Feykir


Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 06.09.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 33/2012 UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Hitaveita á Skagaströnd Dagana 31. ágúst og 1. september sl. var efnt til Hitaveitudaga á Skagaströnd, þar sem íbúum gafst kostur á að kynna sér ýmis mál er tengjast hitaveituvæðingu staðarins og hvernig framkvæmdir við lagningu hitaveitunnar stendur en þær eru þegar hafnar. Ákvörðun um hitaveitu til Skagastrandar var tekin í lok síðasta árs og var aðdragandinn nokkuð langur eins og kom fram í ávarpi Tryggva Þórs Haraldssonar forstjóra RARIK við setningu Hitaveitudagana. Feykir fékk Tryggva Þór og Adolf H. Berndsen til að fara yfir stöðuna og hvernig framtíðarhorfur hitaveitumála á Skagaströnd líta út í dag. Jákvæð áhrif fyrir búsetu og framtíðarhorfur ekki hefur enn verið kallað eftir tengibeiðnum, það verði gert þegar farið verður af stað í innanbæjarkerfið. -En við munum í öllu falli koma heimtaugum inn í hvert hús hvort síðan menn vilja taka veituna eða ekki. Við erum að horfa til þess að stofnstyrkir sem veittir eru í þetta muni kannski aðstoða við það. Hagkvæmt fyrir flesta að tengjast Tryggvi segir það hagkvæmt fyrir nánast alla að tengjast hitaveitukerfinu miðað við rafmagnskyndingu. Þó er hægt að finna aðila þar sem það reynist óhagkvæmt vegna lítillar notkunar. Það sé líka misdýrt að breyta húsunum en það eru stofnstyrkir sem koma á móti kostnaði. Nýlega var lögum um stofnstyrki breytt þannig að það er ekki lengur miðað við átta ára rafhitunarniðurgreiðslur heldur tólf ára sem þýðir að meðal notandi á Skagaströnd fær núna u.þ.b. 550 þúsund krónur í stofnstyrki í stað 250 sem var áður. -Upphæðin byggir m.a. á því að stofnstyrkurinn hækkar úr átta árum í tólf ár og hins vegar var í upphafi gert ráð fyrir því að íbúarnir fengju 35% af styrknum en veitan 65% eins og algengast er en við höfum ákveðið í ljósi þessarar hækkunar að styrkurinn -Staðan á verkinu nú er þannig að við erum að leggja stofnlögnina frá Reykjum að Blönduósi og er sá áfangi á áætlun. Við gerum ráð fyrir að því verki ljúki núna í haust. Búið er að byggja dælustöðina upp á Blönduósi og er verið að semja við aðila um frágang á búnaði hennar, segir Tryggvi Þór er blaðamaður Feykis ræddi við hann á Hitaveitudögum síðasta dag ágústmánaðar. Rarik stendur nú í viðræðum við Vegagerðina og Blönduósbæ um hvernig farið verður með lögnina yfir Blöndu en það liggur ekki endanlega fyrir enn þar sem ekki hefur komið svar um hvort leggja megi hana yfir brúna á Blönduósi. Hugsanlega þarf því að finna aðra leið. Verið er að semja við landeigendur milli Blönduóss og Skagastrandar um lagnaleiðina þangað og fínhönnun dreifikerfisins á Skagaströnd er í vinnslu. -Við gerum ráð fyrir að ljúka verkinu að Blönduósi núna í haust en næsta vor byrjum við á lögninni frá Blönduósi til Skagastrandar. Samhliða því munum við fara í dreifikerfið þannig að næsta sumar verður það lagt hér á Skagaströnd og haustið 2013 verða möguleikar fyrir íbúa að tengjast kerfinu. Þetta er svona stóra myndin í þessu, segir Tryggvi sem gerir ráð fyrir því að húseigendur byrji að tengjast kerfinu næsta haust ef allar áætlanir ganga eftir. Að hans sögn hefur verkefnið gengið alveg samkvæmt áætlun fram að þessu þó auðvitað séu plúsar og mínusar í einhverjum þáttum en það hefur allt jafnast upp. Tryggvi segir að vegalengdin sé talverð sem vatnið þarf að ferðast því að tæpir 14 km eru frá Reykjum að Blönduósi og svo 19 km frá Blönduósi að Skagaströnd og má búast við hitatapi á langri leið. –Já, það er hitatap á leiðinni. Það er gert ráð fyrir því að hitastigið, þegar það kemur hér inn á Skagaströnd verði um 60°C en byggir auðvitað á því magni sem hér verður. Til að halda uppi hita er mikilvægt að sem flestir tengist sem fyrst þ.e. að flestir tengist á svipuðum tíma. Tryggvi segir að búið sé að ræða við íbúa um hvernig tengingar fara inn í húsin en Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, flutti ávarp við upphaf Hitaveitudaga á Skagaströnd.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.