræður eða ályktanir samkvæmt ákvörðun landsfundar. Flokksráðsfundir eru æðstu fundir á milli lands- funda og eru opnir öllum félögum í VG. Atkvæðisrétt á fundinum hafa landsfunda- kjörnir fulltrúar í flokksráði sem eru 40 talsins en auk þeirra eiga sæti í ráðinu allir kjörnir sveitastjórnarfull- trúar, alþingismenn, formað- ur Ungra Vinstri Grænna, formenn svæðisfélaga og formenn kjördæmisráða. Að loknum fundi verður farið um Skagafjörð í fararstjórn Þórarins á Frostastöðum. /PF Gærurnar Lands- frægur nytja- markaður Hjá Gærunum í Vestur Húnavatnssýslu hefur verið líf og fjör á laugardögum í sumar en þá hafa þær starfrækt Nytjamarkaðinn á Hvammstanga sem þegar er orðinn landsfrægur. „Það sýnir allt ferðafólkið sem hefur heimsótt mark- aðinn en margir hafa haft orð á því að það hafi heyrt um þennan fína Markað hér á Hvammstanga. Þetta þykir okkur ekki leiðinlegt!“ segir í fréttatilkynningu í Sjón- aukanum. „Eins og áður hefur fólk á svæðinu sem og annars staðar, verið okkur hliðhollt og gefið okkur fullt af fínu dóti sem við erum ákaflega þakklátar fyrir - án ykkar væri enginn Nytjamark- aður!“ Síðasta opnun Nytja- markaðsins var um síðustu helgi en afrakstur sumarsins fer í að styrkja góð málefni í heimabyggð. /PF Nú rekur hver leikurinn annan hjá Tindastóls- mönnum í 1. deildinni í knattspyrnu. Síðastliðið fimmtudags- kvöld mættu Stólarnir spræku liði KA á Króknum. Leikurinn var hin besta skemmtun þrátt fyrir að hvorugu liðinu tækist að koma boltanum í markið og sættust liðin því á jafnan hlut. Nú á þriðjudag fengu Stólarnir hinsvegar skell í Víkinni í Reykjavík þar sem lið Víkings komst yfir strax á 1. mínútu leiksins. Staðan var 2-0 í hálfleik og heimamenn gerðu síðan út um leikinn á 10 mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik en þá gerðu Víkingar þrjú mörk. Lokatölur því 5-0. Tindastóll er sem stendur í níunda sæti í 1. deild en það varð strákunum til happs að á meðan þeir lutu í rennblautt gras í Víkinni þá töpuðu hin þrjú liðin í botnslagnum sínum leikjum. Næsti leikur er á Króknum á laugardaginn kl. 14:00 en þá kemur Fjölnir í heimsókn. /ÓAB Knattspyrna : Tindastóll Jafntefli og stórt tap Ásmundar Einar Daðasonar alþingismaður, sagði í viðtali í Skessuhorni á dögunum að hann hyggist gefa kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar- flokks í NV kjördæmi fyrir næstu kosningar. Kölluðu þau ummæli þegar á viðbrögð Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar bónda í Bakkakoti í Borgarfirði og varaþingmanns flokksins. Á Fésbókarsíðu sína skrif- aði Sigurgeir: „Það er ljóst að það er kominn kosningahugur í Ásmund Einar Daðason. Til fróðleiks fyrir hann og fleiri þá hyggst ég einnig gefa kost á mér í annað sætið á lista Framsóknarflokks.“ Þann 13. október nk. verður haldið kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Norðvestur- kjördæmi en þar verður ákveðið hvaða aðferð verður valin til að velja á framboðs- lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gæti ýmislegt breyst fyrir þá fram- sóknarfélaga. /PF Sigurgeir Sindri og Ásmundur Einar Sækjast báðir eftir öðru sæti á lista framsóknar Feyki barst ábending um að textinn um Hrafna Flóka hafi skolast eitthvað til í síðasta blaði þegar fjallað var um afhjúpun minnisvaraða um kappann og ekki rétt með farið um sögu hans. Sagt var að Hrafna Flóki hefði trassað að afla sér vetrarforða og fénaður hans fallið úr hor er hann bjó í Fljótum. Í Landnámu segir hins vegar að að Flóki hafi haft vetursetu í Vatnsfirði á Barðaströnd og þar hafi kvikfé hans allt drepist. Þar gaf hann landinu nafnið Ísland. Þaðan sigldi hann út til Noregs aftur en kom svo aftur til Íslands og nam þá land á milli Flókadalsár og Reykjarhóls í Fljótum og setti bú sitt á Mói í Flókadal. /PF Leiðrétting varðandi Hrafna Flóka Féð féll í Vatnsfirði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.