Feykir


Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 6

Feykir - 13.12.2012, Blaðsíða 6
6 Feykir 47/2012 nemandi m.a. vera hæfur til að beita réttum viðbrögðum við mengunarslysum og eiturefnaslysum. Kennsla er í höndum Brunamálaskólans sem er innan Mannvirkja- stofnunar. Vernharð segir starfið vera mjög fjölbreytt og er það að hans mati það sem gerir það svo eftirsóknarvert og skemmtilegt – engir tveir dagar eru eins. „Slökkviliðið fær um 20-30 útköll á ári og um 230 sjúkraflutninga. Brunavarnir Skagafjarðar eru með samning við Heilbrigðisstofnunina og sjá um sjúkraflutninga í Skagafirði frá ystu nesjum til fjalla, allt að Hofsjökli, að undanskildum Fljótunum en sjúkraflutningum er sinnt frá Siglufirði þar. Þessir tveir þættir eiga mjög vel saman, það er góð nýting á mannskap þar sem við erum með fólk á bakvakt hvort sem er. Þá nýtast kraftar okkar vel þegar slys verða og vá ber að garði,“ útskýrir Vernharð. Um annir liðsins segir hann að stundum virðist sem engin hreyfing sé á liðinu en svo koma aðrir tímar þar sem allt virðist ætla að verða vitlaust. „Það er skrýtið að tilheyra stétt þar sem allir „vinna“ þegar ekkert er að gera,“ segir hann og brosir. „Við sinnum einnig forvarnarstarfi, tölum við krakka í skólum, gerum úttektir í byggingum og skoðanir, förum yfir teikningar, svo ég nefni eitthvað fleira sem ber vitni um fjölbreytnina.“ „Það eru heilmikil mennt- unartækifæri í þessu starfi og margir spennandi kostir,“ segir Vernharð og tekur sjúkraflutninga sem dæmi. Allir sjúkraflutningamenn þurfa að vera með grunnnám sjúkraflutningamanna en námið skiptist í þrjú stig, þ.e. grunnnámið, neyðarflutninga- nám og bráðatækni. Hjá Brunavörnum Skagafjarðar starfa tveir með réttindi til neyðarflutninga og einn bráðatæknir, það er Vern- harð. Bráðatækni er nám á háskólastigi sem fer fram í Bandaríkjunum. Lærði og upplifði á við heila æfi á einu ári Vernharð varð slökkviliðs- maður þegar hann flutti frá Vestfjörðum suður til Reykjavíkur en það að gerast slökkviliðsmaður hafði ekki verið á dagskránni hjá honum. „Ég er húsamiður og skrapp suður til að fara í Meistara- skólann. Að náminu loknu byrjaði ég í afleysingum hjá Slökkviliði Reykjavíkur, sem þá hét og heitir nú Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Ég var alveg ákveðinn í því að flytja aftur „heim“ en heillaðist alveg af starfinu og var þar í 20 ár. Þar eru sjúkraflutningar hluti af starfinu, líkt og hér, og ég fann mig vel í því,“ segir Vernharð brosandi. Hann segist hafa kynnst þar mörgu góðu fólki og eignast þar marga lífstíðarvini. „Á þessum tíma var ég líka mikið í félagsmálum slökkviliðs- manna og var m.a. formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á árunum 2002-2008,“ bætir hann við. Vernharð segist meta mikils þau menntunartækifæri sem hann hefur notið góðs af frá því hann hóf störf, en hann hefur t.d. sótt nokkur námskeið til Svíþjóðar. „Svo var ég svo lánsamur að fá tækifæri til að læra bráðatækni í Bandaríkjunum, sem var einstaklega góð reynsla. Ég var eitt ár hjá Center for Emergency Medicine í Pittsburgh sem er mjög góður skóli. Pittsburgh er gömul stáliðnaðarborg og þegar stáliðnaðurinn féll þá var borgin endurbyggð með áherslu á menntun og þá sérstaklega í heilbrigðis- geiranum. Í dag er þetta mikil háskólaborg og sjúkrahúsin þjónusta mjög stórt svæði, til að mynda er rekin þar öflug þyrlusveit og þar er ein stærsta brunadeild í Bandaríkjunum. Stór hluti námsins var verk- legur og tókum við vaktir innan sjúkrahússins sem og utan. Það var endalaust gaman að læra og mikil reynsla fengin á stuttum tíma,“ segir Vernharð og heldur áfram: „Við fengum að vera með í fæðingum, á skurðstofum, sérstökum deildum fyrir fjöláverka og á svæfingu. Ef eitthvað var erfitt þá var það að vinna á brunadeildinni og horfa upp á áhrif brunasára. Það eru erfiðir áverkar sem setjast ekki síður á sálir fólks. Bæði hefta þeir hreyfingar og geta einnig verið mikil lýti,“ útskýrir hann. Vernharð tók einnig margar vaktir á sjúkrabílum í stórborginni og segir hann það ekki síður hafa verið lærdómsríkt. „Það var mjög mikið að gera hjá okkur og ég sá mörg tilfelli sem maður sér ekki hér, t.d. „Í dag starfa fjórir í fullu starfi hjá Brunavörnum Skagafjarðar og 26 í hlutastarfi. Við þurfum að bæta við okkur hlutastarfandi mönnum og vantar núna fjóra galvaska slökkviliðsmenn,“ segir Vernharð og tekur skýrt fram að konur séu líka slökkviliðsmenn. „Við erum búnir að missa menn í nám og aðrir hafa flutt burt, eins og gengur og gerist, og því leitum við eftir mannskap,“ bætir hann við. Vernharð segir það að starfa í slökkviliði sé heilmikil skuldbinding. Hlutastarfandi slökkviliðsmenn mæta í æfingar tvisvar í mánuði yfir vetrartímann, eru á bakvöktum um helgar á sumrin og sinna útköllum. „Það eru gerðar kröfur um að umsækjendur séu með iðnmenntun sem nýtist í starfi eða hafa lokið einhverskonar framhaldsnámi. Einnig þurfa þeir að vera líkamlega vel á sig komnir og standast læknisskoðun. Standist þeir þrekpróf geta þeir hafið störf sem nýliðar en á reynslutímanum þurfa þeir að verða sér úti um meirapróf, hafi þeir það ekki fyrir,“ útskýrir hann. Við tekur hjá nýliðanum að kynnast störfum á vettvangi og að komast inn í skipulagið. Hlutastarfandi slökkviliðsmenn fara í nám sem er skipt upp í fjórar námslotur. Í fyrsta námskeiðinu er farið yfir slökkvistörf utanhúss, vatnsöflun, reyklosun og dælingu. Á öðru námskeiðinu er kennd reykköfun, þróun innanhússbruna og yfir- tendrun. Í þriðja námskeiðinu er æfð björgun fólks úr bílflökum, klippivinna og skyndihjálp við slasaða. Að loknu fjórða námskeiðinu skal VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Brunavarnir Skagafjarðar leita nú eftir góðu fólki í hlutastarf hjá slökkviliðinu. Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri og formaður Almannavarna Skagafjarðar leiddi blaðamann Feykis í sannleikann um starfið, sem hann hefur sinnt af eldmóð í 24 ár, og veitir um leið innsýn í heim þessarar fórnfúsu stéttar í von um að kveikja áhuga hjá verðandi slökkviliðsmönnum. Spennandi og gefandi starf Spjallað um störf slökkviliðsmannsins við slökkviliðsstjóra Brunavarna Skagafjarðar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.