Feykir


Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 11

Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 11
31/2012 Feykir 11 ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Fúsi Ben / gítar og trommur Hefur rosalega gaman af að hlusta á Beethoven Sigfús Arnar Benediktsson, betur þekktur sem Fúsi Ben, ólst upp á Víðigrundinni á Króknum, fæddur 1989 og býr núna í næstu götu við. Fúsi segir gítarinn vera númer 1, 2 og 3 hjá sér en hann spilar einnig á trommur með Contalgen Funeral og segist geta glamrað á hitt og þetta. Fúsi er upptökustjóri og hljóðmaður hjá Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Gærunnar. Uppáhalds tónlistartímabil? Helstu tónlistarafrek: Að vinna músíktilraunir 2009 með Bróðir Svartúlfs, spila í böndum eins og Fúsaleg Helgi, Contalgen Funeral, Multi Musica og fleirum. Taka upp og produsera nokkrar plötur. Uppáhalds tónlistartímabil? Ég hef rosalega gaman af því að hlusta á Beethoven og þessa kappa sem voru á þeim árum með þessi gullfallegu píanó og strengjaverk og svo er það íslenska dægurlagatónlistin sem var í gangi upp úr 1900 til cirka 1970. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Burt Bacharach, Tommy Emmanuel, David Gilmour, The National og Gunnar Þórðarsson. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Geirmundur var aðalmálið á mínu heimili þegar ég var gutti og gat maður ekki annað en glamrað með á hljómborðið. Svo kom fyrir að Bjöggi bróðir taldi í nokkra slagara. Hver var fyrsta platan/ diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ég man nú ekki hvaða disk ég keypti fyrst en gömlu gáfu mér nokkra diska með Geirmundi og einhvern disk með Kristjáni Jóhannssyni. En svo birtist Nevermind með Nirvana einn daginn og ég er ekki frá því að annað eistað hafi leitað niður. Hvaða græjur varstu þá með? Það voru einhverjar Philips græjur sem voru til heima. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Syng ekki í sturtu. Wham! eða Duran? Hvorugt. Uppáhalds Júróvisjónlagið? Ég fylgist lítið sem ekkert með Júró- visjón og held að þessi keppni sé komin í ruglið. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Earth Wind & Fire og Fjólublátt ljós við barinn. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Gunnar Þórðar, Jeff Buckley, Tom Waits. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Mig hefur alltaf langað til að fara til New York og þá færi ég á Foo Fighters eða David Gilmour og sá sem býður best fær að koma með! Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Dave Grohl eða David Gilmour. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Þessari spurningu get ég ekki svarað :) Gæran 2012 : Dúkkulísurnar Prýddu plakat í skagfirsku sólarlagi ́ 84 Stelpnabandið ódauðlega Dúkkulísurnar ætla að spila á Tónlistarhátíðinni Gærunni um helgina og geta ekki beðið! Feykir heyrði í stelpunum og spurði þær út í pönkið og rokkið. Hvenær var hljómsveitin stofnuð og hvað heita hljómsveitarmeðlimir? -Þann 10. október 1982. Við erum orðnar sjö Dúkkulísurnar í dag og heitum: Adda María slagverk, Erla Ingadóttir bassa- leikari, Erla Ragnarsdóttir söngur, Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari, Guðbjörg Pálsdóttir trommur, Harpa Þórðardóttir hljómborð og Hildur Ásta Viggósdóttir hljómborð. Hvernig mynduð þið lýsa tónlist ykkar? -Pönkskotið stelpurokk! Hefur einhvern tímann eitthvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá ykkur? -Já, heilmargt. Og af því að við erum á Norðurlandinu þá getum við auðveldlega rifjað upp gömlu og góðu Freyvangsböllin sem haldin voru á 9. áratug síðustu aldar! Þau böll voru þau einu þar sem við þurftum lífverði upp á svið hjá okkur - Freyvangur var alltaf troðinn og þá helst af karlmönnum, sem við flissuðum auðvitað oft yfir! Annars spiluðum við líka á ógleymanlegu balli á Króknum 1984 - mjög vel heppnuðu. Eftir ball var okkur þeytt út í skagfirska sólarlagið í myndatöku sem síðan varð að plakati ABC - barnablaðsins og prýddi víst mörg unglingaherbergin það sumarið. Hvernig leggst í ykkur að spila á Gærunni 2012? -Frábærlega – við getum ekki beðið! Við ætlum að mæta snemma og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða. Og sjá Gildruna! Hvað er á döfinni? -Risastór afmælisveisla í október - á Kaffi Rósenberg! Þar verður 30 ára afmælinu fagnað með stæl! Eitthvað að lokum? -Munum við ekki örugglega komast á bak um helgina?? /BÞ frh. af forsíðu : Skagfirska kirkjurannsóknin Flutningur beina eldri siður en áður var talið Fornleifarannsókn á 11. aldar kirkjugarði í landi Stóru-Seylu á Langholti í Skagafirði lauk í vikunni sem leið og leiddi rannsóknin afar forvitnilegar niðurstöður í ljós. Að sögn Guðnýjar Zoëga fornleifa- og mannabeinafræðings hjá Fornleifadeild Byggða- safns Skagfirðinga fundust leifar kirkjugarðs og kirkju sem aflögð hafði verið líklega nokkru fyrir gjóskufallið mikla úr Heklu 1104. „Garðurinn hefur verið hringlaga, um 17m í þvermál og virðist hafa legið rétt um sex metrum sunnan við 11. aldar bæjarhúsin. Grjótlögð stétt hefur legið frá norðvesturhorni garðs að bæjarhúsum og hefur hlið hans því ekki legið til vesturs eins og síðar varð alsiða,“ útskýrði Guðný. Kirkjan fyrir miðju garðsins var að öllum líkindum af svokallaðir stólpagerð sem er með elstu gerð stafverkshúsa. Guðný segir leifar samskonar trékirkna hafa fundist við fornleifarannsóknir að Neðra- Ási í Hjaltadal og í Keldudal í Hegranesi. „Forsaga rannsóknarinnar er sú að sumrið 2009 kom hringlaga mannvirki óvænt í ljós við jarðsjárrannsóknir á vegum bandarískra sérfræð- inga, sem stundað hafa jarð- sjár- og fornleifarannsóknir í Skagafirði undanfarinn áratug, en engin merki voru um þessar elstu byggðaleifar á yfirborði jarðar,“ sagði Guðný og bætir við að það sem er óvænt við þennan fund er að á Seylu var annar kirkjugarður frá mið- öldum 50m vestan og ofan garðsins en sá var vel greinan- legur á yfirborði. Ýmislegt forvitnilegt kom í ljós við rannsóknina en alls hafa sjö grafir verið rann- sakaðar. Í tveimur gröfum sunnanvert í garðinum voru annarsvegar heilleg beinagrind fullorðins karlmanns og hins- vegar illa varðveitt beinagrind ungbarns. Í tveimur gröfum nyrst í garðinum fundust vel varðveitt bein konu og stálpaðs barns. Úr öðrum gröfum virðast beinin, hinsvegar, að mestu hafa verið fjarlægð. „Í kristnirétti lögbókarinn- ar Grágásar, sem ritaður var á fyrri hluta 12. aldar, er ákvæði um að bein skuli flutt úr kirkjugörðum séu þeir ein- hverra hluta vegna lagðir niður. Víst er að kirkjugarð- urinn á Seylu hefur verið aflagður áður en lögin eru rituð en flutningur beina úr honum kann að vera vís- bending um að siðurinn sé nokkru eldri,“ segir Guðný og bætir við að þessu ákvæði virðist þó ekki almennt hafa verið fylgt þar sem fáar tómar grafir hafa fundist við rannsóknir á skagfirskum kirkjugörðum. „Ætla má að beinin hafi verið færð og grafin á ný í yngri kirkjugarðinum þegar að bæjarstæðið var flutt og nýr garður gerður,“ segir hún. Vonast er til að uppgreftri kirkjugarðsins á Seylu ljúki næsta sumar og mun þá skýrast enn fremur sú mynd sem við höfum garðinum og innihaldi hans. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.