Feykir


Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 7

Feykir - 23.08.2012, Blaðsíða 7
31/2012 Feykir 7 Plastrimlar Jötunn Vélar 800 Selfossi Sími 4 800 400 www.jotunn.is fyrir fjárhúsgólf Verðum með prófíl til afgreiðslu á SveitaSælu 2012 að Svaðastöðum þann 25. ágúst. Gæran 2012 : Lockerbie Fáránlega skemmtilegt í fyrra Hljómsveitin Lockerbie spilar á Tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki um helgina og geta ekki beðið eftir að spila á einni allra skemmtilegustu tónleikahátíð sem þeir hafa spilað á. Hvenær var hljómsveitin stofnuð og hvað heita hljóm- sveitarmeðlimir? -Hljómsveitin var stofnuð í október 2007 og hefur verið starfandi síðan þá með einu um það bil árshléi frá sumrinu 2008 – sumarsins 2009. Hljómsveitina skipa svo Davíð Arnar Sigurðsson á píanó, Guðmund Hólm á bassa, Rúnar Stein Rúnarsson á trommur og Þórð Pál Pálsson sem syngur og spilar á gítar. Hvernig mynduð þið lýsa tónlist ykkar? -Melódískt post- popprokk. Blandið Sigur Rós og Coldplay saman og það ætti að getað gefið ykkur einhverja smá hugmynd um hvernig tónlist við spilum. Hefur einhvern tímann eitthvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá ykkur? -Já, það kemur reglulega eitthvað fyndið uppá hjá okkur. Í sumar vorum við til dæmis að spila glænýtt lag sem við vorum nýbúnir að gera texta við svo að Doddi (söngvari) var ekki alveg kominn með hann á hreint. Hann hafði því skrifað textann niður á blað til að getað sungið lagið. Þegar kom hinsvegar að því að spila lagið föttuðum við að textinn hafði gleymst á Faktorý, þar sem við höfðum verið að spila daginn áður. En í staðinn fyrir að hætta við að spila lagið ákvað Doddi bara að bulla heilan texta upp sem að fjallaði að mestu leyti um fólkið í salnum. Fólk tók mjög vel í þetta en ég held að ég hafi aldrei séð Dodda jafn vandræðalegan áður. Hvernig leggst í ykkur að spila á Gærunni 2012? -Alveg ótrúlega vel, við spiluðum líka í fyrra og fannst það alveg fáránlega skemmtilegt. Við fengum símtal rétt fyrir hátíðina síðast og vorum beðnir um að koma norður og við höfðum ekki hugmynd um hvað við værum að fara útí en ákváðum að skella okkur og sáum svo sannarlega ekki eftir því. /BÞ Gæran 2012 : Brother Grass Propsið skeit á fremsta bekk Hljómsveitin Brother Grass spilar á Tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki sem fer fram um helgina og segjast hlakka afskaplega mikið til. Feykir sendi Brother Grass nokkrar spurningar til að kynnast hljómsveitinni nánar. Hvenær var hljómsveitin stofnuð og hvað heita hljóm- sveitarmeðlimir? -Hún var stofnuð sumarið 2010 og heitum við Hildur Halldórsdóttir, Sandra Dögg Þorsteinsdóttir, Soffía Björg Óðinsdóttir, Ösp Eldjárn og Örn Eldjárn. Hvernig mynduð þið lýsa tónlist ykkar? -Alþýðutónlist er kannski besta lýsingin. Svona bræðingur af folk, bluegrass, blues og old time mountain hillbilly music. Hefur einhvern tímann eitt- hvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá ykkur? -Einu sinni vorum við að spila á tónleikum í Vopnafirði þar sem okkur fannst sniðugt að vera með svona lifandi props, sem samanstóð af geit, kálfi, hvolpum og hænu. Það var sniðugt þangað til kálfurinn skeit á fremsta bekk. Hvernig leggst í ykkur að spila á Gærunni 2012? -Við hlökkum afskaplega mikið til, enda vorum við í fyrra! /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.