Feykir


Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 11.10.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 38/2012 fjárleitum og grenjavinnslu. Þó fyrirfundust örfáir menn, sem höfðu yndi af því að kynnast náttúru landsins í návígi, og töfrum óbyggðanna og fjölbreyttum jarðmyndunum miðhálendisins. Ekki er á neinn hallað þótt nafn Ingólfs Nikodemussonar sé nefnt framar öðrum í þessum efnum. Þessi hópur fór hinsvegar stækkandi, þótt hægt færi til að byrja með, en einmitt á þessum árum eru bílferðir um hálendið héðan úr Skagafirði farnar að tíðkast, þótt bifreiðaeignin sem slík sem og gæði fararskjótanna væru nokkuð takmarkandi þáttur. Um það allt væri hægt að hafa mörg orð og kannski verða því gerð skil þótt síðar verði. Það fór ekki hjá því að tíðindin af eldgosinu í Öskju kveikti fiðring í brjósti þeirra, sem einhver kynni höfðu haft af öræfaferðum hér um slóðir sem víðar. Eldgos hafði ekki verið hér á landi síðan Hekla gaus með látum árið 1947 og vafalaust voru margir, sem ekki náðu að sjá það gos með eigin augum, fúsir til þess að leggja nokkuð á sig til að sjá hamfarirnar í Öskju. Strax daginn eftir að gosið hófst, ræddu þeir saman Ingólfur Nikodemusson og Guðmundur Helgason frá Tungu, sem var einhver duglegasti og reyndasti jeppabifreiðastjóri hér um slóðir á þessum tíma, um hvort tækt væri að gera leiðangur austur meðan gosið væri í algleymingi til að berja það augum. Ljóst var að kostnaður myndi nokkur af slíkri ferð og því þyrfti að dreifa honum á eins marga og rúm væri fyrir í bifreið Guðmundar. Varla var til að dreifa mörgum bifreiðum sem hentuðu til slíkrar farar og enn færri voru bifreiðarstjórarnir, sem kunnáttu og þekkingu höfðu á þessu sviði. Áhugi reyndist vera fyrir hendi hjá fleirum en þeir höfðu gert sér vonir um í byrjun og þegar lagt var af stað voru farþegarnir orðnir fimm, auk bifreiðarstjórans. Þeir voru auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir til sögunnar, Valur, sonur Ingólfs, þá nemi, Gunnar Helgason, þá starfsmaður Hituveitu Sauðárkróks, Sigurður R. Antonsson, vélsmiður og Stefán Pedersen, ljósmyndari. Á þessum árum var unnið á laugardögum og því dróst það fram eftir deginum að leggja af stað. Ferðabúnaður á þessum tímum var fábrotnari en nú UMSJÓN Ágúst Guðmundsson og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson Frásögn Það var 12. október á því herrans ári 1961 sem jarðskjálftamælar hér á landi fóru að sýna jarðskorpuhreyfingar, sem vísindamenn töldu benda til að eitthvað óvenjulegt væri á seyði í Dyngjufjöllum. Nokkrum dögum síðar, eða 19. október urðu vísindamenn, sem staddir voru á svæðinu, áhorfendur að því að stórkostlegur hver myndaðist nærri Öskjuopi og spjó leir og grjóti yfir næsta umhverfi sitt. Nokkru síðar hætti að mestu vatnsrennsli frá hvernum og töldu vísindamenn það benda til þess að kvika hefði soðið allt vatn úr berggrunninum og hún nálgaðist yfirborðið. Ferð að Öskugosinu í október 1961 Fyrir hádegi fimmtudaginn 26. október sáust skjálftar á mælum með upptök sín í Dyngjufjöllum og um 14:30 þann dag sá fólk á Norðausturlandi gosmökk rísa upp í stefnu á þau. Ljóst þótti að gos væri hafið í Öskju og héldu vísindamenn úr Reykjavík strax af stað á leið norður og austur á bifreið, sem Guðmundur Jónasson, hinn þekkti öræfafari, stýrði. Komst leiðangurinn að eldstöðvunum að morgni laugardagsins 28. október og dvaldi fram eftir degi við rannsóknir og myndatökur. Segir ekki frekar af þeim leiðangri hér, enda hafa þátttakendur í honum sjálfir skráð frásagnir af þeirri ferð og eru þær tiltækar á fleiri en einum stað í myndum og máli. En á þessum árum voru öræfaferðir orðnar talsvert vinsælar, og segja má að þær hafi hafist fyrir alvöru upp úr heimstyrjöldinni 1939 til 1945, enda komust landsmenn þá yfir fjölda torfærubifreiða, sem bandaríski herinn skildi hér eftir að stríðinu loknu. Ísland eignaðist sína fyrstu fjallafara og torfærubifreiðastjóra og nægir að nefna nöfn manna eins og Guðmundar Jónassonar, Egils Kristbjörnssonar og Páls Arasonar sem dæmi um þann hóp. Framan af munu það kannski fyrst og fremst hafa verið Reykvíkingar og Akureyringar, sem höfðu bæði fjárráð og aðgang að farartækjum, til að stunda þessar ferðir að marki. En í öðrum byggðum voru stöku menn, sem höfðu áhuga fyrir ferðum og náttúruskoðun, hafið lengri og skemmri könnunarferðir. Hér í Skagafirði voru ferðir um hálendið einkum bundnar við það sem leiddi af landbúnaðarnytjum, svo sem Ferðalangarnir við hraunjaðarinn, að frátöldum ljósmyndaranum, Stefáni B. Pederson. Frá vinstri: Valur Ingólfsson, Ingólfur Nikodemusson, Sigurður R. Antonsson, Gunnar Helgason og Guðmundur Helgason, bifreiðarstjóri í ferðinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.