Feykir


Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 3

Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 3
38/2012 Feykir 3 Þau kipptu sér ekki mikið upp við það þó innbrot hefði verið framið í Sundlaug Sauðárkróks föstudagsmorg- uninn í síðustu viku, fasta- gestirnir Jóhanna Lárentsínusdóttir, Marsibil Agnarsdóttir, Halldór Hafstað, Sólveig Arnórsdóttir, Ingvar Gýgjar, Jón Eiríksson og Þórarinn Guðvarðarson. Eftir heilsusamlega sund- spretti og afslöppun í heita- pottinum var heimabakaða bakkelsinu gerð góð skil og fyrir vikið fékk Jóhanna þakkir frá Drangeyjarjarlinum í bundnu máli: Frúna hef ég sæla séð. Sú er glöð í störfum. Kökurnar hún kemur með og kaffið eftir þörfum. /PF Mynd vikunnar Frúna hef ég sæla séð Nú er einmitt rétti tíminn til að gerast áskrifandi að Feyki því það er farinn í gang splunkunýr áskrifendaleikur. Þú gerist áskrifandi og getur unnið flottan vinning. 1. vinningur Fyrsti vinningur er gisting fyrir tvo á Hótel KEA og miðar á leiksýningu að eigin vali á yfirstandandi leikhúsári hjá Leikfélagi Akureyrar. LEIKHÚSPAKKAR Á HÓTEL KEA AKUREYRI Hótel Kea // Akureyri // Símar 460 2000 og 460 2029 // Fax: +354 460 2060 // www.keahotels.is Í tveggja manna herbergi. Ein nótt með morgunverði og leikhúsmiði, kr. 10.300 á mann. Í tveggja manna herbergi. Tvær nætur með morgunverði og leikhúsmiði, kr. 17.200 á mann. Fundir, árshátíðir, hvataferðir, ráðstefnur, skemmtiferðir og fl. Gerum tilboð í hópa, stóra sem smáa. Herbergja- og borðapantanir í síma 460 2000 Leikhúspakki 1 Leikhúspakki 2 Allir áskrifendur Feykis eiga möguleika á 1. vinningi 2. vinningur Aðeins nýir áskrifendur Feykis eiga möguleika á 2. vinningi Annar vinningur er frábær snjallsími úr Galaxy seríu Samsung. Síminn hefur allt sem flottur sími þarf í dag. Wi-Fi hotspot, DLNA, HD-upptöku og öflugan tveggja kjarna örgjörva. 3. vinningur Aðeins nýir áskrifendur Feykis eiga möguleika á 3. vinningi Þriðji vinningur er bráðsmart NexTime veggklukka frá Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki. Tíminn líður ljúft með NexTime. Feykir kemur út á hverjum fimmtudegi, stútfullur af öllu því sem skiptir íbúaá Norðurlandi vestra máli, og er áskriftin einungis kr. 1400 á mánuði. Síminn er 455 7171 Ert þú áskrifandi? Þú getur einnig sent okkur póst á netfangið feykir@feykir.is Dregið verður í áskrifendaleiknum þann 16. október en þá er einmitt alþjóðlegi matardagurinn. Úrslit verða kynnt í 39. tbl. Feykis sem kemur út þann 18. október. Tryggðu þér áskrift í tíma. Morgunhressir sundlaugargestir gæða sér á kaffi og heimabökuðu bakkelsi. a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar- verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur getur numið allt að átta milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verkefna (framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir fullnægjandi framvindu verkefnisins áður en styrkumsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða verkefna til undirbúnings stærri verkefna á sviði rannsókna og/eða þróunar. Styrkupphæð er allt að einni milljón króna og skal verkefninu lokið innan tólf mánaða frá úthlutun. c. Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum Veittir eru styrkir til verkefna, sem stuðla að nýjum störfum og aukinni verðmætasköpun í sjávarbyggð- um. Horft er til ýmissa verkefna, sem geta tengst t.d. framboði á sjávarfangi, ferðaþjónustu, nýjum vörum eða þjónustu. Hámarkstími verkefna er 12 mánuðir og hámarksupphæð styrkja er þrjár milljónir króna. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóður- inn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar. Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- nýsköpunarráðuneytisins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi • Háeyri 1 • 550 Sauðárkrókur • sími 453 6767 • www.avs.is AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til kl. 17, 1. desember 2012. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@avs.is og bréflega á póstfangið AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Háeyri 1, 550 Sauðárkrókur Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir tvo flokka: r jó í jávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- nýsköpuna ráðuneytisins og i i styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka verðmæti sjávarfangs. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi • Háeyri 1 • 550 Sauðárkrókur • sími 453 6161 • www.avs.is Viðurkenningar fyrir Sumar- lesturinn 2012 voru veittar í Varmahlíðarskóla á dögunum en alls tóku 50 nemendur skólans þátt og lásu rúmlega 82.000 blaðsíður. Á heimasíðu Varmahlíðar- skóla segir að allir sem tóku þátt hlutu viðurkenningar og sá bekkur sem stóð sig best í heild fær að auki peningaupphæð úr skólablaðssjóði til ráðstöfunar í samráði við umsjónarkennara. /BÞ Lásu rúmlega 82.000 síður í sumar Lestrarhestar í Varmahlíðarskóla Nemendur í Varmahlíðarskóla taka við viðurkenningum. Ljósm.: Varmahlíðarskóli Framkvæmdir sumarsins við Kvennaskólann á Blönduósi Kostnaðurinn 18,4 m. Framkvæmdir stóðu yfir í sumar við lóð Kvennaskólans á Blönduósi og var kostnað- urinn við þær 18,4 m.kr. Þetta kom fram á fundi Byggðasamlags um menningu og atvinnumál í A-Hún. sem fór fram á dögunum. Í fundargerð segir að Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar Blönduósbæjar, hafi kynnt stöðu lóðafram- kvæmda við Kvennaskólann í sumar á fundinum. Hann kynnti helstu frávik fram- kvæmdarinnar en helstu frá- vikin frá upphaflegu kostn- aðaráætlun sem var kr. 15,4 m.kr. var endurnýjun á frá- veitu. Samþykkt var á fundinum að leita til Mennta-og menn- ingarmálaráðuneytisins um frekari aðkomu ráðuneytis að fjármögnun verkefnisins. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.