Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 2
2 Feykir 38/2012
Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842
Blaðamenn:
Berglind Þorsteinsdóttir – berglindth@feykir.is & 694 9199
Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is
Lausapenni: Örn Þórarinsson.
Áskriftarverð: 350 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 390 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum
Skalli með aðalfund
Fjölmargar tillögur
samþykktar
Skalli félag smábátaeigenda
á Norðurlandi vestra hélt
aðalfund sinn þann 1. okt. í
Framsóknarhúsinu á
Sauðárkróki.
Fjölmörg mál lágu fyrir
fundinum og voru nokkrar
tillögur samþykktar sem sendar
verða til 28. aðalfundar Lands-
sambands Smábátaeigenda, 18.-
19. okt. nk. en þær eru eftir-
farandi.
1. Aðalfundur Skalla samþykkir
að stærðarmörk krókaafla-
marksbáta verði óbreytt – að
hámarki 15 brúttótonn.
2. Aðalfundur Skalla tekur
undir hugmyndir grásleppu-
nefndar að dregið verði verulega
úr sókn á næstu vertíð.
3. Aðalfundur Skalla krefst þess
að ákvæði sem fjallar um
umvitjun neta verði fellt úr gildi.
4. Aðalfundur Skalla leggur til
að reglum um netafjölda við
grásleppuveiðar verði breytt í
samræmi við nýjar kröfur og
tækni. Netafjöldi verði óbreyttur
en miðaður við 2 menn í stað 3
hjá bátum þar sem grásleppan er
skorin í landi og búnir eru
niðurleggjara.
5. Aðalfundur Skalla tekur undir
tillögur nefndar LS um frjálsar
handfæraveiðar með þeirri við-
bót að hægt sé að segja sig frá
veiðunum um hver mánaðar-
mót.
6. Aðalfundur Skalla skorar á
ráðherra að auka nú þegar veiði-
heimildir á ýsu að lágmarki um
15 þús. tonn.
7. Aðalfundur Skalla hvetur
ráðherra til að úthluta allt að 20
þús. tonn til makrílveiða á
króka. /PF
LEIÐARI
Kosningar
framundan
Ekki finnur maður fyrir mikilli stemningu hjá almenningi
gagnvart komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur
stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem ráðið afhenti forseta
Alþingis 29. júlí 2011. Engu að síður fara kosningarnar fram
hvað svo sem fólki finnst um þær. Það eru aðallega
pólitíkusarnir sem tjá sig eitthvað um málið, annaðhvort að
biðja fólk að setja x við já-in eða þá nei-in.
Með þjóðaratkvæðagreiðslunni verður leitað eftir afstöðu
þjóðarinnar til þess hvort Alþingi eigi að leggja tillögur
stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá,
auk afstöðu til fimm tilgreindra spurninga og hvet ég alla til
að gefa sér smá stund og kynna sér þær. Sem sagt á
kjörseðlinum eru sex spurningar sem hægt er að svara játandi
eða neitandi og hafa kjósendur val um að svara einni,
nokkrum eða öllum spurningunum. Virkjum lýðræðið og
tökum þátt í kosningunum þann 20. október.
Páll Friðriksson
ritstjóri
Innbrot í Skagafirði
Stálu
peningum
og vopnum
Þrír aðilar voru handteknir
á Sauðárkróki í tengslum
við innbrot og þjófnað sem
framin voru á og við
Sauðárkrók fyrir helgi.
Brotist var inn í sundlaug
staðarins og peningum
stolið en einnig var brotist
inn í aðstöðuhús
Skotfélagsins Ósmanns
sem staðsett er rétt utan
staðarins.
Hjá Ósmanni hafði skot-
vopnum verið stolið og tölu-
verðu magni af skotfærum
og leitaði lögreglan því
liðsinnis sérsveit ríkislög-
reglustjóra sem kom og
aðstoðaði við handtökuna.
Aðilarnir þrír, tveir karlmenn
og ein kona, voru hand-
sömuð á strætóstoppistöð á
Sauðárkróki og fundust í
fórum þeirra fjórar byssur og
skotfæri. Til að koma sér á
skotsvæðið hafði fólkið tekið
bíl traustataki en endað
utanvegar á leið í burtu og
stórskemmt.
Karlmennirnir sem hand-
teknir voru eru aðkomu-
menn og tengist annar hand-
rukkaramáli sem upp kom
tveimur dögum fyrr en það
gerir konan einnig en hún er
búsett á Sauðárkróki. /PF
Maður tróðst
undir hrossum
Líðan
mannsins
eftir
atvikum
Ungur maður varð undir
hrossastóði í
Víðidalstungurétt um sl.
helgi. Maðurinn tróðst
undir hrossunum þegar
verið var að reka þau í dilk
og var hann fluttur með
sjúkrabíl til Reykjavíkur.
Samkvæmt heimildum
Feykis dvelur maðurinn nú á
Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri þar sem hann
gengur undir rannsóknir.
Líðan hans er eftir atvikum.
/BÞ
Markaðsskrifstofa Norðurlands
Fundir um ferðamál
á Norðurlandi
Markaðsstofa Norðurlands
boðar til súpufunda í næstu
viku um ferðamál á
Norðurlandi og verða verða
haldnir á Dalvík, Blönduósi og
í Skúlagarði í Öxarfirði.
Fundurinn á Blönduósi fer
fram í veitingahúsinu
Pottinum 16. október og er
frá kl. 17-20.
Tilgangur fundanna er að
kynna starfsemi Markaðsstof-
unnar á árinu, þar á meðal
vinnu stofunnar við sam-
félagsmiðlanna, heimasíðuna,
www.nordurland.is, Ísland er
meðetta, flugklasann Air66N,
veturinn framundan auk
ýmissa annarra mála sem
unnið hefur verið við á árinu
s.s, blaðamannaferðir, boðs-
ferðir fyrir ferðaheildsala,
kynningar og sýningar innan-
lands og erlendis. Að lokinni
kynningu verður kallað eftir
umræðum um þessi mál en
ekki síður áherslum og
ábendingum vegna stefnu-
mótunar fyrir næsta ár og
verkefni sem æskilegt er að
leggja áherslu á á komandi
vetri og á næsta ári. /BÞ
Opið málþing í tengslum við 20. ársþing SSNV
Valdefling
í héraði?
Dagana 12.-13. október nk.
verður haldið 20. ársþing
SSNV í Félagsheimilinu
Fellsborg á Skagaströnd. Í
tengslum við ársþingið verður
haldið opið málþing undir
yfirskriftinni: Valdefling í
héraði? – Málþing um nýtt
hlutverk landshlutasamtaka
og svæðasamvinnu sveitar-
félaga í opinberri stefnu-
mótun og forgangsröðun.
Framsögur flytja Ögmund-
ur Jónasson innanríkisráð-
herra, Karl Björnsson fram-
kvæmdastjóri Sambands
íslenskra sveitarfélaga, Hólm-
fríður Sveinsdóttir verkefnis-
stjóri sóknaráætlana lands-
hluta. Hermann Sæmundsson
skrifstofustjóri í innanríkis-
ráðuneytinu. Að loknum fram-
sögum fara fram pallborðs-
umræður.
Málþingið stendur frá kl
14:00-16:30 föstudaginn 12.
október. Vakin er sérstök at-
hygli á að málþingið er öllum
opið. Skráningu lýkur fimmtu-
daginn 11. október kl 16:00 og
skulu þær berast á netfangið
ssnv@ssnv.is. /PF
Hreinsað til í Hólaskógi
Gönguleiðir
lagfærðar
Tveir sjálfboðaliðar tóku sig
til og lagfærðu gönguleiðina
upp í Gvendarskál í síðustu
viku en leiðin lokaðist nær
alveg þegar óveðrið geisaði
norðanlands fyrr í haust.
Á heimasíðu Hólaskóla
kemur fram að samspil snjó-
þunga og hvassviðris varð til
þess að greinar í Hólaskógi
klofnuðu og tré féllu og því
lokaðist gönguleiðin þar sem
hún liggur nærri skógar-
jaðrinum nær alveg.
„Því tóku tveir sjálfboðaliðar
sig til og söguðu greinar og
ruddu brautina. Þannig að nú
ættu íbúar Hólastaðar og gestir
að geta tekið gleði sína á ný, þar
sem göngustígurinn í gegnum
skóginn er aftur orðinn vel fær,“
segir á heimasíðunni.
Þeir sem vilja blanda saman
reiðtúr og skógarferð og fara um
á hestbaki eru beðnir um að ríða
ekki á göngustígunum, því að
þeir eru engan veginn hannaðir
til þess að bera þunga hests og
þrepin sem þar eru eyðileggjast
– eins og því miður hefur orðið
raunin í nokkur skipti.
„Bak við hvert þrep liggur
mikil vinna, bæði nemenda
ferðamáladeildar og sjálfboða-
liða. Því er mælst til þess að
reiðmenn haldi sig við veginn
sem liggur í gegnum skóginn,“
segir loks á heimasíðunni. /BÞ
– alltaf í stuði!