Feykir


Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 5

Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 5
31/2012 Feykir 5 Við óskum Skagfirðingum góðrar skemmtunar á SveitaSælu 2012 og á tónlistarhátíðinni Gærunni www.kjarnafaedi.is Óskum Skagfirðingum og gestum þeirra fjörugra daga um helgina á Gærunni tónlistarhátíð og Sveitasælu ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Notaðu minni áburð með YARA Sláturfélag Suðurlands svf. www.yara.is Gæran 2012 : Gildran Óbeislað afl með eigin sál og hljóm Hljómsveitin Gildran spilar á Tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki sem fer fram um helgina og lofar góðum tónleikum: „Þetta verður geggjað stuð!!!“ segir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari hljómsveitarinnar. Feykir sendi Gildrunni nokkrar spurningar og tók púlsinn á rokkurunum. Hvenær var hljómsveitin stofnuð og hvað heita hljóm- sveitarmeðlimir? -Hljóm- sveitin var upphaflega stofnuð 1979 en fyrsta platan kom út 1986. Hljómsveitin hefur haft svo til sömu liðskipan frá upphafi. Birgir Haraldsson söngvari, Karl Tómasson trommari og Þórhallur Árnason bassaleikari hafa verið með frá upphafi en ég bættist í hópinn 1989 (Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari). Okkur til aðstoðar er einnig hljómborðsleikarinn Ásgrímur Angantýsson. Hvernig mynduð þið lýsa tónlist ykkar? -Sumir hafa líkt Gildrunni við U2 en aðrir Deep Purple. Við erum rokkarar en Gildran hefur eigin sál og hljóm. Það syngur til dæmis enginn eins og Biggi sem getur verið í senn angurvær eins og hlýr sunnanblær og breyst síðan í öskrandi eldfjall sem spúir eldi og eimyrju. Gildran er þannig óbeislað afl og við vitum aldrei hvernig við komum til með að spila hverju sinni. Hefur einhvern tímann eitt- hvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá ykkur? -Það gerist alltaf eitthvað skondið á öllum tónleikum. Það er það sem leikurinn gengur út á :) Hvernig leggst í ykkur að spila á Gærunni 2012? -Þetta verður gaman og við lofum góðum tónleikum. Erum í toppformi og hlökkum til að spila. Hvað er á döfinni? -Við erum í miðju plötuferli. Lög eru að detta inn og út af prógramminu hjá okkur. Búnir að taka upp 6 lög en ekki víst að öll lifi fæðinguna af. Fleiri að bætast í hópinn. Þetta eru harðar hríðir en vonandi kemur eitthvað út úr þessu sem við verðum ánægðir með. Ef aðdáendur okkar verða ánægðir líka er það bónus en fyrst og fremst verðum við að vera sáttir. /BÞ Hljómsveitin Gildran er í toppformi og hlakkar til að spila á Gærunni 2012.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.